Alfreð: Fæ töluvert færri færi en í fyrra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2016 19:39 Alfreð skoraði mark Íslands í 1-1 jafnteflinu við Úkraínu í fyrsta leik íslenska liðsins í undankeppni HM 2018. vísir/epa Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. Kolbeinn Sigþórsson er frá vegna meiðsla og þá er óvíst með þátttöku fleiri leikmanna. Aðrir leikmenn, sem hafa verið í smærri hlutverkum, gæti því þurft að taka aukna ábyrgð í leikjunum tveimur sem framundan eru. „Það er rétt. Þetta var magnað í síðustu undankeppni og á EM, hvað meiðsli og leikbönn varðar. Við gátum alltaf spilað á sama liðinu,“ sagði Alfreð í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu landsliðsins í Egilshöll í kvöld. „Núna reynir á breiddina og ég held að það sé gott inni á milli, að sjá hvernig staðan á liðinu er. Kannski gefur þetta liðinu fleiri möguleika í framtíðinni. Þetta er eitthvað sem þjálfararnir þurfa að útfæra og það verður forvitnilegt að sjá hvernig það gengur,“ bætti framherjinn við. Hann segir að það sé eitt að spila vináttulandsleiki og annað að byrja alvöru keppnisleiki þar sem allt er undir. „Æfingaleikir og keppnisleikir eru ekki alveg það sama. Það vilja allir spila mikilvægu leikina. Við fáum örugglega svör við ýmsum spurningum þegar leikmenn fá eldskírn í alvöru leikjum,“ sagði Alfreð sem leikur með Augsburg í Þýskalandi. Liðið hefur farið þokkalega af stað í vetur og er með sjö stig eftir fyrstu sex umferðirnar í þýsku deildinni. En er Alfreð ánægður með byrjunina? „Já, að mörgu leyti. Ég væri alveg til í að vera kominn með 10 mörk og fullt hús stiga. Við erum með nýjan þjálfara og nýjan leikstíl sem er svolítið öðruvísi frá því í fyrra. Það hefur tekið tíma fyrir mig og liðið að komast í takt við það,“ sagði Alfreð sem er kominn með eitt mark á tímabilinu. „Við erum á pari. Persónulega er ég að vinna meira fyrir liðið og fæ töluvert færri færi en í fyrra. Svo lengi sem ég spila hef ég ekki teljandi áhyggjur af því. Ef ég held áfram að taka hlaupin og spila fleiri mínútur koma mörkin.“ Alfreð og félagar mættu Werder Bremen, sem Aron Jóhannsson leikur með, á dögunum. Sá síðarnefndi kom Bremen yfir með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Áður en Aron steig á punktinn gekk Alfreð til markvarðar Augsburg, Marwin Hitz, og hvíslaði einhverju að honum. „Ég sagði við hann að ég vissi ekkert hvert hann myndi skjóta,“ sagði Alfreð um þessa sálfræðibrellu sína. „Ég ætlaði aðeins að rugla í hausnum á Aroni. Ég veit það sjálfur þegar þú ert að taka víti og einhver gerir svona ferðu að efast. Ég var ekki með neinar innherjaupplýsingar en markvörðurinn hlustaði allavega ekki á mig. Þetta voru ekki góð fyrirmæli,“ sagði Alfreð að endingu. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03 Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15 900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. Kolbeinn Sigþórsson er frá vegna meiðsla og þá er óvíst með þátttöku fleiri leikmanna. Aðrir leikmenn, sem hafa verið í smærri hlutverkum, gæti því þurft að taka aukna ábyrgð í leikjunum tveimur sem framundan eru. „Það er rétt. Þetta var magnað í síðustu undankeppni og á EM, hvað meiðsli og leikbönn varðar. Við gátum alltaf spilað á sama liðinu,“ sagði Alfreð í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu landsliðsins í Egilshöll í kvöld. „Núna reynir á breiddina og ég held að það sé gott inni á milli, að sjá hvernig staðan á liðinu er. Kannski gefur þetta liðinu fleiri möguleika í framtíðinni. Þetta er eitthvað sem þjálfararnir þurfa að útfæra og það verður forvitnilegt að sjá hvernig það gengur,“ bætti framherjinn við. Hann segir að það sé eitt að spila vináttulandsleiki og annað að byrja alvöru keppnisleiki þar sem allt er undir. „Æfingaleikir og keppnisleikir eru ekki alveg það sama. Það vilja allir spila mikilvægu leikina. Við fáum örugglega svör við ýmsum spurningum þegar leikmenn fá eldskírn í alvöru leikjum,“ sagði Alfreð sem leikur með Augsburg í Þýskalandi. Liðið hefur farið þokkalega af stað í vetur og er með sjö stig eftir fyrstu sex umferðirnar í þýsku deildinni. En er Alfreð ánægður með byrjunina? „Já, að mörgu leyti. Ég væri alveg til í að vera kominn með 10 mörk og fullt hús stiga. Við erum með nýjan þjálfara og nýjan leikstíl sem er svolítið öðruvísi frá því í fyrra. Það hefur tekið tíma fyrir mig og liðið að komast í takt við það,“ sagði Alfreð sem er kominn með eitt mark á tímabilinu. „Við erum á pari. Persónulega er ég að vinna meira fyrir liðið og fæ töluvert færri færi en í fyrra. Svo lengi sem ég spila hef ég ekki teljandi áhyggjur af því. Ef ég held áfram að taka hlaupin og spila fleiri mínútur koma mörkin.“ Alfreð og félagar mættu Werder Bremen, sem Aron Jóhannsson leikur með, á dögunum. Sá síðarnefndi kom Bremen yfir með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Áður en Aron steig á punktinn gekk Alfreð til markvarðar Augsburg, Marwin Hitz, og hvíslaði einhverju að honum. „Ég sagði við hann að ég vissi ekkert hvert hann myndi skjóta,“ sagði Alfreð um þessa sálfræðibrellu sína. „Ég ætlaði aðeins að rugla í hausnum á Aroni. Ég veit það sjálfur þegar þú ert að taka víti og einhver gerir svona ferðu að efast. Ég var ekki með neinar innherjaupplýsingar en markvörðurinn hlustaði allavega ekki á mig. Þetta voru ekki góð fyrirmæli,“ sagði Alfreð að endingu.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03 Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15 900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03
Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15
900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34