Innlent

Sigmundur Davíð áfram í oddvitasætinu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi. vísir/anton
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, verður áfram oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Þar er einnig greint frá því að tal um að Sigmundur Davíð og hugsanlega Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, myndu kljúfa flokkinn eigi ekki við rök að styðjast.

Sigmundur Davíð beið lægri hlut fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra í formannskosningum flokksins um liðna helgi. Ólga hefur verið innan flokksins en Sigurður Ingi fullyrðir að nú, eftir kosningarnar, taki öldur að lægja. Hafist verði handa strax við að sameina flokkinn.

Haft var eftir Sveini Hirti Guðfinnssyni, formanni Framsóknarfélagsins í Reykjavík, í Fréttablaðinu í dag að svindlað hafi verið í formannskosningu flokksins, að því er hann fullyrti. Sagði hann fjölda fólks hafa sagt sig úr flokknum og að erfitt verið að ná honum saman í eina heild aftur.  


Tengdar fréttir

Hvetja Sigmund Davíð til að halda áfram

Þingmenn Framsóknarflokks hvetja Sigmund Davíð Gunnlaugsson til að halda áfram að leiða flokkinn í Norðausturkjördæmi þrátt fyrir niðurstöðuna í formannskjörinu í gær. Sigmundur hefur enn ekki óskað Sigurði Inga Jóhannssyni til hamingju með kjörið.

Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar

Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni.

Ósigur Sigmundar

Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×