Innlent

Ferðast ekki á kostnað borgara

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir vísir/valli
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, segir að hún hafi ekki þegið nein boð um ferðir á vegum borgarinnar og gagnrýnir upphæðina sem borgin þurfti að reiða fram fyrir náms- og kynnisferð skóla- og frístundaráðs til Alberta í Kanada í fyrra.

Sveinbjörg var ekki á ferðalangalista borgarfulltrúa sem birtur var í Fréttablaðinu í síðustu viku þar sem heildarferðakostnaður Reykjavíkurborgar var birtur fyrir árið 2015.

„Ég hef skilning á að borgarstjóri hafi embættisskyldur erlendis en það er fullt sem þarf að vinna í borginni. Ég hef lýst því yfir að verk mín eiga að vera í Reykjavík. Að vera að senda heilu deildirnar í vikuferð til Kanada á kostnað annarra, það er ekki minn tebolli,“ segir hún.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×