Óvissa ríkir um þinglok: Segir „óreiðustjórnmál“ í gangi á Alþingi Höskuldur Kári Schram og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 4. október 2016 20:15 Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. Formaður Bjartrar framtíðar segir óreiðustjórnmál í gangi á þingi og þingflokksformaður Pírata segir að dapurlegt hafi verið að hlusta á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra á fundi hans og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra með stjórnarandstöðunni í dag. Boðað hefur verið til fundar á þingi á morgun klukkan 10.30 og eru sömu mál á dagskrá þá og ræða átti í dag. Forseti þingsins vonast þó til að hægt verði að ljúka þingstörfum í þessari viku. „Já, ég trúi nú ekki öðru. Þegar við horfum á þessi mál sem út af standa og enn eru óafgreidd þá eru þau að sönnu ýmis þeirra stór mál en þetta eru hins vegar ekki mjög mörg mál. Staðan er í þeim skilningi ekkert mjög flókin en því ber auðvitað ekki að neita að þetta eru sum hver stór mál, sum hver umdeild en önnur ekki,“ sagði Einar K. í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Rammaáætlun ekki forgangsmál Alls eru sextán mál á lista ríkisstjórnarinnar yfir þau mál sem hún vill klára fyrir þinglok en forystumenn stjórnarandstöðunnar mættu á fund Bjarna og Sigurðar Inga í Stjórnarráðinu klukkan tvö í dag. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að Alþingi verði slitið til að flokkarnir geti einbeitt sér að komandi kosningum. Mörg stór og umdeild mál eru enn ókláruð og í dag lagði ríkisstjórnin fram lista yfir þau mál sem hún vill að Alþingi afgreiði fyrir kosningar. Þar á meðal er frumvarp um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna, frumvarp um breytingar á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og frumvarp um lagningu raflína að Bakka. Samkvæmt heimildum fréttastofu leggur ríkisstjórnin ekki áherslu á að klára tillögu um rammáætlun sem umhverfisráðherra mælti fyrir í byrjun þessa mánaðar. Engin niðurstaða náðist á fundi stjórnar- og stjórnarandstöðu í dag en rætt var við þau Svandísi Svavarsdóttur þingflokksformann Vinstri grænna, Óttarr Proppé formann Bjartrar framtíðar og Birgittu Jónsdóttur þingflokksformann Pírata í kvöldfréttum Stöðvar 2. Svandís sagði útilokað að halda áfram með þingið lengur en út þessa viku vegna komandi þingkosninga. „Frambjóðendur sem eru hér á þinginu þurfa að fara að hitta kjósendur. Margir eru byrjaðir að fara að hitta fólk og ef við erum að tala um þingmenn sem eru í framboði úti á landi að þá eru þeir einfaldlega bókaðir á fundi á daginn og á kvöldin í næstu viku þannig að þá getum við einfaldlega ekki mannað þingið,“ sagði Svandís.Vandræðin í Framsókn ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar Óttarr sagð að í raun og veru hefði ekkert gerst á fundi stjórnarandstöðunnar með Bjarna og Sigurði Inga í dag. „Þeir lögðu í raun og veru bara fram lista af málum sem eru inni í þinginu og eru mál sem hafa komið inn í þingið í haust. [...] Við erum engu nær í raun og veru hvað er í gangi, þetta eru svona ákveðin óreiðustjórnmál sem eru í gangi og á meðan erum við föst á þinginu. Á meðan er ekki kosningabarátta nema hún sé tekin hérna inn í þingið, það gæti nú verið ágætis tilbreyting. Það eru þá allavega allir á sama stað.“ Birgitta sagði að forystumenn ríkisstjórnarinnar hljóti að fara að átta sig á því að þeir séu búnir með tímann sinn. „Það er ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar eða nokkurra annarra að það séu vandræði inni í öðrum stjórnarflokknum. Við stjórnarandstaðan höfum verið mjög samvinnufús bæði í vor og núna og höfum hleypt í gegn málum sem eru í raun í boði stjórnarandstöðunnar. [...] Það er ekki í boði að klára nein mál sem er ósátt um og það var eiginlega dapurlegt að hlusta á forsætisráðherrann telja upp sextán mál sem hann vill ná hér í gegn í þessari viku.“ Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. Formaður Bjartrar framtíðar segir óreiðustjórnmál í gangi á þingi og þingflokksformaður Pírata segir að dapurlegt hafi verið að hlusta á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra á fundi hans og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra með stjórnarandstöðunni í dag. Boðað hefur verið til fundar á þingi á morgun klukkan 10.30 og eru sömu mál á dagskrá þá og ræða átti í dag. Forseti þingsins vonast þó til að hægt verði að ljúka þingstörfum í þessari viku. „Já, ég trúi nú ekki öðru. Þegar við horfum á þessi mál sem út af standa og enn eru óafgreidd þá eru þau að sönnu ýmis þeirra stór mál en þetta eru hins vegar ekki mjög mörg mál. Staðan er í þeim skilningi ekkert mjög flókin en því ber auðvitað ekki að neita að þetta eru sum hver stór mál, sum hver umdeild en önnur ekki,“ sagði Einar K. í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Rammaáætlun ekki forgangsmál Alls eru sextán mál á lista ríkisstjórnarinnar yfir þau mál sem hún vill klára fyrir þinglok en forystumenn stjórnarandstöðunnar mættu á fund Bjarna og Sigurðar Inga í Stjórnarráðinu klukkan tvö í dag. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að Alþingi verði slitið til að flokkarnir geti einbeitt sér að komandi kosningum. Mörg stór og umdeild mál eru enn ókláruð og í dag lagði ríkisstjórnin fram lista yfir þau mál sem hún vill að Alþingi afgreiði fyrir kosningar. Þar á meðal er frumvarp um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna, frumvarp um breytingar á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og frumvarp um lagningu raflína að Bakka. Samkvæmt heimildum fréttastofu leggur ríkisstjórnin ekki áherslu á að klára tillögu um rammáætlun sem umhverfisráðherra mælti fyrir í byrjun þessa mánaðar. Engin niðurstaða náðist á fundi stjórnar- og stjórnarandstöðu í dag en rætt var við þau Svandísi Svavarsdóttur þingflokksformann Vinstri grænna, Óttarr Proppé formann Bjartrar framtíðar og Birgittu Jónsdóttur þingflokksformann Pírata í kvöldfréttum Stöðvar 2. Svandís sagði útilokað að halda áfram með þingið lengur en út þessa viku vegna komandi þingkosninga. „Frambjóðendur sem eru hér á þinginu þurfa að fara að hitta kjósendur. Margir eru byrjaðir að fara að hitta fólk og ef við erum að tala um þingmenn sem eru í framboði úti á landi að þá eru þeir einfaldlega bókaðir á fundi á daginn og á kvöldin í næstu viku þannig að þá getum við einfaldlega ekki mannað þingið,“ sagði Svandís.Vandræðin í Framsókn ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar Óttarr sagð að í raun og veru hefði ekkert gerst á fundi stjórnarandstöðunnar með Bjarna og Sigurði Inga í dag. „Þeir lögðu í raun og veru bara fram lista af málum sem eru inni í þinginu og eru mál sem hafa komið inn í þingið í haust. [...] Við erum engu nær í raun og veru hvað er í gangi, þetta eru svona ákveðin óreiðustjórnmál sem eru í gangi og á meðan erum við föst á þinginu. Á meðan er ekki kosningabarátta nema hún sé tekin hérna inn í þingið, það gæti nú verið ágætis tilbreyting. Það eru þá allavega allir á sama stað.“ Birgitta sagði að forystumenn ríkisstjórnarinnar hljóti að fara að átta sig á því að þeir séu búnir með tímann sinn. „Það er ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar eða nokkurra annarra að það séu vandræði inni í öðrum stjórnarflokknum. Við stjórnarandstaðan höfum verið mjög samvinnufús bæði í vor og núna og höfum hleypt í gegn málum sem eru í raun í boði stjórnarandstöðunnar. [...] Það er ekki í boði að klára nein mál sem er ósátt um og það var eiginlega dapurlegt að hlusta á forsætisráðherrann telja upp sextán mál sem hann vill ná hér í gegn í þessari viku.“
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira