Benedikt svarar Pírötum: Viðreisn reiðubúin til viðræðna eftir kosningar Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2016 19:46 Benedikt Jóhannesson er formaður Viðreisnar. Vísir/Stefán Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir flokkinn mæta galvaskur til stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningar með lista yfir þau málefni sem flokkurinn leggur áherslu á. Flokkurinn sé reiðubúinn til samstarfs við alla þá flokka sem vilja vinna að þeim málefnum. Þetta kemur fram í bréfi Benedikts til Pírata sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í kvöld. Útspil Pírata um síðustu helgi, þess efnis að fram fari viðræður milli þeirra, Viðreisnar, Samfylkingar og VG um einskonar kosningabandalag fyrir kosningar, vakti mikla athygli og er bréfið ætlað sem svar við boði Pírata. Bréfið sendi Benedikt jafnframt formönnum þeirra flokka sem Píratar höfðu einnig boðið til viðræðna. Í bréfinu segir Benedikt að að loknum kosningum hvíli sú skylda á stjórnmálunum að mynda landinu starfhæfa ríkisstjórn. „Þá skyldu tekur Viðreisn mjög alvarlega. Lykilatriði er að fá umboð fólksins og finna sameiginlega snertifleti við aðra flokka, en þá ráða málefnin för. Viðreisn mun því galvösk mæta til stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningar með þann lista málefna sem hér er skráður og er reiðubúin til samstarfs við alla þá flokka sem vilja vinna að þessum málefnum,“ segir í niðurlagi bréfsins. Bréfið í heild sinni: „Fyrir nokkrum dögum settu Píratar fram þá hugmynd að fimm flokkar myndu leggja drög að stjórnarsáttmála fyrir kosningar. Hugmyndin er frumleg og virkar kannski vel fyrir þá flokka sem hafa unnið saman á Alþingi í nokkur ár.Viðreisn hefur frá upphafi kosningabaráttunnar sett fram þá grundvallarstefnu að málefni eigi að ráða í stjórnarmyndun en ekki fyrirfram ákveðin afstaða, án tillits til niðurstaðna kosninga. Sem nýtt og frjálslynt stjórnmálaafl er mikilvægt að við eigum umræðu um okkar málefni. Þessa umræðu viljum við eiga við kjósendur.Öllum má ljóst vera hvaða mál við setjum á oddinn: Lækkun vaxta og stöðugleika með föstu gengi í gegnum myntráð. Þannig lækka vextir í átt að því sem gerist í nágrannaþjóðum og verðtrygging verður óþörf. Markaðsleið í sjávarútvegi þar sem ákveðinn hluti veiðiheimilda verður settur á markað á hverju ári. Kerfisbreyting í landbúnaði þar sem valfrelsi neytenda verður aukið og bændur losaðir úr samningum sem hindra hagkvæman rekstur og ýta undir offramleiðslu. Þjóðin fái að greiða atkvæði um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Samningur sem kæmi út úr slíkum viðræðum yrði svo borinn undir þjóðina. Jafnrétti verði tryggt á öllum sviðum og kynbundnum launamun verði útrýmt með jafnlaunavottun. Fordómum í garð aldraðra verði útrýmt og enginn verði sendur heim af vinnumarkaði aðeins vegna aldurs.Þessi mál þurfa kjósendur að þekkja og einnig þeir flokkar sem hyggja á samstarf við Viðreisn.Það er augljóst að Viðreisn blæs ekki lífi í ríkisstjórn sem kjósendur hafa fellt. Það væri gagnstætt öllum okkar hugsjónum. Um það talaði ég með afdráttarlausum hætti í morgun. Það kann vel að vera að aðrir flokkar vilji reisa það merki, en við höfum ekki áhuga á því.Viðreisn er nýtt frjálslynt afl í íslenskum stjórnmálum og við leggjum höfuðáherslu á að vera í beinu sambandi við fólkið í landinu og heyra sjónarmið þess um leið og við í fyrsta sinn kynnum kjósendum okkar lausnir. Aldrei er þetta samband mikilvægara en fyrir kosningar þegar stjórnmálamenn sækja umboð sitt milliliðalaust til fólksins. Þetta samband er kjarni lýðræðisins.Að loknum kosningum hvílir sú skylda á stjórnmálunum að mynda landinu starfhæfa ríkisstjórn. Þá skyldu tekur Viðreisn mjög alvarlega. Lykilatriði er að fá umboð fólksins og finna sameiginlega snertifleti við aðra flokka, en þá ráða málefnin för. Viðreisn mun því galvösk mæta til stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningar með þann lista málefna sem hér er skráður og er reiðubúin til samstarfs við alla þá flokka sem vilja vinna að þessum málefnum.Kveðja,Benedikt Jóhannesson“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Þorsteinn segir ekki klókt fyrir miðjuflokk að útiloka samstarf fyrirfram Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður, segir Viðreisn ekki hafa afneitað samstarf við neinn einstakan flokk sem nú er líklegur til að ná manni inn á þing. 18. október 2016 19:35 Sjálfstæðismenn luntalegir vegna orða Benedikts Yfirlýsingar formanns Viðreisnar um að ekki komi til greina að ganga til liðs við stjórnaflokkana koma Sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. 18. október 2016 14:20 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir flokkinn mæta galvaskur til stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningar með lista yfir þau málefni sem flokkurinn leggur áherslu á. Flokkurinn sé reiðubúinn til samstarfs við alla þá flokka sem vilja vinna að þeim málefnum. Þetta kemur fram í bréfi Benedikts til Pírata sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í kvöld. Útspil Pírata um síðustu helgi, þess efnis að fram fari viðræður milli þeirra, Viðreisnar, Samfylkingar og VG um einskonar kosningabandalag fyrir kosningar, vakti mikla athygli og er bréfið ætlað sem svar við boði Pírata. Bréfið sendi Benedikt jafnframt formönnum þeirra flokka sem Píratar höfðu einnig boðið til viðræðna. Í bréfinu segir Benedikt að að loknum kosningum hvíli sú skylda á stjórnmálunum að mynda landinu starfhæfa ríkisstjórn. „Þá skyldu tekur Viðreisn mjög alvarlega. Lykilatriði er að fá umboð fólksins og finna sameiginlega snertifleti við aðra flokka, en þá ráða málefnin för. Viðreisn mun því galvösk mæta til stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningar með þann lista málefna sem hér er skráður og er reiðubúin til samstarfs við alla þá flokka sem vilja vinna að þessum málefnum,“ segir í niðurlagi bréfsins. Bréfið í heild sinni: „Fyrir nokkrum dögum settu Píratar fram þá hugmynd að fimm flokkar myndu leggja drög að stjórnarsáttmála fyrir kosningar. Hugmyndin er frumleg og virkar kannski vel fyrir þá flokka sem hafa unnið saman á Alþingi í nokkur ár.Viðreisn hefur frá upphafi kosningabaráttunnar sett fram þá grundvallarstefnu að málefni eigi að ráða í stjórnarmyndun en ekki fyrirfram ákveðin afstaða, án tillits til niðurstaðna kosninga. Sem nýtt og frjálslynt stjórnmálaafl er mikilvægt að við eigum umræðu um okkar málefni. Þessa umræðu viljum við eiga við kjósendur.Öllum má ljóst vera hvaða mál við setjum á oddinn: Lækkun vaxta og stöðugleika með föstu gengi í gegnum myntráð. Þannig lækka vextir í átt að því sem gerist í nágrannaþjóðum og verðtrygging verður óþörf. Markaðsleið í sjávarútvegi þar sem ákveðinn hluti veiðiheimilda verður settur á markað á hverju ári. Kerfisbreyting í landbúnaði þar sem valfrelsi neytenda verður aukið og bændur losaðir úr samningum sem hindra hagkvæman rekstur og ýta undir offramleiðslu. Þjóðin fái að greiða atkvæði um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Samningur sem kæmi út úr slíkum viðræðum yrði svo borinn undir þjóðina. Jafnrétti verði tryggt á öllum sviðum og kynbundnum launamun verði útrýmt með jafnlaunavottun. Fordómum í garð aldraðra verði útrýmt og enginn verði sendur heim af vinnumarkaði aðeins vegna aldurs.Þessi mál þurfa kjósendur að þekkja og einnig þeir flokkar sem hyggja á samstarf við Viðreisn.Það er augljóst að Viðreisn blæs ekki lífi í ríkisstjórn sem kjósendur hafa fellt. Það væri gagnstætt öllum okkar hugsjónum. Um það talaði ég með afdráttarlausum hætti í morgun. Það kann vel að vera að aðrir flokkar vilji reisa það merki, en við höfum ekki áhuga á því.Viðreisn er nýtt frjálslynt afl í íslenskum stjórnmálum og við leggjum höfuðáherslu á að vera í beinu sambandi við fólkið í landinu og heyra sjónarmið þess um leið og við í fyrsta sinn kynnum kjósendum okkar lausnir. Aldrei er þetta samband mikilvægara en fyrir kosningar þegar stjórnmálamenn sækja umboð sitt milliliðalaust til fólksins. Þetta samband er kjarni lýðræðisins.Að loknum kosningum hvílir sú skylda á stjórnmálunum að mynda landinu starfhæfa ríkisstjórn. Þá skyldu tekur Viðreisn mjög alvarlega. Lykilatriði er að fá umboð fólksins og finna sameiginlega snertifleti við aðra flokka, en þá ráða málefnin för. Viðreisn mun því galvösk mæta til stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningar með þann lista málefna sem hér er skráður og er reiðubúin til samstarfs við alla þá flokka sem vilja vinna að þessum málefnum.Kveðja,Benedikt Jóhannesson“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Þorsteinn segir ekki klókt fyrir miðjuflokk að útiloka samstarf fyrirfram Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður, segir Viðreisn ekki hafa afneitað samstarf við neinn einstakan flokk sem nú er líklegur til að ná manni inn á þing. 18. október 2016 19:35 Sjálfstæðismenn luntalegir vegna orða Benedikts Yfirlýsingar formanns Viðreisnar um að ekki komi til greina að ganga til liðs við stjórnaflokkana koma Sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. 18. október 2016 14:20 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Sjá meira
Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25
Þorsteinn segir ekki klókt fyrir miðjuflokk að útiloka samstarf fyrirfram Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður, segir Viðreisn ekki hafa afneitað samstarf við neinn einstakan flokk sem nú er líklegur til að ná manni inn á þing. 18. október 2016 19:35
Sjálfstæðismenn luntalegir vegna orða Benedikts Yfirlýsingar formanns Viðreisnar um að ekki komi til greina að ganga til liðs við stjórnaflokkana koma Sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. 18. október 2016 14:20