Fótbolti

Bestu markverðir heims að mati The Telegraph

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Manuel Neuer, markvörður Bayern München og þýska landsliðsins, er besti markvörður heims að mati The Telegraph.

Í dag birti The Telegraph lista yfir 20 bestu markverði heims á vefsíðu sinni.

Neuer er af flestum talinn besti markvörður heims og því eru sérfræðingar The Telegraph sammála.

David De Gea, markvörður Manchester United og spænska landsliðsins, er í 2. sæti og ítalski reynsluboltinn Gianluigi Buffon í því þriðja.

Landi Buffons, Mattia Perrin, markvörður Genoa, er nokkuð óvænt í 4. sæti og Petr Cech, markvörður Arsenal, í því fimmta.

Igor Akinfeev getur ekki haldið hreinu í Meistaradeild Evrópu en er samt fjórtándi besti markvörður heims að mati The Telegraph.vísir/getty
Ýmislegt vekur athygli á listanum, m.a. að Kevin Trapp, sem er búinn að missa sæti sitt hjá Paris Saint-Germain, er í 9. sæti.

Þá kemst Slóveninn Jan Oblak hjá Atlético Madrid bara í 18. sætið, þrátt fyrir að halda hreinu í flestum leikjum sem hann spilar.

Flestir af markvörðunum 20 spila í ensku úrvalsdeildinni, eða sex talsins.

Tuttugu bestu markverðir heims að mati The Telegraph:

1. Manuel Neuer

2. David De Gea

3. Gianluigi Buffon

4. Mattia Perrin

5. Petr Cech

6. Hugo Lloris

7. Claudio Bravo

8. Thibaut Courtois

9. Kevin Trapp

10. Keylor Navas

11. Bernd Leno

12. Joe Hart

13. Fernando Muslera

14. Igor Akinfeev

15. Samir Handanovic

16. Stéphane Ruffier

17. Marc-André ter Stegen

18. Jan Oblak

19. Jack Butland

20. Carlos Kameni


Tengdar fréttir

Lloris: Jafntefli er fín úrslit

Markvörður Tottenham, Hugo Lloris, var hæstánægður með markalausa jafnteflið gegn Bayer Leverkusen í Þýskalandi í kvöld.

Guardiola vildi fá Ter Stegen í sumar

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist hafa haft áhuga á Marc-André ter Stegen, markverði Barcelona, í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×