Deildu-dómurinn: Segir héraðsdóm hafa tekið undir „tilgangsleysi og skaðsemi“ lögbannsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2016 10:20 Lokað var á síðurnar Deildu.net og Piratebay árið 2014. Vísir „Dómurinn tekur undir sjónarmið Símafélagsins um að tæknileg útfærsla lögbannsins, með svokallaðri DNS-lokun, geti aukið kostnað notenda, minnkað gæði netþjónustunnar og sé í eðli sínu hálf tilgangslaus ráðstöfun,“ segir Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Símafélagsins um staðfestingu Héraðsdóms Reykjavíkur á lögbanni á fjarskiptafélögin Símafélagið og Hringiðuna við því að veita netaðgengi að vefsvæðunum Deildu.net og Pirate Bay. Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði sambærilegt lögbann á stærstu netþjónustufyrirtæki landsins í október 2014. Símafélagið og Hringiðan fylgdu því fordæmi ekki. Brjánn segir að Héraðsdómur hafi komist að mótsagnarkenndri niðurstöðu í málinu. Þá hafi dómurinn tekið undir meginsjónarmið Símafélagsins um tilgangsleysi og skaðsemi lögbannsins.Sjá einnig: Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest„Dómurinn gengur síðan enn lengra í sínu eigin mati og segir að DNS-lokun sé skammtímalausn sem sé ósamrýmanleg þróun öryggismála á netinu og fari gegn heildarbyggingu þess. Þrátt fyrir þetta mat kemst dómurinn að þeirri mótsagnakenndu niðurstöðu að lögbannið sé ekki tilgangslaust með öllu og að DNS-lokun sé minnst íþyngjandi útfærslan á lögbanninu fyrir fjarskiptafyrirtæki og viðskiptavini þeirra af þeim aðferðum sem koma til greina," segir Brjánn.“ DNS stendur fyrir Domain Name System. Með tilkomu þess breyttist fyrst og fremst viðmót gagnvart nöfnum vefsetra þannig að nú má skrifa nafn vefseturs, í stað IP-tölu vefsetursins. DNS-þjónn sér um að tengja nafnið við rétta IP-tölu. Með lögbanninu er netþjónustufyrirtækjum skipað að að vísa notendum sem ætla sér að komast inn á umræddar vefsíður inn á rangt vefsvæði þar sem melding um lögbannið kemur upp. Sjá einnig: Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlegaBrjánn segir að mikilvægt sé að fá æðra dómstig til að fjalla um málið en kostnaður þess sé líklega of mikill fyrir Símafélagið, óvíst sé því um framhald málsins. Telur hann að STEF, sem barist hefur fyrir lögbanninnu, sé á villigötum í málinu. „Það er mjög mikilvægt að það komi fram að Símafélagið styður STEF heilshugar í baráttu sinni gegn ólöglegri dreifingu höfundarréttarvarins efnis. Við teljum STEF einfaldlega vera á villigötum. Má þar nefna tilgangsleysi aðgerðanna, ógn við öryggi internetsins ásamt þeirri ritskoðun sem lögbannið felur í sér.” Tengdar fréttir Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega Hringiða segir að útfærsla lögbannsins á Deildu og Piratebay geri netið óörugga fyrir notendur allra fjarskiptafélaga. 18. október 2016 13:53 Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest 17. október 2016 19:41 Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
„Dómurinn tekur undir sjónarmið Símafélagsins um að tæknileg útfærsla lögbannsins, með svokallaðri DNS-lokun, geti aukið kostnað notenda, minnkað gæði netþjónustunnar og sé í eðli sínu hálf tilgangslaus ráðstöfun,“ segir Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Símafélagsins um staðfestingu Héraðsdóms Reykjavíkur á lögbanni á fjarskiptafélögin Símafélagið og Hringiðuna við því að veita netaðgengi að vefsvæðunum Deildu.net og Pirate Bay. Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði sambærilegt lögbann á stærstu netþjónustufyrirtæki landsins í október 2014. Símafélagið og Hringiðan fylgdu því fordæmi ekki. Brjánn segir að Héraðsdómur hafi komist að mótsagnarkenndri niðurstöðu í málinu. Þá hafi dómurinn tekið undir meginsjónarmið Símafélagsins um tilgangsleysi og skaðsemi lögbannsins.Sjá einnig: Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest„Dómurinn gengur síðan enn lengra í sínu eigin mati og segir að DNS-lokun sé skammtímalausn sem sé ósamrýmanleg þróun öryggismála á netinu og fari gegn heildarbyggingu þess. Þrátt fyrir þetta mat kemst dómurinn að þeirri mótsagnakenndu niðurstöðu að lögbannið sé ekki tilgangslaust með öllu og að DNS-lokun sé minnst íþyngjandi útfærslan á lögbanninu fyrir fjarskiptafyrirtæki og viðskiptavini þeirra af þeim aðferðum sem koma til greina," segir Brjánn.“ DNS stendur fyrir Domain Name System. Með tilkomu þess breyttist fyrst og fremst viðmót gagnvart nöfnum vefsetra þannig að nú má skrifa nafn vefseturs, í stað IP-tölu vefsetursins. DNS-þjónn sér um að tengja nafnið við rétta IP-tölu. Með lögbanninu er netþjónustufyrirtækjum skipað að að vísa notendum sem ætla sér að komast inn á umræddar vefsíður inn á rangt vefsvæði þar sem melding um lögbannið kemur upp. Sjá einnig: Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlegaBrjánn segir að mikilvægt sé að fá æðra dómstig til að fjalla um málið en kostnaður þess sé líklega of mikill fyrir Símafélagið, óvíst sé því um framhald málsins. Telur hann að STEF, sem barist hefur fyrir lögbanninnu, sé á villigötum í málinu. „Það er mjög mikilvægt að það komi fram að Símafélagið styður STEF heilshugar í baráttu sinni gegn ólöglegri dreifingu höfundarréttarvarins efnis. Við teljum STEF einfaldlega vera á villigötum. Má þar nefna tilgangsleysi aðgerðanna, ógn við öryggi internetsins ásamt þeirri ritskoðun sem lögbannið felur í sér.”
Tengdar fréttir Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega Hringiða segir að útfærsla lögbannsins á Deildu og Piratebay geri netið óörugga fyrir notendur allra fjarskiptafélaga. 18. október 2016 13:53 Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest 17. október 2016 19:41 Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega Hringiða segir að útfærsla lögbannsins á Deildu og Piratebay geri netið óörugga fyrir notendur allra fjarskiptafélaga. 18. október 2016 13:53
Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00