Bandaríkin með gott forskot fyrir lokadag Ryder-bikarsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. október 2016 23:30 Rory hefur verið öflugur en liðsfélagar hans hafa ekki náð sér á strik. Vísir/Getty Bandaríska liðið er með þriggja stiga forskot fyrir lokadag Ryder-bikarsins í golfi eftir góðan lokasprett á öðrum degi. Bandaríska liðið byrjaði helgina af krafti og vann allar fjórar viðureignirnar í fjórmenningi á dögunum en keppt var í fjórbolta í dag. Evrópsku kylfingarnir byrjuðu betur og náðu að minnka muninn niður í eitt stig eftir fyrri átján holur vallarins. Rory McIlroy og Thomas Pieters jöfnuðu metin fyrir Evrópu í fyrsta holli á seinni hring dagsins en bandaríska liðið tók seinustu þrjá leikina og náði góðu forskoti á ný fyrir lokahringinn. Alls eru tólf stig eftir í pottinum fyrir lokadaginn en bandaríska liðið þarf fimm stig til viðbótar til þess að tryggja sér Ryder-bikarinn á heimavelli. Útsending frá lokadegi Ryder-bikarsins hefst klukkan 16:00 og er í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun. Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríska liðið er með þriggja stiga forskot fyrir lokadag Ryder-bikarsins í golfi eftir góðan lokasprett á öðrum degi. Bandaríska liðið byrjaði helgina af krafti og vann allar fjórar viðureignirnar í fjórmenningi á dögunum en keppt var í fjórbolta í dag. Evrópsku kylfingarnir byrjuðu betur og náðu að minnka muninn niður í eitt stig eftir fyrri átján holur vallarins. Rory McIlroy og Thomas Pieters jöfnuðu metin fyrir Evrópu í fyrsta holli á seinni hring dagsins en bandaríska liðið tók seinustu þrjá leikina og náði góðu forskoti á ný fyrir lokahringinn. Alls eru tólf stig eftir í pottinum fyrir lokadaginn en bandaríska liðið þarf fimm stig til viðbótar til þess að tryggja sér Ryder-bikarinn á heimavelli. Útsending frá lokadegi Ryder-bikarsins hefst klukkan 16:00 og er í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira