Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Hulda Hólmkelsdóttir og Sæunn Gísladóttir skrifa 4. október 2016 13:18 Af fundi Samtaka iðnaðarins fyrr í dag. Vísir/GVA Fulltrúar sjö stærstu flokkanna sögðust á fundi Samtaka iðnaðarins í dag vera jákvæð gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu á einhvern hátt. Á fundinum sköpuðust miklar umræður um framtíð krónunnar. Fundurinn hafði yfirskriftina Kjósum gott líf og var fulltrúum sjö stjórnmálaflokka boðið að taka þátt í pallborðsumræðum. Á fundinum voru fulltrúar flokkanna spurðir út í hugmyndir sínar um efnahagslegan stöðugleika og nefndi Össur Skarphéðinsson þá að hann teldi að langtímamarkmiðið í stöðugleika í efnahagslífinu væri að taka upp evru. Í ljósi þess voru allir fulltrúar flokkanna spurðir um afstöðu sína til áframhaldandi viðræðna við Evrópusambandið. Umræðurnar sköpuðust eftir að Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar velti upp hugmyndum um myntráð. „Við erum með lausn, ég skil ekki af hverju þessi lausn hafi ekki verið meira í umræðunni og það er myntráð. Við viljum koma á fót myntráði á Íslandi, myntráð er stærsta hagsmunamálið fyrir íslensk fyrirtæki og heimili, fyrir íslenskt atvinnulíf, það myndi lækka vexti, það myndi gera verðtryggingu óþarfa, draga úr hagsveiflu og lækka verðlagið,“ sagði Jóna Sólveig. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að myntráð væri of áhættusöm leið. „Ég held að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið hafi verið komnar svo langt, við getum tekið þær upp á ný ef við gerum það á næsta kjörtímabili,“ sagði Össur.Af fundinum i morgun.Vísir/GVA„Það er ekki hægt að nefna það hér eins og ekkert sé að við erum að fara að taka upp evruna. Það þarf að vera skýrt umboð frá þjóðinni. Að sjálfsögðu erum við til í þjóðaratkvæði um hvort við göngum inn í Evrópusambandið já eða nei,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði jákvætt að umræða hafi skapast um myntráð og evru. Katrín Jakobsdóttir sagðist hliðholl þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð aðildarviðræðna við ESB og Þórunn Pétursdóttir frá Bjartri Framtíð tók í sama streng. Össur Skarphéðinsson, Smári McCarthy, fulltrúi Pírata og Lilja Alfreðsdóttir voru öll hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið. Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra sem skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagðist hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið. Jóna Sólveig sagðist vilja að kosið yrði um áframhaldandi aðildarviðræður og að í kjölfarið yrði kosið um aðild. Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Fulltrúar sjö stærstu flokkanna sögðust á fundi Samtaka iðnaðarins í dag vera jákvæð gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu á einhvern hátt. Á fundinum sköpuðust miklar umræður um framtíð krónunnar. Fundurinn hafði yfirskriftina Kjósum gott líf og var fulltrúum sjö stjórnmálaflokka boðið að taka þátt í pallborðsumræðum. Á fundinum voru fulltrúar flokkanna spurðir út í hugmyndir sínar um efnahagslegan stöðugleika og nefndi Össur Skarphéðinsson þá að hann teldi að langtímamarkmiðið í stöðugleika í efnahagslífinu væri að taka upp evru. Í ljósi þess voru allir fulltrúar flokkanna spurðir um afstöðu sína til áframhaldandi viðræðna við Evrópusambandið. Umræðurnar sköpuðust eftir að Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar velti upp hugmyndum um myntráð. „Við erum með lausn, ég skil ekki af hverju þessi lausn hafi ekki verið meira í umræðunni og það er myntráð. Við viljum koma á fót myntráði á Íslandi, myntráð er stærsta hagsmunamálið fyrir íslensk fyrirtæki og heimili, fyrir íslenskt atvinnulíf, það myndi lækka vexti, það myndi gera verðtryggingu óþarfa, draga úr hagsveiflu og lækka verðlagið,“ sagði Jóna Sólveig. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að myntráð væri of áhættusöm leið. „Ég held að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið hafi verið komnar svo langt, við getum tekið þær upp á ný ef við gerum það á næsta kjörtímabili,“ sagði Össur.Af fundinum i morgun.Vísir/GVA„Það er ekki hægt að nefna það hér eins og ekkert sé að við erum að fara að taka upp evruna. Það þarf að vera skýrt umboð frá þjóðinni. Að sjálfsögðu erum við til í þjóðaratkvæði um hvort við göngum inn í Evrópusambandið já eða nei,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði jákvætt að umræða hafi skapast um myntráð og evru. Katrín Jakobsdóttir sagðist hliðholl þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð aðildarviðræðna við ESB og Þórunn Pétursdóttir frá Bjartri Framtíð tók í sama streng. Össur Skarphéðinsson, Smári McCarthy, fulltrúi Pírata og Lilja Alfreðsdóttir voru öll hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið. Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra sem skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagðist hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið. Jóna Sólveig sagðist vilja að kosið yrði um áframhaldandi aðildarviðræður og að í kjölfarið yrði kosið um aðild.
Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira