Erlent

Fellibylurinn Matthew veldur usla á Haítí

Atli Ísleifsson skrifar
Talið er að samfara miklu úrhelli megi búast við miklum flóðum og aurskriðum.
Talið er að samfara miklu úrhelli megi búast við miklum flóðum og aurskriðum. Vísir/AFP
Einn öflugasti fellibylur síðustu ára hefur gengið á land á Haíti í Karíbahafi. Íbúar hafa búið sig undir miklum vindhviðum og gríðarlegu úrhelli.

Í frétt BBC segir að fellibylurinn Matthew, sem flokkast sem fjórða stigs fellibylur, hafi gengið á land á Haítí um klukkan ellefu í morgun að íslenskum tíma.

Bandarísk yfirvöld búast við lífshættulegum aðstæðum á eyjunni og segir Jocelerme Privert, starfandi forseti Haítí, að þegar hafi borist fréttir af því að fólk hafi látið lífið. Fyrst og fremst sé um fólk á bátum á hafi úti sem hafi ekki virt viðvaranir yfirvalda.

Búist er við að vindhviður fari upp í allt að 64 metra á sekúndu. Talið er að samfara miklu úrhelli megi búast við miklum flóðum og aurskriðum.

Haítí er eitt fátækasta ríki heims og búa fjölmargir íbúar á svæðum þar sem aurskriður og flóð eru tíð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×