„Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Jakob Bjarnar skrifar 4. október 2016 11:30 Elva Christina leikur við son sinn. Hún skilur ekki af hverju norsk yfirvöld sækja það svo fast að taka af henni fimm ára gamlan son sinn. visir/Anton Brink Elva Christina er ung móðir sem nú er milli vonar og ótta. Óttinn er reyndar yfirsterkari því hún býst allt eins við því að sonur hennar fimm ára gamall verði dæmdur af henni og sendur til Noregs þar sem honum verður komið fyrir á fósturheimili. Í 14 ár. Elva er full örvæntingar: „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann. Ég hef alveg gert hluti í lífinu sem ég hef séð eftir. En ég veit alveg hvar ég er núna. Ég stend í lappirnar og allt gengur vel. 14 ára dómur, aðskilnaður, fyrir tvítuga móður og fimm ára dreng, er svo rangt. Hann á ekki eftir að muna eftir mér. Ef hann verður tekinn fæ ég að sjá hann tvisvar sinnum á ári, undir eftirliti.“Líðan drengsins aukaatriðiMálið er flókið og í raun allt hið einkennilegasta. Norsk barnaverndaryfirvöld gera kröfu um að fimm ára gamall íslenskur drengur verði fjarlægður frá fjölskyldu sinni og sendur í fóstur. Vísir greindi frá málinu seint í júlí og ræddi þá við Helenu Brynjólfsdóttur, ömmu drengsins, sem hafði flúið frá Noregi, hvar þau voru búsett með drenginn þegar hún sá í hvað stefndi. Vert er að taka fram að bæði í þessu viðtali, sem og viðtalinu við ömmuna, er sjónarhornið þeirra – þeirra upplifun á málinu. En blaðamaður Vísis telur ekki neina ástæðu til að ætla annað en að frásögn þeirra sé sannleikanum samkvæm. Báðar fara þær yfir málið með mjög skilmerkilegum hætti. Málið er afar athyglisvert.Sjá ítarlegt viðtal við ömmu drengsins hér.Vísir greindi frá því á sínum tíma að Helena hafi flúið til Íslands með dótturson sinn. Hún er svartsýn á niðurstöðu dómsmáls sem nú er rekið hér í Reykjavík.Helena segir nú, í stuttu samtali við blaðamann, að málið hafi verið tekið fyrir í héraðsdómi síðastliðinn fimmtudag. Og málflutningurinn, eða fyrirtakan, varð ekki til að auka bjartsýni hjá þeim mæðgum. „Ég hef ekkert sérstaklega góða tilfinningu fyrir þessu. Hrokafyllri lögfræðing hef ég aldrei á ævinni heyrt né séð. Stakk mig mest þegar hún sagði að það skipti bara nákvæmlega engu máli þó sálfræðingur og leikskólastjórar segðu að drengnum liði vel hér. Þau líta ekkert til þess hvernig honum líður. En, lögin eru kannski að pirra mig. Samkvæmt þessum Haagsamningi. En þar eru ákvæði, að ef það skaðar barn að flytja það ber að taka tillit til þess. Og auðvitað skaðar það fimm ára gamalt barn að flytja það,“ segir Helena. Þær gera ráð fyrir því að dómur falli seinna í þessari viku. Þær mæðgur telja málflutninginn hafa verið afvegaleiðandi, snúist um málaflækjur og fordæmi barnaverndarnefndarinnar norsku, en þar hafi verið um að ræða forræði, deilur milli foreldra. Því er ekki til að dreifa í þessu máli. Faðirinn, sem búsettur er í Danmörku með sinni konu þar, hefur verið afskiptalaus um þetta mál og er ekkí í sambandi við barnsmóður sína. Þær vænta þess að dómur falli á fimmtudag eða föstudag í þessari viku. Þær upplifa málflutninginn sem svo að hann hafi einkum snúist um málaflækjur hjá barnverndarverndinni norsku. Vitnað var til fjölda annarra mála, en þau snérust einkum um forræðisdeilur milli foreldra og eru annars eðlis. Mæðgurnar segja þetta mál snúast um fjölskyldu sem vill halda fimm ára gömlum dreng innan sinna vébanda gagnvart stofnum, sem vill fylgja reglum í blindni.Flúðu til Íslands í ofboðiElva kom til Íslands ásamt móður sinni og syni á sínum tíma; þá er þau flúðu hin norsku barnaverndaryfirvöld sem vildi senda drenginn frá þeim og í fóstur hjá norskri fjölskyldu. Þetta var í júlí á þessu ári. Vísi lék forvitni á að heyra hlið móðurinnar, nú þegar styttist í dóm. „Við þurftum að pakka niður í tösku strax og fara. Ég kom með þeim. Hef ekkert verið mikið í fjölmiðlunum með mömmu. Núna er ég með hjartað í buxunum. Þetta er í höndum dómarans, líf okkar allra, ekki bara Eyjólfs og mitt, heldur allrar fjölskyldunnar. Það eru bara nokkrir dagar þar til örlög hans ráðast,“ segir Elva.Skilja ekki af hverju Norðmenn sækja þetta svo fastHún er sammála móður sinni um að málsmeðferðin hafi verið sérkennileg. Einkum situr í þeim þetta sem íslenskur lögmaður norsku barnaverndarnefndarinnar sagði að það skipti engu máli hvernig honum líður. „Ef það skiptir ekki máli, hvað skiptir þá eiginlega máli í þessu. Þau vilja meina að við höfum rænt barninu, en það eru þau sem vildu ræna því í upphafi. Til að setja hann á stofnun,“ segir Elva Christina. Eða til vandalausra, norskrar fjölskyldu en drengurinn talar litla norsku. Mæðgunum þykir furðu sæta hversu fast norsk barnaverndaryfirvöld sækja að fá drenginn aftur til Noregs.Elva Christína segist á miklu betri stað núna en þegar hún var svipt forræði. En, í engu er litið til þess -- hún fékk í raun aldrei möguleika á að sanna sig.visir/Anton Brink„Þau gefast ekki upp. Íslenska barnaverndarnefndin hefur komið til okkar á hverjum degi, til að skoða aðstæður og skilja ekkert í því af hverju norska barnaverndin er svo áköf í að fá þennan íslenska dreng. Bara til að planta honum á eitthvað heimili.“Mikil neysla í norskri meðferðEn, einhverja ástæðu telja þau sig hafa haft fyrir því að dæma drenginn af þér á sínum tíma?„Já. Þetta var sem sagt út af því að ég var fyrir einu ári síðan á slæmum stað. Og var í neyslu. Í fyrrasumar. Þeir gáfu mér séns á að fara í meðferð. Sem ég féllst fúslega á. Ég mátti taka son minn með mér í meðferðina. Ég átti að byrja ein í einn mánuð og fá hann svo til mín. Og vera þá í meðferðinni í eitt ár. Svo fengum við nei á það, á þeim forsendum að hann talaði ekki nógu góða norsku. Svo ég fékk pláss í annarri meðferð sem ég fór í. Var þar í fimm mánuði. Átti að vera í sex en fór fyrr vegna þess að það var svo mikil neysla þar inni. Rosalega mikil. Við vorum þarna 37 eða 38. Og það var meiri neysla þar inn en nokkru sinni utan. Þegar mamma kom í heimsókn skyldi hún ekkert hvers vegna ég var þarna inni,“ segir Elva Christna. Þetta hljómar vissulega torkennilega í eyru þeirra sem þekkja íslenskt meðferðarstarf, hvar annað eins og þetta myndi aldrei líðast. Meira að segja rakspírar eru læstir sérstaklega niðri. En er í samræmi við frásögn móður hennar, sem heimsótti Elvu Christinu í meðferðina um áramót, og þá var þar áramótapartí með „tilheyrandi“ drykkjarföngum.Tóku passann af barninuElva Christina segist hafa sagt sig frá þeirri meðferð einnig vegna þess að sonur hennar var hjá móður hennar meðan hún var í meðferðinni. Og hún hafði frétt að norsk barnaverndaryfirvöld vildu fá drenginn til sín. „Ég ætlaði að reyna að komast til Íslands, og fara í meðferð hér. Þau sögðu það ekki góða hugmynd. Og það er um svipað leyti sem þau fara til mömmu og taka passann hans. Og neita okkur um að fara úr landi. Þegar þetta er lá ekki fyrir neinn úrskurður um hvað yrði. Ég var að standa mig vel og vildi fá frið. Loksins, eftir fimm mánuði edrú. Var komin með vitglóru í hausinn. En þarna vissi ég ekki að það væri ólöglegt. Aldrei vitað að einhver geti komið og tekið passann af barninu.“Elva Christina svipt forræðiEftir þetta beið Elva Christina þess sem verða vildi. Hún bjó með móður sinni og syni í Noregi. En í apríl fór svo mál hennar fyrir fylkisnefnd og þar var hún svipt forræði. „Það var á þeim forsendum að ég hafði verið hjá sálfræðingi, fór í viðtöl einu sinni í viku. Sálfræðingurinn sagði fylkisnefndinni að ég væri með haldin kvíða og þunglynd, en málið er að eftir neyslu og svona mál þarf það ekki að koma á óvart. Ég er núna hjá sálfræðingi og þau gerðu mat á mér, sem kom þannig út að ég má heita eðlileg.“ Mæðgurnar telja hin norsku barnaverndaryfirvöld ósveigjanleg og ekki taka tillit í neinu til aðstæðna. Nú óttast þær það versta. Þær eru ekki vongóðar um að dómur verði þeim hagstæður. Og dómurinn er ekkert grín. „Ef sú verður niðurstaðan verður hann tekinn frá mér í 14 ár.“Fékk aldrei möguleika á að sanna sigElva Christina segir þetta skjóta skökku við. Því henni hefur gengið afar vel að takast á við alkóhólisma sinn. „Og sálfræðingurinn hefur ekkert út á mig að setja. Hún vill meina að ég sé hæf. Þegar þau tóku forræðið af mér, í apríl/maí, vissu þau að ég var á leið í aðra meðferð, kvennameðferð í Osló, en það skipti þau engu máli. Ég fékk engan séns á að sanna mig. Ég var komin á miklu betri stað en samt taka þau forræðið af mér.“ Hún lýsir því, eins og reyndar kom fram í viðtalinu við Helenu á sínum tíma, að inni í myndinni hafi verið að systir Elvu tæki drenginn að sér og fengi í sína umsjá.Ef drengurinn verður dæmdur frá fjölskyldunni þýðir það 14 ár og mun Elva Christína aðeins fá að sjá tvisvar á ári undir eftirliti.visir/anton„Hún er yndisleg og hefur enga neyslusögu eða hefur glímt við andlega sjúkdóma. Þau lofuðu öllu fögru í þeim efnum, að það yrði athugað af fullri alvöru, og því var ég róleg þá. En, svo var það nei á þeim forsendum að drengurinn væri of nálægt fjölskyldunni. Ég er auðvitað alkóhólisti, en þau vilja meina að þetta sé smitandi. En í dag er ég að vinna og er á leiðinni í Grettistak í nóvember; skóli fyrir þá sem eru að ná sér. Og barnaverndarnefnd heimsækir okkur á hverjum degi en við höfðum samband við þau um leið og við komum til Íslands.“Drengurinn unir hag sínum velÞær mæður telja skrýtið hversu lítils stuðnings þær hafa notið frá íslenskum yfirvöldum, en þær leituðu til innanríkisráðuneytisins. Eina sem innanríkisráðuneytið gerði var að finna harðsnúinn lögmann, fyrir hina norsku barnaverndaryfirvöld. En, þær undanskilja hina íslensk barnaverndarnefnd. „Hún hefur hjálpað okkur mjög frá því við komum. Ég bý núna með mömmu og Eyjólfi. Hann er í leikskóla. Sálfræðingur hefur gert mat á honum, hann er glaður lítill strákur og leikskólinn gaf mjög jákvæða umsögn; hann er öruggur með sig, fyndinn og skemmtilegur. Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann af mér.“ Elva reynir ekkert að mála yfir það að hún sé alkóhólisti og hafi gert eitt og annað í lífinu sem hún sér eftir. „En ég veit alveg hvar ég er núna og 14 ára dómur fyrir tvítuga móður er svo rangt. Ég er að standa í lappirnar, loksins, eftir eitt ár. Allt er að ganga svo vel og skelfilegt að horfa uppá þennan möguleika. Þetta er lífstíðardómur. Hann á ekki eftir að muna eftir mér að þeim tíma liðinum. Ef hann verður tekinn fæ ég að sjá hann tvisvar sinnum á ári, undir eftirliti. Ég fæ ekki að breiða yfir hann á kvöldin, lesa fyrir hann og sjá hann sofna. Að hugsa til þess að hann verði tekin er óbærileg tilhugsun. Og ómannúðlegt. Hann er svo ánægður þessi litli strákur,“ segir hin unga móðir.Eins og að henda drengnum ósyndum í djúpu lauginaElva Christina vonast til þess að íslenska þjóðin átti sig á því, nú þegar hún segir sögu sína, hvernig norska barnaverndarnefndin vinnur. Hún sé ákaflega einstrengingsleg og ferköntuð í hugsun. Fari eftir reglum í málum sem eru ekki ferköntuð í laginu. Og þessar reglur geta verið mótsagnakenndar, þannig er einkennilegt að henni hafi verið synjað um að hafa drenginn með sér í meðferð á sínum tíma, á þeim forsendum að hann kynni ekki norsku, en þau sjái hins vegar ekkert að því að senda hann á norskt fósturheimili. Norska barnaverndarnefndin er umdeild. Mál Elvu Christinar er ekki það eina sem hafa má til marks um óbilgirnina. „Það eru nú sjö mál á leiðinni fyrir mannréttindadómsstólinn í Evrópu vegna norsku barnaverndarnefndarinnar, því þau eru að fremja svo mörg mannréttindabrot,“ segir Elva Christína. Og bendir á að hún hafi bara núna í vikunni verið að lesa sér til mikillar hrellingar að einum dreng sem var komið fyrir á barnaverndarheimili hafi verið nauðgað. Elva Cristina segir hátt hlutfall þeirra barna sem fara í fóstur lendi í neyslu, eru lamin og svo framvegis. „Ég get ekki horft uppá það að þau taki strákinn minn og setji hann inn í þessar aðstæður. Að þetta gæti gerst fyrir mitt barn. Ég veit að ég hef gert ranga hluti í gegnum tíðina, en það er fortíðin, ég veit að ég er að gera rétt núna. Tilhugsun um að hann verði sendur til ókunnra, til annars lands, er óbærileg. Hann talar litla norsku. Þetta er eins og að henda honum í djúpu laugina og hann kann ekki að synda.“ Tengdar fréttir Ömmunni neitað um sálfræðimat á drengnum Heldur dauðahaldi í veika von um að fá að halda drengnum innan fjölskyldunnar. 11. ágúst 2016 20:18 Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Elva Christina er ung móðir sem nú er milli vonar og ótta. Óttinn er reyndar yfirsterkari því hún býst allt eins við því að sonur hennar fimm ára gamall verði dæmdur af henni og sendur til Noregs þar sem honum verður komið fyrir á fósturheimili. Í 14 ár. Elva er full örvæntingar: „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann. Ég hef alveg gert hluti í lífinu sem ég hef séð eftir. En ég veit alveg hvar ég er núna. Ég stend í lappirnar og allt gengur vel. 14 ára dómur, aðskilnaður, fyrir tvítuga móður og fimm ára dreng, er svo rangt. Hann á ekki eftir að muna eftir mér. Ef hann verður tekinn fæ ég að sjá hann tvisvar sinnum á ári, undir eftirliti.“Líðan drengsins aukaatriðiMálið er flókið og í raun allt hið einkennilegasta. Norsk barnaverndaryfirvöld gera kröfu um að fimm ára gamall íslenskur drengur verði fjarlægður frá fjölskyldu sinni og sendur í fóstur. Vísir greindi frá málinu seint í júlí og ræddi þá við Helenu Brynjólfsdóttur, ömmu drengsins, sem hafði flúið frá Noregi, hvar þau voru búsett með drenginn þegar hún sá í hvað stefndi. Vert er að taka fram að bæði í þessu viðtali, sem og viðtalinu við ömmuna, er sjónarhornið þeirra – þeirra upplifun á málinu. En blaðamaður Vísis telur ekki neina ástæðu til að ætla annað en að frásögn þeirra sé sannleikanum samkvæm. Báðar fara þær yfir málið með mjög skilmerkilegum hætti. Málið er afar athyglisvert.Sjá ítarlegt viðtal við ömmu drengsins hér.Vísir greindi frá því á sínum tíma að Helena hafi flúið til Íslands með dótturson sinn. Hún er svartsýn á niðurstöðu dómsmáls sem nú er rekið hér í Reykjavík.Helena segir nú, í stuttu samtali við blaðamann, að málið hafi verið tekið fyrir í héraðsdómi síðastliðinn fimmtudag. Og málflutningurinn, eða fyrirtakan, varð ekki til að auka bjartsýni hjá þeim mæðgum. „Ég hef ekkert sérstaklega góða tilfinningu fyrir þessu. Hrokafyllri lögfræðing hef ég aldrei á ævinni heyrt né séð. Stakk mig mest þegar hún sagði að það skipti bara nákvæmlega engu máli þó sálfræðingur og leikskólastjórar segðu að drengnum liði vel hér. Þau líta ekkert til þess hvernig honum líður. En, lögin eru kannski að pirra mig. Samkvæmt þessum Haagsamningi. En þar eru ákvæði, að ef það skaðar barn að flytja það ber að taka tillit til þess. Og auðvitað skaðar það fimm ára gamalt barn að flytja það,“ segir Helena. Þær gera ráð fyrir því að dómur falli seinna í þessari viku. Þær mæðgur telja málflutninginn hafa verið afvegaleiðandi, snúist um málaflækjur og fordæmi barnaverndarnefndarinnar norsku, en þar hafi verið um að ræða forræði, deilur milli foreldra. Því er ekki til að dreifa í þessu máli. Faðirinn, sem búsettur er í Danmörku með sinni konu þar, hefur verið afskiptalaus um þetta mál og er ekkí í sambandi við barnsmóður sína. Þær vænta þess að dómur falli á fimmtudag eða föstudag í þessari viku. Þær upplifa málflutninginn sem svo að hann hafi einkum snúist um málaflækjur hjá barnverndarverndinni norsku. Vitnað var til fjölda annarra mála, en þau snérust einkum um forræðisdeilur milli foreldra og eru annars eðlis. Mæðgurnar segja þetta mál snúast um fjölskyldu sem vill halda fimm ára gömlum dreng innan sinna vébanda gagnvart stofnum, sem vill fylgja reglum í blindni.Flúðu til Íslands í ofboðiElva kom til Íslands ásamt móður sinni og syni á sínum tíma; þá er þau flúðu hin norsku barnaverndaryfirvöld sem vildi senda drenginn frá þeim og í fóstur hjá norskri fjölskyldu. Þetta var í júlí á þessu ári. Vísi lék forvitni á að heyra hlið móðurinnar, nú þegar styttist í dóm. „Við þurftum að pakka niður í tösku strax og fara. Ég kom með þeim. Hef ekkert verið mikið í fjölmiðlunum með mömmu. Núna er ég með hjartað í buxunum. Þetta er í höndum dómarans, líf okkar allra, ekki bara Eyjólfs og mitt, heldur allrar fjölskyldunnar. Það eru bara nokkrir dagar þar til örlög hans ráðast,“ segir Elva.Skilja ekki af hverju Norðmenn sækja þetta svo fastHún er sammála móður sinni um að málsmeðferðin hafi verið sérkennileg. Einkum situr í þeim þetta sem íslenskur lögmaður norsku barnaverndarnefndarinnar sagði að það skipti engu máli hvernig honum líður. „Ef það skiptir ekki máli, hvað skiptir þá eiginlega máli í þessu. Þau vilja meina að við höfum rænt barninu, en það eru þau sem vildu ræna því í upphafi. Til að setja hann á stofnun,“ segir Elva Christina. Eða til vandalausra, norskrar fjölskyldu en drengurinn talar litla norsku. Mæðgunum þykir furðu sæta hversu fast norsk barnaverndaryfirvöld sækja að fá drenginn aftur til Noregs.Elva Christína segist á miklu betri stað núna en þegar hún var svipt forræði. En, í engu er litið til þess -- hún fékk í raun aldrei möguleika á að sanna sig.visir/Anton Brink„Þau gefast ekki upp. Íslenska barnaverndarnefndin hefur komið til okkar á hverjum degi, til að skoða aðstæður og skilja ekkert í því af hverju norska barnaverndin er svo áköf í að fá þennan íslenska dreng. Bara til að planta honum á eitthvað heimili.“Mikil neysla í norskri meðferðEn, einhverja ástæðu telja þau sig hafa haft fyrir því að dæma drenginn af þér á sínum tíma?„Já. Þetta var sem sagt út af því að ég var fyrir einu ári síðan á slæmum stað. Og var í neyslu. Í fyrrasumar. Þeir gáfu mér séns á að fara í meðferð. Sem ég féllst fúslega á. Ég mátti taka son minn með mér í meðferðina. Ég átti að byrja ein í einn mánuð og fá hann svo til mín. Og vera þá í meðferðinni í eitt ár. Svo fengum við nei á það, á þeim forsendum að hann talaði ekki nógu góða norsku. Svo ég fékk pláss í annarri meðferð sem ég fór í. Var þar í fimm mánuði. Átti að vera í sex en fór fyrr vegna þess að það var svo mikil neysla þar inni. Rosalega mikil. Við vorum þarna 37 eða 38. Og það var meiri neysla þar inn en nokkru sinni utan. Þegar mamma kom í heimsókn skyldi hún ekkert hvers vegna ég var þarna inni,“ segir Elva Christna. Þetta hljómar vissulega torkennilega í eyru þeirra sem þekkja íslenskt meðferðarstarf, hvar annað eins og þetta myndi aldrei líðast. Meira að segja rakspírar eru læstir sérstaklega niðri. En er í samræmi við frásögn móður hennar, sem heimsótti Elvu Christinu í meðferðina um áramót, og þá var þar áramótapartí með „tilheyrandi“ drykkjarföngum.Tóku passann af barninuElva Christina segist hafa sagt sig frá þeirri meðferð einnig vegna þess að sonur hennar var hjá móður hennar meðan hún var í meðferðinni. Og hún hafði frétt að norsk barnaverndaryfirvöld vildu fá drenginn til sín. „Ég ætlaði að reyna að komast til Íslands, og fara í meðferð hér. Þau sögðu það ekki góða hugmynd. Og það er um svipað leyti sem þau fara til mömmu og taka passann hans. Og neita okkur um að fara úr landi. Þegar þetta er lá ekki fyrir neinn úrskurður um hvað yrði. Ég var að standa mig vel og vildi fá frið. Loksins, eftir fimm mánuði edrú. Var komin með vitglóru í hausinn. En þarna vissi ég ekki að það væri ólöglegt. Aldrei vitað að einhver geti komið og tekið passann af barninu.“Elva Christina svipt forræðiEftir þetta beið Elva Christina þess sem verða vildi. Hún bjó með móður sinni og syni í Noregi. En í apríl fór svo mál hennar fyrir fylkisnefnd og þar var hún svipt forræði. „Það var á þeim forsendum að ég hafði verið hjá sálfræðingi, fór í viðtöl einu sinni í viku. Sálfræðingurinn sagði fylkisnefndinni að ég væri með haldin kvíða og þunglynd, en málið er að eftir neyslu og svona mál þarf það ekki að koma á óvart. Ég er núna hjá sálfræðingi og þau gerðu mat á mér, sem kom þannig út að ég má heita eðlileg.“ Mæðgurnar telja hin norsku barnaverndaryfirvöld ósveigjanleg og ekki taka tillit í neinu til aðstæðna. Nú óttast þær það versta. Þær eru ekki vongóðar um að dómur verði þeim hagstæður. Og dómurinn er ekkert grín. „Ef sú verður niðurstaðan verður hann tekinn frá mér í 14 ár.“Fékk aldrei möguleika á að sanna sigElva Christina segir þetta skjóta skökku við. Því henni hefur gengið afar vel að takast á við alkóhólisma sinn. „Og sálfræðingurinn hefur ekkert út á mig að setja. Hún vill meina að ég sé hæf. Þegar þau tóku forræðið af mér, í apríl/maí, vissu þau að ég var á leið í aðra meðferð, kvennameðferð í Osló, en það skipti þau engu máli. Ég fékk engan séns á að sanna mig. Ég var komin á miklu betri stað en samt taka þau forræðið af mér.“ Hún lýsir því, eins og reyndar kom fram í viðtalinu við Helenu á sínum tíma, að inni í myndinni hafi verið að systir Elvu tæki drenginn að sér og fengi í sína umsjá.Ef drengurinn verður dæmdur frá fjölskyldunni þýðir það 14 ár og mun Elva Christína aðeins fá að sjá tvisvar á ári undir eftirliti.visir/anton„Hún er yndisleg og hefur enga neyslusögu eða hefur glímt við andlega sjúkdóma. Þau lofuðu öllu fögru í þeim efnum, að það yrði athugað af fullri alvöru, og því var ég róleg þá. En, svo var það nei á þeim forsendum að drengurinn væri of nálægt fjölskyldunni. Ég er auðvitað alkóhólisti, en þau vilja meina að þetta sé smitandi. En í dag er ég að vinna og er á leiðinni í Grettistak í nóvember; skóli fyrir þá sem eru að ná sér. Og barnaverndarnefnd heimsækir okkur á hverjum degi en við höfðum samband við þau um leið og við komum til Íslands.“Drengurinn unir hag sínum velÞær mæður telja skrýtið hversu lítils stuðnings þær hafa notið frá íslenskum yfirvöldum, en þær leituðu til innanríkisráðuneytisins. Eina sem innanríkisráðuneytið gerði var að finna harðsnúinn lögmann, fyrir hina norsku barnaverndaryfirvöld. En, þær undanskilja hina íslensk barnaverndarnefnd. „Hún hefur hjálpað okkur mjög frá því við komum. Ég bý núna með mömmu og Eyjólfi. Hann er í leikskóla. Sálfræðingur hefur gert mat á honum, hann er glaður lítill strákur og leikskólinn gaf mjög jákvæða umsögn; hann er öruggur með sig, fyndinn og skemmtilegur. Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann af mér.“ Elva reynir ekkert að mála yfir það að hún sé alkóhólisti og hafi gert eitt og annað í lífinu sem hún sér eftir. „En ég veit alveg hvar ég er núna og 14 ára dómur fyrir tvítuga móður er svo rangt. Ég er að standa í lappirnar, loksins, eftir eitt ár. Allt er að ganga svo vel og skelfilegt að horfa uppá þennan möguleika. Þetta er lífstíðardómur. Hann á ekki eftir að muna eftir mér að þeim tíma liðinum. Ef hann verður tekinn fæ ég að sjá hann tvisvar sinnum á ári, undir eftirliti. Ég fæ ekki að breiða yfir hann á kvöldin, lesa fyrir hann og sjá hann sofna. Að hugsa til þess að hann verði tekin er óbærileg tilhugsun. Og ómannúðlegt. Hann er svo ánægður þessi litli strákur,“ segir hin unga móðir.Eins og að henda drengnum ósyndum í djúpu lauginaElva Christina vonast til þess að íslenska þjóðin átti sig á því, nú þegar hún segir sögu sína, hvernig norska barnaverndarnefndin vinnur. Hún sé ákaflega einstrengingsleg og ferköntuð í hugsun. Fari eftir reglum í málum sem eru ekki ferköntuð í laginu. Og þessar reglur geta verið mótsagnakenndar, þannig er einkennilegt að henni hafi verið synjað um að hafa drenginn með sér í meðferð á sínum tíma, á þeim forsendum að hann kynni ekki norsku, en þau sjái hins vegar ekkert að því að senda hann á norskt fósturheimili. Norska barnaverndarnefndin er umdeild. Mál Elvu Christinar er ekki það eina sem hafa má til marks um óbilgirnina. „Það eru nú sjö mál á leiðinni fyrir mannréttindadómsstólinn í Evrópu vegna norsku barnaverndarnefndarinnar, því þau eru að fremja svo mörg mannréttindabrot,“ segir Elva Christína. Og bendir á að hún hafi bara núna í vikunni verið að lesa sér til mikillar hrellingar að einum dreng sem var komið fyrir á barnaverndarheimili hafi verið nauðgað. Elva Cristina segir hátt hlutfall þeirra barna sem fara í fóstur lendi í neyslu, eru lamin og svo framvegis. „Ég get ekki horft uppá það að þau taki strákinn minn og setji hann inn í þessar aðstæður. Að þetta gæti gerst fyrir mitt barn. Ég veit að ég hef gert ranga hluti í gegnum tíðina, en það er fortíðin, ég veit að ég er að gera rétt núna. Tilhugsun um að hann verði sendur til ókunnra, til annars lands, er óbærileg. Hann talar litla norsku. Þetta er eins og að henda honum í djúpu laugina og hann kann ekki að synda.“
Tengdar fréttir Ömmunni neitað um sálfræðimat á drengnum Heldur dauðahaldi í veika von um að fá að halda drengnum innan fjölskyldunnar. 11. ágúst 2016 20:18 Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Ömmunni neitað um sálfræðimat á drengnum Heldur dauðahaldi í veika von um að fá að halda drengnum innan fjölskyldunnar. 11. ágúst 2016 20:18
Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24