Túlkun Vigdísar á Litlu gulu hænunni vekur furðu Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2016 10:32 Líkingarmál Vigdísar hefur vakið furðu en hún segir að ekki gefist vel að skreyta sig stolnum fjöðurum og því miður lifi Litla gula hænan góðu lífi enn þann dag í dag. Helstu stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannsslag í Framsóknarflokknum á flokksþingi í gær, eiga erfitt með að leyna gremju sinni og vonbrigðum. Enda lögðu þeir talsvert mikið undir í aðdraganda kosninga með hástemmdum lýsingum á því hversu mikill yfirburðamaður Sigmundur er. Úr þeim ranni hafa þó ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, vakið mestu athyglina. Og þá einkum líkingarmál hennar. Vigdís segir: „Framsóknarmenn gerðu risastór mistök í dag á flokksþinginu Það hefur aldrei reynst vel að skreyta sig með stolnum fjöðrum Litla gula hænan lifir góðu lífi - því miður“.Vinstra pakkið er Litla gula hænan Afrit af þessum ummælum Vigdísar flugu um Facebook í gærkvöldi og fáir fá botn í þetta líkingarmál; helst er á Vigdísi að skilja að aðalpersónan í Litlu gulu hænunni, dæmisaga sem notuð hefur verið við lestrarkennslu í barnaskóla til margra ára, sé skúrkurinn í sögunni. Sem skreytir sig stolnum fjöðrum. Bókmenntafræðingar hafa lengi talið boðskap sögunnar þann að fólk (Litla gula hænan) eigi að njóta afraksturs vinnu sinnar en ekki þeir sem ekkert leggja af mörkum og teljast þannig afætur. En, vinir Vigdísar á Facebook virðast hins vegar vita hvað hún meinar. Þannig segir Helgi Bjarnason í athugasemd: „Vinstra pakkið, a.k.a. litla gula hænan hefur allt of lengi fengið að verpa lýðskrums eggjum sínum í hreiður sannleikans, Sigmundur D. er afburðarmaður, hann hefur tamið og beislað erlenda kröfuhafa til hlýðni og verið hvatamaður að innspýtingu fjármagns frá skattaskjólum og hefur núllstillt skuldastöðu ríkissjóðs!!“Ráðist á þann einstakling sem helst barðist fyrir þjóðina Vigdís vitnar í ummæli annars stuðningsmanns Sigmundar Davíðs, sem leynir ekki vonbrigðum sínum. Nefnilega Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur borgarfulltrúa en hún og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna í borginni, hafa verið áberandi í hópi stuðningsmanna Sigmundar: „Mikið rosalega er dapurt að sjá hvernig fólkið sem virðist lifa fyrir það eitt að skíta aðra út til að reyna upphefja sig sjálft ræðst á þann einstakling sem barðist fyrir þjóðina gegn Icesave, kom skuldaleiðréttingunni í gegn fyrir heimilin í landinu og tók slaginn við kröfuhafa föllnu bankanna og hafði þannig betur gegn fjármálaöflunum. Barátta hans, kjarkur og þor skilaði nokkur hundruð milljörðum í ríkiskassann og því er nú hægt að bæta kjör fólksins í landinu og m.a. byggja nýjan spítala. Kjör fólksins í landinu verða nefnilega ekki bætt með umræðustjórunum á feisbúkk.“ Tengdar fréttir Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Helstu stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannsslag í Framsóknarflokknum á flokksþingi í gær, eiga erfitt með að leyna gremju sinni og vonbrigðum. Enda lögðu þeir talsvert mikið undir í aðdraganda kosninga með hástemmdum lýsingum á því hversu mikill yfirburðamaður Sigmundur er. Úr þeim ranni hafa þó ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, vakið mestu athyglina. Og þá einkum líkingarmál hennar. Vigdís segir: „Framsóknarmenn gerðu risastór mistök í dag á flokksþinginu Það hefur aldrei reynst vel að skreyta sig með stolnum fjöðrum Litla gula hænan lifir góðu lífi - því miður“.Vinstra pakkið er Litla gula hænan Afrit af þessum ummælum Vigdísar flugu um Facebook í gærkvöldi og fáir fá botn í þetta líkingarmál; helst er á Vigdísi að skilja að aðalpersónan í Litlu gulu hænunni, dæmisaga sem notuð hefur verið við lestrarkennslu í barnaskóla til margra ára, sé skúrkurinn í sögunni. Sem skreytir sig stolnum fjöðrum. Bókmenntafræðingar hafa lengi talið boðskap sögunnar þann að fólk (Litla gula hænan) eigi að njóta afraksturs vinnu sinnar en ekki þeir sem ekkert leggja af mörkum og teljast þannig afætur. En, vinir Vigdísar á Facebook virðast hins vegar vita hvað hún meinar. Þannig segir Helgi Bjarnason í athugasemd: „Vinstra pakkið, a.k.a. litla gula hænan hefur allt of lengi fengið að verpa lýðskrums eggjum sínum í hreiður sannleikans, Sigmundur D. er afburðarmaður, hann hefur tamið og beislað erlenda kröfuhafa til hlýðni og verið hvatamaður að innspýtingu fjármagns frá skattaskjólum og hefur núllstillt skuldastöðu ríkissjóðs!!“Ráðist á þann einstakling sem helst barðist fyrir þjóðina Vigdís vitnar í ummæli annars stuðningsmanns Sigmundar Davíðs, sem leynir ekki vonbrigðum sínum. Nefnilega Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur borgarfulltrúa en hún og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna í borginni, hafa verið áberandi í hópi stuðningsmanna Sigmundar: „Mikið rosalega er dapurt að sjá hvernig fólkið sem virðist lifa fyrir það eitt að skíta aðra út til að reyna upphefja sig sjálft ræðst á þann einstakling sem barðist fyrir þjóðina gegn Icesave, kom skuldaleiðréttingunni í gegn fyrir heimilin í landinu og tók slaginn við kröfuhafa föllnu bankanna og hafði þannig betur gegn fjármálaöflunum. Barátta hans, kjarkur og þor skilaði nokkur hundruð milljörðum í ríkiskassann og því er nú hægt að bæta kjör fólksins í landinu og m.a. byggja nýjan spítala. Kjör fólksins í landinu verða nefnilega ekki bætt með umræðustjórunum á feisbúkk.“
Tengdar fréttir Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00