Erlent

Tugir látnir eftir átök lögreglu og mótmælenda í Eþíópíu

Atli Ísleifsson skrifar
Mótmæli hafa verið tíð í Eþíópíu síðustu mánuði. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mótmæli hafa verið tíð í Eþíópíu síðustu mánuði. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Tugir manna eru látnir og fjöldi slasaðir eftir að eþíópískar öryggissveitir skutu á hóps fólks sem stóð fyrir mótmælum á trúarhátíð í Oromia-héraði fyrr í dag.

Sjónarvottar segja einhverja hafa troðist undir þegar mótmælendur flúðu í kjölfar þess að lögregla skaut á þá.

Þúsundir manna hafa komið saman á trúarhátíðinni í borginni Bishoftu, um 40 kílómetrum frá höfuðborginni Addis Ababa.

Í grein BBC segir að fréttir hafi borist af því að öryggissveitir hafi skotið á mótmælendur eftir að mótmælendur köstuðu steinum og flöskum að lögreglu. Aðrir segja að mótmælendur hafi verið friðsamlegir.

Í yfirlýsingu frá eþíópískum stjórnvöldum segir að einhverjir hafi týnt lífi og að þeir sem ábyrgð bera myndu þurfa að svara til saka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×