Geir fékk tveggja mánaða laun í bónus á meðan aðrir fengu einn mánuð Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 5. október 2016 07:00 Geir Þorsteinsson. Vísir/AFP Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk tveggja mánaða laun greidd í bónus fyrir árangur karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Annað starfsfólk KSÍ, sem vann í Frakklandi, fékk einn mánuð greiddan í bónus. Þetta hefur Fréttablaðið fengið staðfest innan raða KSÍ. KSÍ greiðir ekki yfirvinnu en sökum vinnuálags í tengslum við EM í Frakklandi var samþykkt að greiða starfsfólki sambandsins aukamánuð. Á stjórnarfundi KSÍ í ágúst var borin fram tillaga fjárhagsnefndar sambandsins þess efnis að Geir fengi greiðslu líkt og aðrir starfsmenn en tillagan hljómaði upp á tvo mánuði sem nefndin samþykkti. „Greiðslur starfsmanna, leikmanna og mín eru trúnaðarmál. Ég get ekki staðfest eitt né neitt og sérstaklega ekki mín laun,“ segir Geir og bætir við að á ársþingi KSÍ í febrúar muni koma meiri upplýsingar um skiptingu bónusgreiðslna fyrir EM. Fyrir að komast í átta liða úrslit fékk KSÍ rúma tvo milljarða í verðlaunafé frá UEFA. Leikmenn fengu sinn skerf, starfsfólk aukamánuð, Geir fékk tvo mánuði greidda og aðildarfélög innan KSÍ fengu um 400 milljónir. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hefur gagnrýnt greiðslur til formannsins. Fréttablaðinu hefur reynst erfitt að fá nefndarmenn fjárhagsnefndarinnar og aðra formenn knattspyrnudeilda til að tjá sig um málið. KSÍ fær 33 milljónir frá ÍSÍ í styrki og sex milljónir frá getraunum á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun sambandsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Landsliðið fékk um tvo milljarða fyrir árangur sinn á EM í Frakklandi. KSÍ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bónusgreiðslur hjá KSÍ: Geir fékk á aðra milljón króna eftir EM-ævintýrið Stjórn Knattspyrnusambands Íslands greiðir starfsmönnum launauppbót vegna EM í Frakklandi í sumar. Upphæðin samsvaraði mánaðarlaunum hvers starfsmanns. 26. september 2016 07:00 Gert var ráð fyrir auknum launakostnaði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi reiknað með auknum launakostnaði í kringum Evrópumótið í fótbolta hvort sem það yrðu ráðnir fleiri starfsmenn eða núverandi starfsmenn fengju aukamánuð greiddan vegna álags sem fylgdi mótinu. 27. september 2016 07:00 Stelpurnar fá nokkur hundruð þúsund krónur í bónus fyrir EM-sætið Greiðslan frá KSÍ hækkar um fimmtíu prósent. 30. september 2016 10:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk tveggja mánaða laun greidd í bónus fyrir árangur karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Annað starfsfólk KSÍ, sem vann í Frakklandi, fékk einn mánuð greiddan í bónus. Þetta hefur Fréttablaðið fengið staðfest innan raða KSÍ. KSÍ greiðir ekki yfirvinnu en sökum vinnuálags í tengslum við EM í Frakklandi var samþykkt að greiða starfsfólki sambandsins aukamánuð. Á stjórnarfundi KSÍ í ágúst var borin fram tillaga fjárhagsnefndar sambandsins þess efnis að Geir fengi greiðslu líkt og aðrir starfsmenn en tillagan hljómaði upp á tvo mánuði sem nefndin samþykkti. „Greiðslur starfsmanna, leikmanna og mín eru trúnaðarmál. Ég get ekki staðfest eitt né neitt og sérstaklega ekki mín laun,“ segir Geir og bætir við að á ársþingi KSÍ í febrúar muni koma meiri upplýsingar um skiptingu bónusgreiðslna fyrir EM. Fyrir að komast í átta liða úrslit fékk KSÍ rúma tvo milljarða í verðlaunafé frá UEFA. Leikmenn fengu sinn skerf, starfsfólk aukamánuð, Geir fékk tvo mánuði greidda og aðildarfélög innan KSÍ fengu um 400 milljónir. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hefur gagnrýnt greiðslur til formannsins. Fréttablaðinu hefur reynst erfitt að fá nefndarmenn fjárhagsnefndarinnar og aðra formenn knattspyrnudeilda til að tjá sig um málið. KSÍ fær 33 milljónir frá ÍSÍ í styrki og sex milljónir frá getraunum á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun sambandsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Landsliðið fékk um tvo milljarða fyrir árangur sinn á EM í Frakklandi.
KSÍ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bónusgreiðslur hjá KSÍ: Geir fékk á aðra milljón króna eftir EM-ævintýrið Stjórn Knattspyrnusambands Íslands greiðir starfsmönnum launauppbót vegna EM í Frakklandi í sumar. Upphæðin samsvaraði mánaðarlaunum hvers starfsmanns. 26. september 2016 07:00 Gert var ráð fyrir auknum launakostnaði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi reiknað með auknum launakostnaði í kringum Evrópumótið í fótbolta hvort sem það yrðu ráðnir fleiri starfsmenn eða núverandi starfsmenn fengju aukamánuð greiddan vegna álags sem fylgdi mótinu. 27. september 2016 07:00 Stelpurnar fá nokkur hundruð þúsund krónur í bónus fyrir EM-sætið Greiðslan frá KSÍ hækkar um fimmtíu prósent. 30. september 2016 10:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Bónusgreiðslur hjá KSÍ: Geir fékk á aðra milljón króna eftir EM-ævintýrið Stjórn Knattspyrnusambands Íslands greiðir starfsmönnum launauppbót vegna EM í Frakklandi í sumar. Upphæðin samsvaraði mánaðarlaunum hvers starfsmanns. 26. september 2016 07:00
Gert var ráð fyrir auknum launakostnaði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi reiknað með auknum launakostnaði í kringum Evrópumótið í fótbolta hvort sem það yrðu ráðnir fleiri starfsmenn eða núverandi starfsmenn fengju aukamánuð greiddan vegna álags sem fylgdi mótinu. 27. september 2016 07:00
Stelpurnar fá nokkur hundruð þúsund krónur í bónus fyrir EM-sætið Greiðslan frá KSÍ hækkar um fimmtíu prósent. 30. september 2016 10:00