Mamma Hilmis segir soninn hafa níu líf Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. október 2016 06:00 Hilmir Gauti var hinn hressasti þegar ljósmyndari Fréttablaðsins leit við hjá honum í gær. Vísir/Anton Brink „Hann er með níu líf og gúmmíbein. Hann slapp ótrúlega vel en fékk sár og mar,“ segir Hafdís Jónsdóttir, móðir Hilmis Gauta Bjarnasonar sem ekið var á þegar hann gekk yfir gangbraut með hjólið sitt. Ökumaðurinn blindaðist af sólinni og sá hann ekki fara yfir götuna. „Ég skil ekki úr hverju þessi drengur er búinn til, þetta er orðið hálf ótrúlegt,“ segir hún en hjólið er gjörónýtt eftir slysið. Hilmir féll í hyl við Reykdalsstíflu fyrir ári en bjargaðist með undraverðum hætti. Hann varð að hálfgerðri þjóðareign um nokkurra daga skeið eftir að hann vaknaði og lék sér á göngum Landspítalans. Mikið björgunarafrek var unnið þegar hann og bróðir hans náðust upp úr hylnum. Hilmir var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir byrjaði hjarta hans að slá á nýjan leik. Þremur dögum síðar vaknaði hann og bað um iPad-inn sinn. Síðan hefur lífið leikið við hann. „Ökumaðurinn blindaðist af sólinni og hreinlega sá hann ekki. Hann tók ekki eftir honum fyrr en Hilmir fór í bílinn. Hann var sem betur fer ekki á mikilli ferð. Þetta var nú ekki alvarlegra en svo að hann hringdi sjálfur í mig og sagðist hafa lent í slysi. Mér auðvitað krossbrá en ég er með smá reynslu,“ segir hún og getur ekki annað en brosað þó málið sé auðvitað alvarlegt.Lifði af alvarlegt slys við ReykdalsstífluSlysið átti sér stað í apríl í fyrra. Hilmir féll ofan í hyl, fyrir neðan yfirfall Reykdalsstíflu, ásamt bróður sínum en sá komst til meðvitundar á slysstað.Þegar hann var vakinn mundi hann ekki eftir atvikinu og spurði hví hann væri á spítalanum. Aðstandendur vissu að hann var í lagi þegar hann sagði „án djóks?“ eftir að hafa heyrt alla sólarsöguna. Björgunarmönnum og nemendum þriggja grunnskóla í Hafnarfirði var boðin áfallahjálp eftir slysið. Slys höfðu ekki átt sér stað áður við stífluna. Foreldrar barna í nágrenninu höfðu þó kvartað yfir frágangi við hana öðru hvoru frá árinu 1970.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 18:30 Neyðarlínan í heild sinni: „Um leið og hann sagði „án djóks“ vissum við að hann væri i lagi“ Hinn tíu ára Hilmir Gauti Bjarnason var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir gerðist hið ótrúlega að hjarta hans byrjaði að slá á nýjan leik. 12. október 2015 14:03 Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. 17. apríl 2015 17:14 Hlaut engan varanlegan skaða af slysinu "Þetta er mál sem þorri þjóðarinnar fylgdist með og þótt ótalmargar fréttir hafi verið skrifaðar um það kemur margt nýtt fram í þessum þætti," segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Hann er með níu líf og gúmmíbein. Hann slapp ótrúlega vel en fékk sár og mar,“ segir Hafdís Jónsdóttir, móðir Hilmis Gauta Bjarnasonar sem ekið var á þegar hann gekk yfir gangbraut með hjólið sitt. Ökumaðurinn blindaðist af sólinni og sá hann ekki fara yfir götuna. „Ég skil ekki úr hverju þessi drengur er búinn til, þetta er orðið hálf ótrúlegt,“ segir hún en hjólið er gjörónýtt eftir slysið. Hilmir féll í hyl við Reykdalsstíflu fyrir ári en bjargaðist með undraverðum hætti. Hann varð að hálfgerðri þjóðareign um nokkurra daga skeið eftir að hann vaknaði og lék sér á göngum Landspítalans. Mikið björgunarafrek var unnið þegar hann og bróðir hans náðust upp úr hylnum. Hilmir var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir byrjaði hjarta hans að slá á nýjan leik. Þremur dögum síðar vaknaði hann og bað um iPad-inn sinn. Síðan hefur lífið leikið við hann. „Ökumaðurinn blindaðist af sólinni og hreinlega sá hann ekki. Hann tók ekki eftir honum fyrr en Hilmir fór í bílinn. Hann var sem betur fer ekki á mikilli ferð. Þetta var nú ekki alvarlegra en svo að hann hringdi sjálfur í mig og sagðist hafa lent í slysi. Mér auðvitað krossbrá en ég er með smá reynslu,“ segir hún og getur ekki annað en brosað þó málið sé auðvitað alvarlegt.Lifði af alvarlegt slys við ReykdalsstífluSlysið átti sér stað í apríl í fyrra. Hilmir féll ofan í hyl, fyrir neðan yfirfall Reykdalsstíflu, ásamt bróður sínum en sá komst til meðvitundar á slysstað.Þegar hann var vakinn mundi hann ekki eftir atvikinu og spurði hví hann væri á spítalanum. Aðstandendur vissu að hann var í lagi þegar hann sagði „án djóks?“ eftir að hafa heyrt alla sólarsöguna. Björgunarmönnum og nemendum þriggja grunnskóla í Hafnarfirði var boðin áfallahjálp eftir slysið. Slys höfðu ekki átt sér stað áður við stífluna. Foreldrar barna í nágrenninu höfðu þó kvartað yfir frágangi við hana öðru hvoru frá árinu 1970.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 18:30 Neyðarlínan í heild sinni: „Um leið og hann sagði „án djóks“ vissum við að hann væri i lagi“ Hinn tíu ára Hilmir Gauti Bjarnason var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir gerðist hið ótrúlega að hjarta hans byrjaði að slá á nýjan leik. 12. október 2015 14:03 Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. 17. apríl 2015 17:14 Hlaut engan varanlegan skaða af slysinu "Þetta er mál sem þorri þjóðarinnar fylgdist með og þótt ótalmargar fréttir hafi verið skrifaðar um það kemur margt nýtt fram í þessum þætti," segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 18:30
Neyðarlínan í heild sinni: „Um leið og hann sagði „án djóks“ vissum við að hann væri i lagi“ Hinn tíu ára Hilmir Gauti Bjarnason var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir gerðist hið ótrúlega að hjarta hans byrjaði að slá á nýjan leik. 12. október 2015 14:03
Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. 17. apríl 2015 17:14
Hlaut engan varanlegan skaða af slysinu "Þetta er mál sem þorri þjóðarinnar fylgdist með og þótt ótalmargar fréttir hafi verið skrifaðar um það kemur margt nýtt fram í þessum þætti," segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. 9. október 2015 14:30