Innlent

Hall­dóra vill vera á­fram á þingi

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Píratar

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hyggst áfram gefa kost á sér til að gegna þingmennsku í komandi alþingiskosningum. Þannig hafa þrír af sex sitjandi þingmönnum flokksins gefið það út að þeir hyggi aftur á framboð. Auk Halldóru ætla Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson að gefa kost á sér áfram, en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir ætlar hins vegar ekki fram aftur.

Ekki liggur fyrir enn hvað Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Andrés Ingi Jónsson hyggist gera en ekki náðist í þau við vinnslu fréttarinnar.

„Ég ætla að gera það,“ segir Halldóra, spurð hvort hún hyggist gefa kost á sér áfram. Hún geri ráð fyrir að tilkynna um áform sín með formlegri hætti síðar í dag. Undirbúningur prófkjörs er í fullum gangi hjá Pírötum og þess að vænta að það muni skýrast á allra næstu dögum hvenær og hvernig prófkjör fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×