VG bætir verulega við fylgið og andar ofan í hálsmál Pírata Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. október 2016 00:30 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Birgitta Jónsdóttir, einn forystumanna Pírata, á spjalli. Flokkar þeirra eru langstærstu flokkarnir í stjórnarandstöðu miðað við nýja könnun fréttastofu 365. vísir/eyþór Samfylkingin mælist með helming af kjörfylgi sínu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis. Fengi flokkurinn 6,5 prósent ef kosið væri nú en var með 12,9 prósent í Alþingiskosningunum 2013. Könnunin var gerð á þriðjudagskvöld og á mánudagskvöld.„Þetta eru mikil vonbrigði. En við stöndum hér í miðri kosningabaráttu og höfum trú á því að þetta verði ekki niðurstaðan á kjördag,“ segir Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, um niðurstöðuna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn, með 23,7 prósenta fylgi, sem er prósentustigi meira en þeir fengu í skoðanakönnun fyrir viku. Píratar eru næststærstir með 20,7 prósenta fylgi, sem er rúmum tveimur prósentustigum minna en þeir fengu í síðustu könnun. Munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata milli vikna er innan skekkjumarka. Vinstri græn bæta aftur á móti við sig fylgi. Þeir fara úr 15,1 prósenti í 19,2 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi 8,5 prósent, Björt framtíð 7,4 prósent, Viðreisn 6,6 prósent og Samfylkingin fengi, sem fyrr segir 6,5 prósent. Þetta er þriðja vikan í röð þar sem niðurstöður benda til þess að sjö þingflokkar yrðu starfandi á Alþingi eftir kosningar. Oddný segir að það kunni að flækja stjórnarmyndunarviðræður ef úrslitin yrðu þessi. „En við erum með marga flokka sem eru með svipaðar áherslur og ættum að geta talað saman,“ segir Oddný.Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.Flokkur fólksins mælist með 3,4 prósent og er nálægt 5 prósenta markinu sem myndi tryggja menn inn á þing. „Kjörorðið hennar Ingu er bjartsýni og bros bjargar deginum,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins, spurð að því hvort hún sé farin að gera sér vonir um sæti. Hún segir framhaldið á valdi kjósenda. „Ef þeir vilja mig þá er ég hér og ég er alltaf full af von. Það er nú þannig.“ Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.303 manns dagana 17. og 18. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 61,5 prósent. Alls tóku 68,0 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 15,7 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, rúm 5,7 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæp 10,6 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn myndi missa tvo af fjórum þingmönnum sínum í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Sex flokkar myndu ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á þing. 18. október 2016 17:35 Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstu flokkarnir í nýrri könnun MMR Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 34,1 prósent. 14. október 2016 17:32 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Samfylkingin mælist með helming af kjörfylgi sínu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis. Fengi flokkurinn 6,5 prósent ef kosið væri nú en var með 12,9 prósent í Alþingiskosningunum 2013. Könnunin var gerð á þriðjudagskvöld og á mánudagskvöld.„Þetta eru mikil vonbrigði. En við stöndum hér í miðri kosningabaráttu og höfum trú á því að þetta verði ekki niðurstaðan á kjördag,“ segir Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, um niðurstöðuna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn, með 23,7 prósenta fylgi, sem er prósentustigi meira en þeir fengu í skoðanakönnun fyrir viku. Píratar eru næststærstir með 20,7 prósenta fylgi, sem er rúmum tveimur prósentustigum minna en þeir fengu í síðustu könnun. Munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata milli vikna er innan skekkjumarka. Vinstri græn bæta aftur á móti við sig fylgi. Þeir fara úr 15,1 prósenti í 19,2 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi 8,5 prósent, Björt framtíð 7,4 prósent, Viðreisn 6,6 prósent og Samfylkingin fengi, sem fyrr segir 6,5 prósent. Þetta er þriðja vikan í röð þar sem niðurstöður benda til þess að sjö þingflokkar yrðu starfandi á Alþingi eftir kosningar. Oddný segir að það kunni að flækja stjórnarmyndunarviðræður ef úrslitin yrðu þessi. „En við erum með marga flokka sem eru með svipaðar áherslur og ættum að geta talað saman,“ segir Oddný.Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.Flokkur fólksins mælist með 3,4 prósent og er nálægt 5 prósenta markinu sem myndi tryggja menn inn á þing. „Kjörorðið hennar Ingu er bjartsýni og bros bjargar deginum,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins, spurð að því hvort hún sé farin að gera sér vonir um sæti. Hún segir framhaldið á valdi kjósenda. „Ef þeir vilja mig þá er ég hér og ég er alltaf full af von. Það er nú þannig.“ Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.303 manns dagana 17. og 18. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 61,5 prósent. Alls tóku 68,0 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 15,7 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, rúm 5,7 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæp 10,6 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn myndi missa tvo af fjórum þingmönnum sínum í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Sex flokkar myndu ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á þing. 18. október 2016 17:35 Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstu flokkarnir í nýrri könnun MMR Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 34,1 prósent. 14. október 2016 17:32 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Framsókn myndi missa tvo af fjórum þingmönnum sínum í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Sex flokkar myndu ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á þing. 18. október 2016 17:35
Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstu flokkarnir í nýrri könnun MMR Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 34,1 prósent. 14. október 2016 17:32