Hreiðar Már og Guðný neita sök í nýju Kaupþingsmáli Þorgeir Helgason skrifar 4. október 2016 07:00 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Vísir/GVA Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, neituðu bæði sök þegar mál héraðssaksóknara gegn þeim var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hreiðar og Guðný eru ákærð fyrir umboðs- og innherjasvik. Í ákærunni kemur fram að Hreiðar hafi, í krafti stöðu sinnar innan bankans, látið Kaupþing veita einkahlutafélagi sínu, Hreiðari Má Sigurðssyni ehf., tæplega 575 milljóna króna eingreiðslulán án þess að fyrir lægi samþykki stjórnar eða fullnægjandi trygging. Þann 6. ágúst 2008 nýtti Hreiðar kauprétt sinn og keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir 246 milljónir króna. Seinna sama dag seldi hann einkahlutafélagi sínu sömu bréf fyrir 572 milljónir króna, sem hann fjármagnaði með láninu. Hreiðar færði mismuninn, 324 milljónir, tveimur vikum seinna inn á eigin bankareikning. Félag Hreiðars var tekið til gjaldþrotaskipta 13. apríl 2011. Upp í kröfu bankans vegna lánsins fengust um það bil 1,5 milljónir króna. Hreiðari er gefið að sök í ákærunni að hafa á þessum tíma búið yfir innherjaupplýsingum um að skráð markaðsverð hlutabréfa í Kaupþingi hafi gefið ranga mynd af verðmæti þeirra vegna stórfelldrar markaðsmisnotkunar með hlutabréf í bankanum frá nóvember árið 2007 sem Hreiðar tók sjálfur þátt í. Guðný Arna er ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars. Hún er sökuð um að hafa veitt liðsinni í verki við að koma þeim fram, einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn um uppgjör og frágang vegna verðbréfaviðskipta og fyrir lánveitingar til félags Hreiðars. Hún hafi vitað eða ekki getað dulist að tryggingar fyrir lánveitingu væru ófullnægjandi og að lánveitingin til einkahlutafélagsins væri óheimil og til þess fallin að valda bankanum verulegri fjártjónshættu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hreiðar Már á að hafa stefnt fé Kaupþings í hættu þegar einkahlutafélagið hans fékk kúlulán upp á hálfan milljarð Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé banakns í verulega hættu í ákæru héraðssaksóknara vegna umboðs-og innherjasvika. 27. september 2016 14:21 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, neituðu bæði sök þegar mál héraðssaksóknara gegn þeim var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hreiðar og Guðný eru ákærð fyrir umboðs- og innherjasvik. Í ákærunni kemur fram að Hreiðar hafi, í krafti stöðu sinnar innan bankans, látið Kaupþing veita einkahlutafélagi sínu, Hreiðari Má Sigurðssyni ehf., tæplega 575 milljóna króna eingreiðslulán án þess að fyrir lægi samþykki stjórnar eða fullnægjandi trygging. Þann 6. ágúst 2008 nýtti Hreiðar kauprétt sinn og keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir 246 milljónir króna. Seinna sama dag seldi hann einkahlutafélagi sínu sömu bréf fyrir 572 milljónir króna, sem hann fjármagnaði með láninu. Hreiðar færði mismuninn, 324 milljónir, tveimur vikum seinna inn á eigin bankareikning. Félag Hreiðars var tekið til gjaldþrotaskipta 13. apríl 2011. Upp í kröfu bankans vegna lánsins fengust um það bil 1,5 milljónir króna. Hreiðari er gefið að sök í ákærunni að hafa á þessum tíma búið yfir innherjaupplýsingum um að skráð markaðsverð hlutabréfa í Kaupþingi hafi gefið ranga mynd af verðmæti þeirra vegna stórfelldrar markaðsmisnotkunar með hlutabréf í bankanum frá nóvember árið 2007 sem Hreiðar tók sjálfur þátt í. Guðný Arna er ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars. Hún er sökuð um að hafa veitt liðsinni í verki við að koma þeim fram, einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn um uppgjör og frágang vegna verðbréfaviðskipta og fyrir lánveitingar til félags Hreiðars. Hún hafi vitað eða ekki getað dulist að tryggingar fyrir lánveitingu væru ófullnægjandi og að lánveitingin til einkahlutafélagsins væri óheimil og til þess fallin að valda bankanum verulegri fjártjónshættu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hreiðar Már á að hafa stefnt fé Kaupþings í hættu þegar einkahlutafélagið hans fékk kúlulán upp á hálfan milljarð Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé banakns í verulega hættu í ákæru héraðssaksóknara vegna umboðs-og innherjasvika. 27. september 2016 14:21 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Hreiðar Már á að hafa stefnt fé Kaupþings í hættu þegar einkahlutafélagið hans fékk kúlulán upp á hálfan milljarð Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé banakns í verulega hættu í ákæru héraðssaksóknara vegna umboðs-og innherjasvika. 27. september 2016 14:21