Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Þingmenn Framsóknarflokks hvetja Sigmund Davíð Gunnlaugsson til að halda áfram að leiða flokkinn í Norðausturkjördæmi þrátt fyrir niðurstöðuna í formannskjörinu í gær. Rætt verður við þingmenn Framsóknar í kvöldfréttum Stöðvar 2 en Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, hefur ekki enn rætt við Sigmund Davíð.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við Magnús Tuma Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, um jarðskjálftahrinuna í Kötlu en hún var sú öflugasta í áratugi.

Þá verður rætt við Hilmar Gauta Bjarnason. Hilmir féll ásamt bróður sínum í Reykdalsstíflu við Lækinn í Hafnarfirði í apríl á síðasta ári og bjargaðist þar giftusamlega. Í síðustu viku varð Hilmir fyrir því óláni að ekið var á hann þar sem hann gekk yfir gangbraut í Hafnarfirði.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×