Sigmundur Davíð: „Á flokksþinginu og í aðdraganda þess urðu atburðir sem ég hefði ekki trúað að gætu átt sér stað í Framsóknarflokknum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2016 17:46 Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug kona hans eftir formannskjörið á sunnudag þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga. vísir/anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Sigmundar Davíðs en þar kveðst hann ætla að halda áfram að vinna með félögum sínum í Norðausturkjördæmi, og má ekki skilja orð Sigmundar öðruvísi en svo að hann ætli sér að leiða lista flokksins í kjördæminu þrátt fyrir að hafa tapað formannskjörinu um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Sigmundur nú á leiðinni austur á land ásamt Lilju Alfreðsdóttur, nýkjörnum varaformanni Framsóknarflokksins en hún hefur um langt skeið verið einn nánasti samstarfsmaður Sigmundar. „Ég ætla enn að bíða með að ræða málin í fjölmiðlum en get þó staðfest að mér er ljúft og skylt að vinna áfram með félögum mínum í Norðausturkjördæmi. Gagnvart þeim hef ég tekið að mér skyldur sem ég hef ekki hugsað mér að hverfa frá. Á næstu misserum mun ég þvert á móti fyrst og fremst einbeita mér að því að sinna kjördæminu og málefnum þessm,“ segir Sigmundur Davíð. Hann lýkur færslunni að þakka vinum sínum og stuðningsfólki í Framsókn sem og fólki utan flokka sem hefur sýnt honum stuðning og sent honum kveðjur. „Jafnframt heiti ég því að gefast ekki upp á að berjast fyrir því sem ég tel til þess fallið að bæta samfélagið og rétta hlut þeirra sem á er hallað með hverjum sem vill ganga til þeirra verka með mér,“ segir Sigmundur Davíð að lokum en færslu hans má sjá í heild sinni hér að neðan.Fyrr í dag setti Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs færslu á Facebook-síðu sína en þar lýsti hann yfir miklum vonbrigðum með úrslit formannskjörsins auk þess sem hann sagði aðdraganda þess hafa verið ömurlegan. Vísir spurði Jóhannes nánar út í aðdragandann en hann vildi ekki tjá sig um hann að öðru leyti en því að ýmislegt hafi verið í gangi undir yfirborðinu. Tengdar fréttir Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00 Jóhannes Þór: Úrslitin gríðarleg vonbrigði og aðdragandinn ömurlegur Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson lætur af störfum eftir kosningar. 4. október 2016 14:07 Sigmundur Davíð áfram í oddvitasætinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, verður áfram oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. 4. október 2016 07:47 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Sigmundar Davíðs en þar kveðst hann ætla að halda áfram að vinna með félögum sínum í Norðausturkjördæmi, og má ekki skilja orð Sigmundar öðruvísi en svo að hann ætli sér að leiða lista flokksins í kjördæminu þrátt fyrir að hafa tapað formannskjörinu um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Sigmundur nú á leiðinni austur á land ásamt Lilju Alfreðsdóttur, nýkjörnum varaformanni Framsóknarflokksins en hún hefur um langt skeið verið einn nánasti samstarfsmaður Sigmundar. „Ég ætla enn að bíða með að ræða málin í fjölmiðlum en get þó staðfest að mér er ljúft og skylt að vinna áfram með félögum mínum í Norðausturkjördæmi. Gagnvart þeim hef ég tekið að mér skyldur sem ég hef ekki hugsað mér að hverfa frá. Á næstu misserum mun ég þvert á móti fyrst og fremst einbeita mér að því að sinna kjördæminu og málefnum þessm,“ segir Sigmundur Davíð. Hann lýkur færslunni að þakka vinum sínum og stuðningsfólki í Framsókn sem og fólki utan flokka sem hefur sýnt honum stuðning og sent honum kveðjur. „Jafnframt heiti ég því að gefast ekki upp á að berjast fyrir því sem ég tel til þess fallið að bæta samfélagið og rétta hlut þeirra sem á er hallað með hverjum sem vill ganga til þeirra verka með mér,“ segir Sigmundur Davíð að lokum en færslu hans má sjá í heild sinni hér að neðan.Fyrr í dag setti Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs færslu á Facebook-síðu sína en þar lýsti hann yfir miklum vonbrigðum með úrslit formannskjörsins auk þess sem hann sagði aðdraganda þess hafa verið ömurlegan. Vísir spurði Jóhannes nánar út í aðdragandann en hann vildi ekki tjá sig um hann að öðru leyti en því að ýmislegt hafi verið í gangi undir yfirborðinu.
Tengdar fréttir Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00 Jóhannes Þór: Úrslitin gríðarleg vonbrigði og aðdragandinn ömurlegur Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson lætur af störfum eftir kosningar. 4. október 2016 14:07 Sigmundur Davíð áfram í oddvitasætinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, verður áfram oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. 4. október 2016 07:47 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00
Jóhannes Þór: Úrslitin gríðarleg vonbrigði og aðdragandinn ömurlegur Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson lætur af störfum eftir kosningar. 4. október 2016 14:07
Sigmundur Davíð áfram í oddvitasætinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, verður áfram oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. 4. október 2016 07:47
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“