Innlent

Byggt upp á Framnesvegi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. Vísir/Stefán
Nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar að Framnesvegi 40, 42 og 44 hefur verið auglýst. Í skipulaginu er gert ráð fyrir niðurrifi húsanna sem fyrir eru á lóðunum og að byggð verði ný hús í staðinn með níu íbúðum.

Á vef Reykjavíkurborgar segir að nýbyggingarnar eigi að vera í samræmi við byggð á Framnesvegi.

Húsin tvö sem verða byggð á lóðunum eiga hvort um sig hafa sjálfstætt útlit, til dæmis hvað varðar gluggasetningu og litaval. Ásýnd og efnisval skal vera máluð steinsteypa í samræmi við aðliggjandi byggð. Tekið er fram í skilmálum að ekki verði veitt leyfi fyrir gistihúsastarfsemi eða skammtímaleigu í nýju húsunum. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×