Sport

Bann Sharapovu stytt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frá fundi Sharapovu er hún sagðist hafa fallið á lyfjaprófi.
Frá fundi Sharapovu er hún sagðist hafa fallið á lyfjaprófi. vísir/getty
Íþróttadómstóllinn í Sviss hefur tekið fyrir mál tenniskonunnar Mariu Sharapovu og úrskurðaði í dag.

Dómstóllinn stytti bann hennar fyrir ólöglega lyfjanotkun úr tveimur árum niður í 15 mánuði. Alþjóða tennissambandið setti hana í tveggja ára bann.

Sharapova má því koma aftur út á tennisvöllinn þann 26. apríl á næsta ári.

„Ég tel niður dagana þar til ég má koma aftur út á völlinn,“ sagði Sharapova.

Það var lyfið meldóníum sem felldi hana í byrjun ársins. Hún sagði þá að hún hefði notað lyfið frá árinu 2006 af heilsufarslegum ástæðum.

Lyfið var þá tiltölulega nýkomið á bannlista og Sharapova sagðist ekki hafa vitað af því.


Tengdar fréttir

Ferli Sharapovu gæti verið lokið

Forseti rússneska tennissambandsins efast um að Maria Sharapova snúi aftur á tennisvöllinn þegar lyfjabanni hennar lýkur.

Tennisdrottning hrynur af stalli

Tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ellefu ár féll á lyfjaprófi. Ber við sig kæruleysi en gengst við brotum sínum. Gæti fengið allt að fjögurra ára bann.

Hvað er meldóníum?

"Það er lyf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ sagði Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild í gær um meldóníum, lyfið sem felldi Mariu Sharapovu.

Sharapova dæmd í tveggja ára bann

Rússneska tennisstjarnan Maria Sharapova hefur verið dæmd í tveggja ára keppnisbann af Alþjóðatennissambandinu eftir að hún féll á lyfjaprófi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×