Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Embætti Landlæknis hefur ákveðið að rannsaka hvort ýmsar læknisaðgerðir séu gerðar í meira mæli á einkastofum hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Landlækni grunar að þetta sé raunin og að greiðslukerfi íslenska heilbrigðiskerfisins hafi áhrif.

Í fréttatímanum verður ítarlega fjallað möguleg þinglok í þessari viku en sextán mál eru á lista ríkisstjórnarinnar yfir þau mál sem hún vill klára fyrir þinglok. Rætt verður við forseta Alþingis um framhaldið og fulltrúa stjórnarandstöðunnar í beinni útsendingu.

Þá verður einnig fjallað um fiskeldi í fréttatímanum en hagsmunaaðilar í laxveiði hafa lýst yfir stríði á hendur laxeldi í sjó og segja að öllum leiðum verði beitt fyrir dómstólum til að stöðva sjókvíeldi.

Við kynnum okkur síðan nýtt gistiskýli Útlendingastofnunar fyrir hælisleitendur og hjólastólaaðgengi við sögualdarbæinn að Stöng í Þjórsárdal en þrjátíu milljónum króna verður varið í verkefnið. Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×