Vilja kynnast innflytjendum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. október 2016 06:45 Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi vill auka traust innflytjenda á lögreglunni og skapa samtalsvettvang fyrir lögreglumenn og innflytjendur. vísir/ernir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill kynnast innflytjendum betur. Hafið er verkefni innan embættisins þar sem innflytjendur og lögreglumenn embættisins hittast og ræða saman. Í sumar fékk embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu einnar milljónar króna styrk frá þróunarsjóði innflytjendamála til að vinna verkefnið: Lögregla í fjölbreyttu samfélagi. Verkefnið gengur út á það að skapa vettvang þar sem lögreglumenn og innflytjendur, utan Evrópu, eiga samtal með því markmiði að skapa þekkingu, traust og efla menningarlæsi lögreglumanna. Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur sem sér um hatursglæpi og minnihlutatengsl hjá embættinu, stýrir verkefninu. Hún segist vonast til þess að með verkefninu verði til samráðsvettvangur lögreglu og innflytjenda til frambúðar. „Væntingar til verkefnisins eru helst að einhvers konar „afurð“ eins og handbók eða tillögur fyrir lögreglumenn verði til, skrifaðar af hópnum. Einnig að þátttakendur fái jákvæða mynd af lögreglunni og upplifi fagleika lögreglumanna og á hinn bóginn að lögreglumenn upplifi öryggi í starfi sínu gagnvart fjölbreytni samfélagsins. Það er von okkar að þessi jákvæða reynsla skili sér víðar t.d. til annarra lögreglumanna og innflytjenda sem tóku ekki sjálfir þátt í verkefninu. Og að grundvöllur skapist, til að mynda eins konar samráðsvettvangur lögreglu og innflytjenda, sem yrði til frambúðar,“ segir Eyrún. Hún segir að víða erlendis upplifi fólk að það eigi ekki gott aðgengi að lögreglu og leiti ekki til hennar. „Með þessu verkefni viljum við að allir upplifi að lögreglan á Íslandi þjónusti alla þegna samfélagsins,“ segir Eyrún og minnir á að verkefnið snúi ekki síður að því að fá lögreglumenn til að upplifa fjölbreytni samfélagsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir þátttakendum í verkefnið og meðal annars auglýst eftir þátttakendum á Facebook. Eyrún segir marga hafa sýnt áhuga á því að vera með en stefnt sé að því að rúmlega þrjátíu manns taki þátt í verkefninu. „Lögð er áhersla á að þátttakendur endurspegli fjölbreytni m.a. með tilliti til kyns og kynvitundar, aldurs, trúar og uppruna auk þess sem við horfum til skörunar þátta sem byggja upp sjálfsmynd fólks,“ segir Eyrún sem segir að enn sé verið að bæta í hópinn. Kröfurnar séu þær að viðkomandi sé innflytjandi, eigi rætur að rekja til landa utan Evrópu og sé búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Eyrún segir að þörf sé fyrir verkefnið. „Mikil einsleitni er innan lögreglunnar auk þess sem í gegnum tíðina hefur fræðsla um fjölbreytni samfélagsins verið af afar skornum skammti í grunnnámi lögreglumanna og ekki til staðar í framhaldsnámskeiðum sem hafa verið í boði. Þegar lögregla endurspeglar ekki samfélag sitt eða hefur ekki þekkingu á öllum kimum samfélagsins má ætla að hún eigi erfitt með að tengjast samfélaginu í heild sinni og skilja þarfir ólíkra hópa gagnvart þjónustuhlutverki stofnunarinnar,“ segir Eyrún sem segist vona að í nýju lögreglunámi á háskólastigi verði þessi fræðsla efld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill kynnast innflytjendum betur. Hafið er verkefni innan embættisins þar sem innflytjendur og lögreglumenn embættisins hittast og ræða saman. Í sumar fékk embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu einnar milljónar króna styrk frá þróunarsjóði innflytjendamála til að vinna verkefnið: Lögregla í fjölbreyttu samfélagi. Verkefnið gengur út á það að skapa vettvang þar sem lögreglumenn og innflytjendur, utan Evrópu, eiga samtal með því markmiði að skapa þekkingu, traust og efla menningarlæsi lögreglumanna. Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur sem sér um hatursglæpi og minnihlutatengsl hjá embættinu, stýrir verkefninu. Hún segist vonast til þess að með verkefninu verði til samráðsvettvangur lögreglu og innflytjenda til frambúðar. „Væntingar til verkefnisins eru helst að einhvers konar „afurð“ eins og handbók eða tillögur fyrir lögreglumenn verði til, skrifaðar af hópnum. Einnig að þátttakendur fái jákvæða mynd af lögreglunni og upplifi fagleika lögreglumanna og á hinn bóginn að lögreglumenn upplifi öryggi í starfi sínu gagnvart fjölbreytni samfélagsins. Það er von okkar að þessi jákvæða reynsla skili sér víðar t.d. til annarra lögreglumanna og innflytjenda sem tóku ekki sjálfir þátt í verkefninu. Og að grundvöllur skapist, til að mynda eins konar samráðsvettvangur lögreglu og innflytjenda, sem yrði til frambúðar,“ segir Eyrún. Hún segir að víða erlendis upplifi fólk að það eigi ekki gott aðgengi að lögreglu og leiti ekki til hennar. „Með þessu verkefni viljum við að allir upplifi að lögreglan á Íslandi þjónusti alla þegna samfélagsins,“ segir Eyrún og minnir á að verkefnið snúi ekki síður að því að fá lögreglumenn til að upplifa fjölbreytni samfélagsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir þátttakendum í verkefnið og meðal annars auglýst eftir þátttakendum á Facebook. Eyrún segir marga hafa sýnt áhuga á því að vera með en stefnt sé að því að rúmlega þrjátíu manns taki þátt í verkefninu. „Lögð er áhersla á að þátttakendur endurspegli fjölbreytni m.a. með tilliti til kyns og kynvitundar, aldurs, trúar og uppruna auk þess sem við horfum til skörunar þátta sem byggja upp sjálfsmynd fólks,“ segir Eyrún sem segir að enn sé verið að bæta í hópinn. Kröfurnar séu þær að viðkomandi sé innflytjandi, eigi rætur að rekja til landa utan Evrópu og sé búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Eyrún segir að þörf sé fyrir verkefnið. „Mikil einsleitni er innan lögreglunnar auk þess sem í gegnum tíðina hefur fræðsla um fjölbreytni samfélagsins verið af afar skornum skammti í grunnnámi lögreglumanna og ekki til staðar í framhaldsnámskeiðum sem hafa verið í boði. Þegar lögregla endurspeglar ekki samfélag sitt eða hefur ekki þekkingu á öllum kimum samfélagsins má ætla að hún eigi erfitt með að tengjast samfélaginu í heild sinni og skilja þarfir ólíkra hópa gagnvart þjónustuhlutverki stofnunarinnar,“ segir Eyrún sem segist vona að í nýju lögreglunámi á háskólastigi verði þessi fræðsla efld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira