Árni Páll segir Davíð hafa blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2016 23:16 Davíð Oddssson og Árni Páll Árnason árið 2008. Vísir/Stefán Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Davíð Oddsson hafa „blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi“ þegar hann kom fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis til að ræða neyðarlögin að kvöldi 6. október 2008. Árni Páll segir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni í tilefni af fréttum kvöldsins um vitnisburð Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra í Seðlabankanum, sem hann gaf í yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara árið 2012 og greint er frá nú. Árni Páll var þingmaður á þeim tíma sem neyðarlögin voru sett og Davíð seðlabankastjóri. „Allir í herberginu – mikill fjöldi gesta og fullsetið meðal nefndarmanna – voru slegnir yfir atburðum dagsins. Aðeins einn maður virtist algerlega laus við að skilja þá vá sem að steðjaði og dóseraði með fullkomlega óviðeigandi bröndurum um eigið ágæti og feril: „Þetta er nú í fyrsta sinn sem ég mæti á fund í þingnefnd, hafandi verið þingmaður og ráðherra í 14 ár, hahahaha!“ og kór fylgdarsveina og flokksbræðra hló hinum taugaveiklaða meðvirknishlátri sem alltaf fylgdi bröndurum Davíðs á gullaldarárum hans,“ rifjar Árni Páll upp. „Svo kom að umfjöllun um efnisatriði málsins. Þá óð á súðum hjá seðlabankastjóranum og við fengum að heyra hversu gríðarlega traust veð hann hefði tekið fyrir láninu til Kaupþings fyrr um daginn „ekki bara í einhverjum bréfum heldur er allur bankinn að veði, allur bankinn, sko!“ Nú getur vel verið að Davíð hafi alltaf vitað að þessir fjármunir myndu tapast. Og kannski upplýsti hann Geir H. Haarde um það – við höfum í sjálfu sér bara orð Sturlu Pálssonar fyrir því á þessu stigi, eins og ég skil fréttir kvöldsins. En Davíð leyndi þá alla vega Alþingi þeirri vitneskju og blekkti þing og þjóð þegar mest á reyndi,“ segir Árni Páll.Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var Árni Páll sagður hafa átt sæti í ríkisstjórn á þeim tíma sem neyðarlögin voru sett. Það er ekki rétt. Tengdar fréttir Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Davíð Oddsson hafa „blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi“ þegar hann kom fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis til að ræða neyðarlögin að kvöldi 6. október 2008. Árni Páll segir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni í tilefni af fréttum kvöldsins um vitnisburð Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra í Seðlabankanum, sem hann gaf í yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara árið 2012 og greint er frá nú. Árni Páll var þingmaður á þeim tíma sem neyðarlögin voru sett og Davíð seðlabankastjóri. „Allir í herberginu – mikill fjöldi gesta og fullsetið meðal nefndarmanna – voru slegnir yfir atburðum dagsins. Aðeins einn maður virtist algerlega laus við að skilja þá vá sem að steðjaði og dóseraði með fullkomlega óviðeigandi bröndurum um eigið ágæti og feril: „Þetta er nú í fyrsta sinn sem ég mæti á fund í þingnefnd, hafandi verið þingmaður og ráðherra í 14 ár, hahahaha!“ og kór fylgdarsveina og flokksbræðra hló hinum taugaveiklaða meðvirknishlátri sem alltaf fylgdi bröndurum Davíðs á gullaldarárum hans,“ rifjar Árni Páll upp. „Svo kom að umfjöllun um efnisatriði málsins. Þá óð á súðum hjá seðlabankastjóranum og við fengum að heyra hversu gríðarlega traust veð hann hefði tekið fyrir láninu til Kaupþings fyrr um daginn „ekki bara í einhverjum bréfum heldur er allur bankinn að veði, allur bankinn, sko!“ Nú getur vel verið að Davíð hafi alltaf vitað að þessir fjármunir myndu tapast. Og kannski upplýsti hann Geir H. Haarde um það – við höfum í sjálfu sér bara orð Sturlu Pálssonar fyrir því á þessu stigi, eins og ég skil fréttir kvöldsins. En Davíð leyndi þá alla vega Alþingi þeirri vitneskju og blekkti þing og þjóð þegar mest á reyndi,“ segir Árni Páll.Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var Árni Páll sagður hafa átt sæti í ríkisstjórn á þeim tíma sem neyðarlögin voru sett. Það er ekki rétt.
Tengdar fréttir Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32
Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30
Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04