Hringdi þrisvar í Neyðarlínuna: „Guð minn góður. Þeir hafa rænt þeim“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. október 2016 09:00 Mennirnir þrír ásamt verjendum sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. vísir/gva Karlmaður á þrítugsaldri er sagður hafa í þrígang óskað eftir lögregluaðstoð vegna gruns um alvarlega líkamsárás við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík í júlí 2014. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa ráðist á par, karl og konu á fimmtugs- og sextugsaldri, fyrir utan verslunarmiðstöðina og svipt þau frelsi sínu. „Í samtali við Neyðarlínuna óskarðu eftir aðstoð lögreglu að Grímsbæ. Þú hringir í þrígang og þá segist lögregla vera farin af staðnum og að enginn hafi verið þar. Þá segir þú: „Guð minn góður. Þeir hafa rænt þeim,“ sagði saksóknari þegar maðurinn bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn sagðist fyrir dómi ekkert muna eftir kvöldinu, enda hafi hann verið í mikilli neyslu á þessum tíma. Þá gat hann ekkert sagt til um atburði kvöldsins, né skýrt símtöl sín við Neyðarlínuna. Saksóknari gerði tilraun til þess að rifja upp kvöldið fyrir manninum með því að lesa upp úr lögregluskýrslum en án árangurs. Sjá einnig: Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Mennirnir þrír sem grunaðir eru um árásina neita allir sök. Tveir þeirra hafa hlotið þunga dóma; Alvar Óskarsson og Jónas Árni Lúðvíksson, fyrir aðild að umfangsmestu fíkniefnamálum sem upp hafa komið hér á landi. Þremenningarnir eru sakaðir um að hafa veist að parinu með því að kýla það í andlit og líkama, hert að hálsi konunnar og þvingað parið upp í bíl. Konunni hafi hins vegar tekist að flýja út um glugga bílsins á meðan manninum var ekið í Garðabæ þar sem mennirnir eiga að hafa svipt hann frelsi sínu og ráðist á hann. Konan í málinu sagði í vitnaleiðslum að ekkert að ofangreindu hefði átt sér stað. Sjálf hafi hún verið í mikilli fíkniefnaneyslu á þessum tíma og að hún hafi verið reið, pirruð og vímuð þegar hún hafi borið mennina þessum sökum. Gagnrýndu ríkissaksóknara Mennirnir þrír sögðu málið hafa haft slæmar og erfiðar afleiðingar í för með sér. Jónas og Alvar voru báðir á reynslulausn en þeim var gert að afplána eftirstöðvar dómsins eftir handtökuna í júlí, eða alls 20 mánuði. „Þetta setti allt úr skorðum og örugglega hjá öllum sem komu að þessu máli. Ég er með börn og var með barn á leiðinni. Maður hefur tapað miklu. Maður var bara tekinn úr umferð,“ sagði Alvar Óskarsson, aðspurður hvaða áhrif málið hefði haft á líf hans. „Í dag er ég að reyna að bæta upp það sem hefur tapast, koma mér aftur á flot. Ég er að vinna með félögum mínum í dag að því að byggja upp fyrirtæki,“ sagði hann jafnframt. Jónas Árni tók í svipaðan streng en báðir gagnrýndu þeir hve lengi mál þeirra hefur verið í vinnslu hjá ríkissaksóknara. „Ég átti lítið eftir af reynslulausninni. Var kominn með góða vinnu sem fór út um þúfur þegar ég þurfti að sitja í 20 mánuði bæði á Litla-Hrauni og Sogni. Þetta hafði mjög slæm áhrif. Ég reyndi ítrekað að fá málinu flýtt, með engum árangri. Ég þurfti að klára dóminn minn, þennan gamla dóm sem ég var með á bakinu, mér var synjað um dagleyfi og opið úrræði alveg þar til í blálokin vegna þess að þetta mál var í kerfinu.“ Þriðji maðurinn sagðist hafa farið í meðferð árið 2014 og að hann bindi vonir við að komast fljótt á bataveg. Tengdar fréttir Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02 Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. 3. október 2016 15:45 Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri er sagður hafa í þrígang óskað eftir lögregluaðstoð vegna gruns um alvarlega líkamsárás við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík í júlí 2014. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa ráðist á par, karl og konu á fimmtugs- og sextugsaldri, fyrir utan verslunarmiðstöðina og svipt þau frelsi sínu. „Í samtali við Neyðarlínuna óskarðu eftir aðstoð lögreglu að Grímsbæ. Þú hringir í þrígang og þá segist lögregla vera farin af staðnum og að enginn hafi verið þar. Þá segir þú: „Guð minn góður. Þeir hafa rænt þeim,“ sagði saksóknari þegar maðurinn bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn sagðist fyrir dómi ekkert muna eftir kvöldinu, enda hafi hann verið í mikilli neyslu á þessum tíma. Þá gat hann ekkert sagt til um atburði kvöldsins, né skýrt símtöl sín við Neyðarlínuna. Saksóknari gerði tilraun til þess að rifja upp kvöldið fyrir manninum með því að lesa upp úr lögregluskýrslum en án árangurs. Sjá einnig: Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Mennirnir þrír sem grunaðir eru um árásina neita allir sök. Tveir þeirra hafa hlotið þunga dóma; Alvar Óskarsson og Jónas Árni Lúðvíksson, fyrir aðild að umfangsmestu fíkniefnamálum sem upp hafa komið hér á landi. Þremenningarnir eru sakaðir um að hafa veist að parinu með því að kýla það í andlit og líkama, hert að hálsi konunnar og þvingað parið upp í bíl. Konunni hafi hins vegar tekist að flýja út um glugga bílsins á meðan manninum var ekið í Garðabæ þar sem mennirnir eiga að hafa svipt hann frelsi sínu og ráðist á hann. Konan í málinu sagði í vitnaleiðslum að ekkert að ofangreindu hefði átt sér stað. Sjálf hafi hún verið í mikilli fíkniefnaneyslu á þessum tíma og að hún hafi verið reið, pirruð og vímuð þegar hún hafi borið mennina þessum sökum. Gagnrýndu ríkissaksóknara Mennirnir þrír sögðu málið hafa haft slæmar og erfiðar afleiðingar í för með sér. Jónas og Alvar voru báðir á reynslulausn en þeim var gert að afplána eftirstöðvar dómsins eftir handtökuna í júlí, eða alls 20 mánuði. „Þetta setti allt úr skorðum og örugglega hjá öllum sem komu að þessu máli. Ég er með börn og var með barn á leiðinni. Maður hefur tapað miklu. Maður var bara tekinn úr umferð,“ sagði Alvar Óskarsson, aðspurður hvaða áhrif málið hefði haft á líf hans. „Í dag er ég að reyna að bæta upp það sem hefur tapast, koma mér aftur á flot. Ég er að vinna með félögum mínum í dag að því að byggja upp fyrirtæki,“ sagði hann jafnframt. Jónas Árni tók í svipaðan streng en báðir gagnrýndu þeir hve lengi mál þeirra hefur verið í vinnslu hjá ríkissaksóknara. „Ég átti lítið eftir af reynslulausninni. Var kominn með góða vinnu sem fór út um þúfur þegar ég þurfti að sitja í 20 mánuði bæði á Litla-Hrauni og Sogni. Þetta hafði mjög slæm áhrif. Ég reyndi ítrekað að fá málinu flýtt, með engum árangri. Ég þurfti að klára dóminn minn, þennan gamla dóm sem ég var með á bakinu, mér var synjað um dagleyfi og opið úrræði alveg þar til í blálokin vegna þess að þetta mál var í kerfinu.“ Þriðji maðurinn sagðist hafa farið í meðferð árið 2014 og að hann bindi vonir við að komast fljótt á bataveg.
Tengdar fréttir Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02 Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. 3. október 2016 15:45 Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02
Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. 3. október 2016 15:45
Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00