Sigmundur Davíð gekk út af flokksþinginu á meðan Sigurður Ingi var enn í pontu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2016 20:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf flokksþing Framsóknarflokksins í dag eftir að hann tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjörinu. Hann stóð upp og yfirgaf þingið á meðan Sigurður Ingi var enn í ræðustól og bað flokksmenn í salnum um að standa upp og takast í hendur. Ljóst var að Sigmundur Davíð var í töluverðu uppnámi yfir úrslitunum en fjölmiðlamenn eltu hann út úr aðalsal Háskólabíós og inntu hann eftir fyrstu viðbrögðum við niðurstöðu kjörsins. Sigmundur Davíð sagðist svekktur yfir úrslitunum og kvaðst ekki hafa búist við þessari niðurstöðu. Þá sagðist hann vonast til þess að flokkurinn yrði sameinaður en bætti við að hann hefði lýst því að það væri hlutverk formanns að vinna að slíku. Hann vildi síðan ekki segja af eða á varðandi það hvort hann hyggst sitja áfram í oddvitasæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Rætt var við Sigurð Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hann sagðist ekki kvíða því að vinna með öllum Framsóknarmönnum, burt séð frá því hvern fólk hafði stutt í formannskjörinu. Þá sagðist hann að sjálfsögðu munu reyna að virkja krafta Sigmundar Davíðs innan flokksins. „Eins og ég sagði í ræðu minni þá var Sigmundur svo sannarlega réttur maður á réttum tíma á réttum stað með hugmyndir sem að við höfum síðan verið að vinna úr á liðnum árum og við munum að sjálfsögðu nýta hans krafta sem og allra annarra í flokknum,“ sagði Sigurður Ingi.Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar Sigmundur Davíð yfirgaf flokksþingið í dag og frétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Gunnar Bragi segir að stjórnmálin yrðu litlausari án Sigmundar Davíðs Svarar því ekki hvort hann standi við bakið á nýkjörnum formanni. 2. október 2016 19:23 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf flokksþing Framsóknarflokksins í dag eftir að hann tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjörinu. Hann stóð upp og yfirgaf þingið á meðan Sigurður Ingi var enn í ræðustól og bað flokksmenn í salnum um að standa upp og takast í hendur. Ljóst var að Sigmundur Davíð var í töluverðu uppnámi yfir úrslitunum en fjölmiðlamenn eltu hann út úr aðalsal Háskólabíós og inntu hann eftir fyrstu viðbrögðum við niðurstöðu kjörsins. Sigmundur Davíð sagðist svekktur yfir úrslitunum og kvaðst ekki hafa búist við þessari niðurstöðu. Þá sagðist hann vonast til þess að flokkurinn yrði sameinaður en bætti við að hann hefði lýst því að það væri hlutverk formanns að vinna að slíku. Hann vildi síðan ekki segja af eða á varðandi það hvort hann hyggst sitja áfram í oddvitasæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Rætt var við Sigurð Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hann sagðist ekki kvíða því að vinna með öllum Framsóknarmönnum, burt séð frá því hvern fólk hafði stutt í formannskjörinu. Þá sagðist hann að sjálfsögðu munu reyna að virkja krafta Sigmundar Davíðs innan flokksins. „Eins og ég sagði í ræðu minni þá var Sigmundur svo sannarlega réttur maður á réttum tíma á réttum stað með hugmyndir sem að við höfum síðan verið að vinna úr á liðnum árum og við munum að sjálfsögðu nýta hans krafta sem og allra annarra í flokknum,“ sagði Sigurður Ingi.Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar Sigmundur Davíð yfirgaf flokksþingið í dag og frétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Gunnar Bragi segir að stjórnmálin yrðu litlausari án Sigmundar Davíðs Svarar því ekki hvort hann standi við bakið á nýkjörnum formanni. 2. október 2016 19:23 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07
Gunnar Bragi segir að stjórnmálin yrðu litlausari án Sigmundar Davíðs Svarar því ekki hvort hann standi við bakið á nýkjörnum formanni. 2. október 2016 19:23
Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26