Skoðun

Kæru samlandar

Anný Peta Sigmundsdóttir skrifar
Ég finn mig knúna til að koma með stutta hugleiðingu og athugasemdir í kjölfar undangenginna missera. Það varðar helst hversu mikið við Íslendingar leyfum okkur að tjá miður falleg orð um persónurnar í kringum okkur, hvort sem á við opinberar persónur eða næsta náunga.

Mér finnst mikið miður að við skulum ekki vera komin lengra sem félagslegar verur en svo að við getum leyft okkur að setjast ítrekað í dómarastól varðandi persónur sem við ýmist ekki þekkjum nægilega vel til að geta fært rök fyrir slíkum meiðyrðum eða leyft okkur að tala niður til eða um þá sem við eigum að þekkja og þannig brugðst trúnaði og heilindum gagnvart þeirri persónu.

Ég hef því miður ítrekað orðið fyrir vonbrigðum vegna þeirrar hegðunar og orða sem ég hef orðið vitni að þegar rætt er um persónur á niðrandi hátt. Slíkt virðingarleysi á aldrei rétt á sér, sama hver á í hlut, um hvað ræðir eða á hvaða vettvangi það er. Við megum öll taka þetta til okkar og vanda betur valið þegar við tjáum okkur um annað fólk. Ekki gleyma því góða fólk, að allir eiga sína sögu og ekki hægt að ætlast til annars en að hver og einn geri eins vel og hann getur á hverjum tíma fyrir sig. Sýnum virðingu!




Skoðun

Skoðun

49 ár

Bryndís Guðmundsdóttir,Helga Björg O. Ragnarsdóttir,María Björk Lárusdóttir,Rósa Björk Bergþórsdóttir skrifar

Sjá meira


×