Meirihlutinn á móti lækkun gjaldskrár OR Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. október 2016 07:00 Áslaug vill að skoðað verði hvort lækka megi gjöld á notendur. vísir/stefán Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Orkuveitan rýni í orkugjöld og skoði hvort unnt sé að lækka þau. Áslaug hafði áður lagt fram tillöguna í nóvember síðastliðnum. „Ég legg hana fram um leið og ég sé að það er gert ráð fyrir að arður sé greiddur út úr Orkuveitunni í fimm ára áætlun. Þegar ég sé það þá finnst mér svolítið skrýtið að eigendurnir vilji ekki tala um það hvert þeir vilja fara með þetta,“ segir Áslaug.Áslaug Friðriksdóttirmynd/kristinn magnússonHún bendir á að gjöld á notendur hafi verið hækkuð samkvæmt Planinu svokallaða sem var sett á laggirnar til að bæta stöðu Orkuveitunnar eftir bankahrunið. „Við vildum ekkert ýta við Planinu. En það er núna að taka enda og þá sjáum við að borgin er strax búin að gera ráð fyrir arðgreiðslum,“ segir Áslaug og vísar þar í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar. Þar er gert ráð fyrir að árið 2018 greiði Orkuveitan eiganda sínum einn milljarð króna í arð. „Ég er fyrst og fremst að leggja til að það sé skoðað hvort það sé svigrúm,“ segir hún. Meirihluti borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata felldi tillöguna á fimmtudaginn. Í bókun sem meirihlutinn lagði fram segir að arðsemi Orkuveitu Reykjavíkur sé enn ekki í samræmi við áhættu í rekstri fyrirtækisins. „Ótímabært er að taka til skoðunar gjaldskrárlækkanir fyrr en skilgreind hafa verið arðsemismarkmið fyrir starfsþætti OR og tryggt hefur verið að arðsemin samræmist markmiðum eins og gert er ráð fyrir í eigendastefnu,“ segir í bókuninni. Þá þurfi áfram að stefna að lækkun skulda og minnkun fjárhagslegrar áhættu næstu árin til að OR nái þeim fjárhagslega styrk sem gert er ráð fyrir í langtímamarkmiðum fyrirtækisins. Hvað er Planið? Planið er aðgerðaráætlun vegna fjárhagsvanda OR og var sett á laggirnar 2011. Fjárhagslegum markmiðum Plansins var náð um mitt ár 2015, einu og hálfu ári á undan áætlun. Aðgerðaráætlunin verður þó í fullu gildi út árið 2016 og þar með er lagður grunnur að traustum fjárhag til langs tíma. Lán frá eigendum og gjaldskrárbreytingar skiluðu um 40 prósentum af árangri Plansins en sparnaður í rekstri og fjárfestingum og eignasala um 60 prósentum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira
Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Orkuveitan rýni í orkugjöld og skoði hvort unnt sé að lækka þau. Áslaug hafði áður lagt fram tillöguna í nóvember síðastliðnum. „Ég legg hana fram um leið og ég sé að það er gert ráð fyrir að arður sé greiddur út úr Orkuveitunni í fimm ára áætlun. Þegar ég sé það þá finnst mér svolítið skrýtið að eigendurnir vilji ekki tala um það hvert þeir vilja fara með þetta,“ segir Áslaug.Áslaug Friðriksdóttirmynd/kristinn magnússonHún bendir á að gjöld á notendur hafi verið hækkuð samkvæmt Planinu svokallaða sem var sett á laggirnar til að bæta stöðu Orkuveitunnar eftir bankahrunið. „Við vildum ekkert ýta við Planinu. En það er núna að taka enda og þá sjáum við að borgin er strax búin að gera ráð fyrir arðgreiðslum,“ segir Áslaug og vísar þar í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar. Þar er gert ráð fyrir að árið 2018 greiði Orkuveitan eiganda sínum einn milljarð króna í arð. „Ég er fyrst og fremst að leggja til að það sé skoðað hvort það sé svigrúm,“ segir hún. Meirihluti borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata felldi tillöguna á fimmtudaginn. Í bókun sem meirihlutinn lagði fram segir að arðsemi Orkuveitu Reykjavíkur sé enn ekki í samræmi við áhættu í rekstri fyrirtækisins. „Ótímabært er að taka til skoðunar gjaldskrárlækkanir fyrr en skilgreind hafa verið arðsemismarkmið fyrir starfsþætti OR og tryggt hefur verið að arðsemin samræmist markmiðum eins og gert er ráð fyrir í eigendastefnu,“ segir í bókuninni. Þá þurfi áfram að stefna að lækkun skulda og minnkun fjárhagslegrar áhættu næstu árin til að OR nái þeim fjárhagslega styrk sem gert er ráð fyrir í langtímamarkmiðum fyrirtækisins. Hvað er Planið? Planið er aðgerðaráætlun vegna fjárhagsvanda OR og var sett á laggirnar 2011. Fjárhagslegum markmiðum Plansins var náð um mitt ár 2015, einu og hálfu ári á undan áætlun. Aðgerðaráætlunin verður þó í fullu gildi út árið 2016 og þar með er lagður grunnur að traustum fjárhag til langs tíma. Lán frá eigendum og gjaldskrárbreytingar skiluðu um 40 prósentum af árangri Plansins en sparnaður í rekstri og fjárfestingum og eignasala um 60 prósentum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira