Aðstoðarforritin gætu leyst snjallsímana af Sæunn Gísladóttir skrifar 19. október 2016 11:00 Adam Cheyer, meðstofnandi Siri, fór yfir það hvernig gervigreind virkar á fundinum. Vísir/GVA „Aðstoðarforrit sem byggja á gervigreind, viðmót eins og Siri, gætu orðið að næsta veraldarvefnum,“ þetta segir Adam Cheyer, einn af meðstofnendum Siri og sérfræðingur í gervigreind. Hann hélt ávarp á ráðstefnu Nýherja í gær, Gervigreind – meiri bylting en netið? Á tíu ára fresti breytist það hvernig fólk á í samskiptum við tölvur. Fyrst var það Windows, svo veraldarvefurinn, svo snjallsímar. iPhone fagnar tíu ára afmæli á næsta ári og að mati Cheyers eru aðstoðarforrit sem byggja á gervigreind, sem öll helstu tæknifyrirtæki í dag eru að þróa, það sem mun taka við af snjallsímunum. Aðstoðarforrit geta nýst í aðstæðum þar sem maður getur ekki notað snjallsíma, til dæmis við uppvaskið, eða þegar maður er að keyra. Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, setti ráðstefnuna. Hann benti á að í dag værum við að upplifa framfarir í tækni á meiri hraða en áður, og að tíminn sem við lifum væri líklega einn sá allra mest spennandi sem mannkynið hefur upplifað. „Það sem þótti vísindaskáldskapur fyrir nokkrum árum er orðið að raunveruleika, Amazon til dæmis sýnir okkur vörur sem okkur langar til að kaupa, áður en við vitum að við viljum þær,“ sagði Finnur. Gríðarlegar framfarir hafa átt sér stað í gervigreind á síðustu fimm til sex árum. „Við erum í miðri gervigreindarsprengingu. Síðustu sex ár hafa verið ótrúleg fyrir gervigreind allt frá því að Siri-appið með raddstýrðu aðstoðarkerfi kom á markað árið 2010,“ segir Cheyer. „Ég hef unnið í gervigreind í þrjátíu ár og það eru framfarir sem hafa átt sér stað síðan þá sem ég átti ekki von á að myndu eiga sér stað á æviskeiði mínu,“ sagði Cheyer. Þrátt fyrir þessa miklu þróun benti Cheyer á að það séu mörg svið gervigreindar þar sem enn á eftir að leysa hvernig eigi að nýta greindina almennt. „Það er til dæmis búið að þróa gervigreind til að tölva geti unnið manneskju í GO en við kunnum ekki að láta sömu tölvuna vinna einhvern í skák í kjölfarið.“ Cheyer gerði grein fyrir þeirri átt sem gervigreind stefnir í. „Áður fyrr voru manneskjur að forrita allan kóða, en nú geta tölvur lært, til dæmis getur tölva fundið út úr því sjálf, án aðstoðar manneskju hvernig veðrið verður í Boston. Ég held að framtíðin byggi á samspili á milli fólks og gervigreindar í að forrita flókin prógrömm sem hvorugt gæti gert einn.“ Að mati Cheyers er fólk í auknum mæli að nýta sér gervigreind þar sem aðgangur að henni er auðveldari en áður. Hann benti á hvernig alls konar fyrirtæki væru nú að nýta sér gervigreind til að leysa vandamál sín. Cheyer svaraði spurningunni um það hvort við ættum að óttast gervigreind. Að mati Cheyers segir hann það vert að íhuga spurninguna og mögulega framþróun tækninnar en eins og málin standi núna sé ekki þörf á að óttast tæknina. Tengdar fréttir Mark Zuckerberg smíðar sinn eigin aðstoðarmann Stofnandi Facebook ætlar sér að hanna sinn eigin Jarvis úr Iron Man. 4. janúar 2016 13:17 Lætur gervigreind semja Íslendingasögur Helgi Páll Helgason hefur látið gervigreindarbúnað smíða Íslendingasögur með ágætum árangri. Fikrar sig nú í átt að handritum fyrir Hollywood-myndir og lagasmíðum. Gervigreindin náði stílbrigðum fornsagnanna ágætlega. 10. nóvember 2015 07:00 Google tekur slaginn við Apple og Samsung Nýr sími fyrirtækisins keyrir á gervigreind sem tengist gagnagrunni Google. 4. október 2016 18:36 Kínverjar ætla að skora á gervigreind Google Vilja að gervigreind þeirra keppi við AlphaGo í forna borðspilinu Go. 31. mars 2016 11:58 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
„Aðstoðarforrit sem byggja á gervigreind, viðmót eins og Siri, gætu orðið að næsta veraldarvefnum,“ þetta segir Adam Cheyer, einn af meðstofnendum Siri og sérfræðingur í gervigreind. Hann hélt ávarp á ráðstefnu Nýherja í gær, Gervigreind – meiri bylting en netið? Á tíu ára fresti breytist það hvernig fólk á í samskiptum við tölvur. Fyrst var það Windows, svo veraldarvefurinn, svo snjallsímar. iPhone fagnar tíu ára afmæli á næsta ári og að mati Cheyers eru aðstoðarforrit sem byggja á gervigreind, sem öll helstu tæknifyrirtæki í dag eru að þróa, það sem mun taka við af snjallsímunum. Aðstoðarforrit geta nýst í aðstæðum þar sem maður getur ekki notað snjallsíma, til dæmis við uppvaskið, eða þegar maður er að keyra. Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, setti ráðstefnuna. Hann benti á að í dag værum við að upplifa framfarir í tækni á meiri hraða en áður, og að tíminn sem við lifum væri líklega einn sá allra mest spennandi sem mannkynið hefur upplifað. „Það sem þótti vísindaskáldskapur fyrir nokkrum árum er orðið að raunveruleika, Amazon til dæmis sýnir okkur vörur sem okkur langar til að kaupa, áður en við vitum að við viljum þær,“ sagði Finnur. Gríðarlegar framfarir hafa átt sér stað í gervigreind á síðustu fimm til sex árum. „Við erum í miðri gervigreindarsprengingu. Síðustu sex ár hafa verið ótrúleg fyrir gervigreind allt frá því að Siri-appið með raddstýrðu aðstoðarkerfi kom á markað árið 2010,“ segir Cheyer. „Ég hef unnið í gervigreind í þrjátíu ár og það eru framfarir sem hafa átt sér stað síðan þá sem ég átti ekki von á að myndu eiga sér stað á æviskeiði mínu,“ sagði Cheyer. Þrátt fyrir þessa miklu þróun benti Cheyer á að það séu mörg svið gervigreindar þar sem enn á eftir að leysa hvernig eigi að nýta greindina almennt. „Það er til dæmis búið að þróa gervigreind til að tölva geti unnið manneskju í GO en við kunnum ekki að láta sömu tölvuna vinna einhvern í skák í kjölfarið.“ Cheyer gerði grein fyrir þeirri átt sem gervigreind stefnir í. „Áður fyrr voru manneskjur að forrita allan kóða, en nú geta tölvur lært, til dæmis getur tölva fundið út úr því sjálf, án aðstoðar manneskju hvernig veðrið verður í Boston. Ég held að framtíðin byggi á samspili á milli fólks og gervigreindar í að forrita flókin prógrömm sem hvorugt gæti gert einn.“ Að mati Cheyers er fólk í auknum mæli að nýta sér gervigreind þar sem aðgangur að henni er auðveldari en áður. Hann benti á hvernig alls konar fyrirtæki væru nú að nýta sér gervigreind til að leysa vandamál sín. Cheyer svaraði spurningunni um það hvort við ættum að óttast gervigreind. Að mati Cheyers segir hann það vert að íhuga spurninguna og mögulega framþróun tækninnar en eins og málin standi núna sé ekki þörf á að óttast tæknina.
Tengdar fréttir Mark Zuckerberg smíðar sinn eigin aðstoðarmann Stofnandi Facebook ætlar sér að hanna sinn eigin Jarvis úr Iron Man. 4. janúar 2016 13:17 Lætur gervigreind semja Íslendingasögur Helgi Páll Helgason hefur látið gervigreindarbúnað smíða Íslendingasögur með ágætum árangri. Fikrar sig nú í átt að handritum fyrir Hollywood-myndir og lagasmíðum. Gervigreindin náði stílbrigðum fornsagnanna ágætlega. 10. nóvember 2015 07:00 Google tekur slaginn við Apple og Samsung Nýr sími fyrirtækisins keyrir á gervigreind sem tengist gagnagrunni Google. 4. október 2016 18:36 Kínverjar ætla að skora á gervigreind Google Vilja að gervigreind þeirra keppi við AlphaGo í forna borðspilinu Go. 31. mars 2016 11:58 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Mark Zuckerberg smíðar sinn eigin aðstoðarmann Stofnandi Facebook ætlar sér að hanna sinn eigin Jarvis úr Iron Man. 4. janúar 2016 13:17
Lætur gervigreind semja Íslendingasögur Helgi Páll Helgason hefur látið gervigreindarbúnað smíða Íslendingasögur með ágætum árangri. Fikrar sig nú í átt að handritum fyrir Hollywood-myndir og lagasmíðum. Gervigreindin náði stílbrigðum fornsagnanna ágætlega. 10. nóvember 2015 07:00
Google tekur slaginn við Apple og Samsung Nýr sími fyrirtækisins keyrir á gervigreind sem tengist gagnagrunni Google. 4. október 2016 18:36
Kínverjar ætla að skora á gervigreind Google Vilja að gervigreind þeirra keppi við AlphaGo í forna borðspilinu Go. 31. mars 2016 11:58