Deildu-dómurinn: Segir héraðsdóm hafa tekið undir „tilgangsleysi og skaðsemi“ lögbannsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2016 10:20 Lokað var á síðurnar Deildu.net og Piratebay árið 2014. Vísir „Dómurinn tekur undir sjónarmið Símafélagsins um að tæknileg útfærsla lögbannsins, með svokallaðri DNS-lokun, geti aukið kostnað notenda, minnkað gæði netþjónustunnar og sé í eðli sínu hálf tilgangslaus ráðstöfun,“ segir Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Símafélagsins um staðfestingu Héraðsdóms Reykjavíkur á lögbanni á fjarskiptafélögin Símafélagið og Hringiðuna við því að veita netaðgengi að vefsvæðunum Deildu.net og Pirate Bay. Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði sambærilegt lögbann á stærstu netþjónustufyrirtæki landsins í október 2014. Símafélagið og Hringiðan fylgdu því fordæmi ekki. Brjánn segir að Héraðsdómur hafi komist að mótsagnarkenndri niðurstöðu í málinu. Þá hafi dómurinn tekið undir meginsjónarmið Símafélagsins um tilgangsleysi og skaðsemi lögbannsins.Sjá einnig: Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest„Dómurinn gengur síðan enn lengra í sínu eigin mati og segir að DNS-lokun sé skammtímalausn sem sé ósamrýmanleg þróun öryggismála á netinu og fari gegn heildarbyggingu þess. Þrátt fyrir þetta mat kemst dómurinn að þeirri mótsagnakenndu niðurstöðu að lögbannið sé ekki tilgangslaust með öllu og að DNS-lokun sé minnst íþyngjandi útfærslan á lögbanninu fyrir fjarskiptafyrirtæki og viðskiptavini þeirra af þeim aðferðum sem koma til greina," segir Brjánn.“ DNS stendur fyrir Domain Name System. Með tilkomu þess breyttist fyrst og fremst viðmót gagnvart nöfnum vefsetra þannig að nú má skrifa nafn vefseturs, í stað IP-tölu vefsetursins. DNS-þjónn sér um að tengja nafnið við rétta IP-tölu. Með lögbanninu er netþjónustufyrirtækjum skipað að að vísa notendum sem ætla sér að komast inn á umræddar vefsíður inn á rangt vefsvæði þar sem melding um lögbannið kemur upp. Sjá einnig: Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlegaBrjánn segir að mikilvægt sé að fá æðra dómstig til að fjalla um málið en kostnaður þess sé líklega of mikill fyrir Símafélagið, óvíst sé því um framhald málsins. Telur hann að STEF, sem barist hefur fyrir lögbanninnu, sé á villigötum í málinu. „Það er mjög mikilvægt að það komi fram að Símafélagið styður STEF heilshugar í baráttu sinni gegn ólöglegri dreifingu höfundarréttarvarins efnis. Við teljum STEF einfaldlega vera á villigötum. Má þar nefna tilgangsleysi aðgerðanna, ógn við öryggi internetsins ásamt þeirri ritskoðun sem lögbannið felur í sér.” Tengdar fréttir Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega Hringiða segir að útfærsla lögbannsins á Deildu og Piratebay geri netið óörugga fyrir notendur allra fjarskiptafélaga. 18. október 2016 13:53 Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest 17. október 2016 19:41 Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Dómurinn tekur undir sjónarmið Símafélagsins um að tæknileg útfærsla lögbannsins, með svokallaðri DNS-lokun, geti aukið kostnað notenda, minnkað gæði netþjónustunnar og sé í eðli sínu hálf tilgangslaus ráðstöfun,“ segir Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Símafélagsins um staðfestingu Héraðsdóms Reykjavíkur á lögbanni á fjarskiptafélögin Símafélagið og Hringiðuna við því að veita netaðgengi að vefsvæðunum Deildu.net og Pirate Bay. Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði sambærilegt lögbann á stærstu netþjónustufyrirtæki landsins í október 2014. Símafélagið og Hringiðan fylgdu því fordæmi ekki. Brjánn segir að Héraðsdómur hafi komist að mótsagnarkenndri niðurstöðu í málinu. Þá hafi dómurinn tekið undir meginsjónarmið Símafélagsins um tilgangsleysi og skaðsemi lögbannsins.Sjá einnig: Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest„Dómurinn gengur síðan enn lengra í sínu eigin mati og segir að DNS-lokun sé skammtímalausn sem sé ósamrýmanleg þróun öryggismála á netinu og fari gegn heildarbyggingu þess. Þrátt fyrir þetta mat kemst dómurinn að þeirri mótsagnakenndu niðurstöðu að lögbannið sé ekki tilgangslaust með öllu og að DNS-lokun sé minnst íþyngjandi útfærslan á lögbanninu fyrir fjarskiptafyrirtæki og viðskiptavini þeirra af þeim aðferðum sem koma til greina," segir Brjánn.“ DNS stendur fyrir Domain Name System. Með tilkomu þess breyttist fyrst og fremst viðmót gagnvart nöfnum vefsetra þannig að nú má skrifa nafn vefseturs, í stað IP-tölu vefsetursins. DNS-þjónn sér um að tengja nafnið við rétta IP-tölu. Með lögbanninu er netþjónustufyrirtækjum skipað að að vísa notendum sem ætla sér að komast inn á umræddar vefsíður inn á rangt vefsvæði þar sem melding um lögbannið kemur upp. Sjá einnig: Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlegaBrjánn segir að mikilvægt sé að fá æðra dómstig til að fjalla um málið en kostnaður þess sé líklega of mikill fyrir Símafélagið, óvíst sé því um framhald málsins. Telur hann að STEF, sem barist hefur fyrir lögbanninnu, sé á villigötum í málinu. „Það er mjög mikilvægt að það komi fram að Símafélagið styður STEF heilshugar í baráttu sinni gegn ólöglegri dreifingu höfundarréttarvarins efnis. Við teljum STEF einfaldlega vera á villigötum. Má þar nefna tilgangsleysi aðgerðanna, ógn við öryggi internetsins ásamt þeirri ritskoðun sem lögbannið felur í sér.”
Tengdar fréttir Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega Hringiða segir að útfærsla lögbannsins á Deildu og Piratebay geri netið óörugga fyrir notendur allra fjarskiptafélaga. 18. október 2016 13:53 Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest 17. október 2016 19:41 Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega Hringiða segir að útfærsla lögbannsins á Deildu og Piratebay geri netið óörugga fyrir notendur allra fjarskiptafélaga. 18. október 2016 13:53
Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00