Þorsteinn segir ekki klókt fyrir miðjuflokk að útiloka samstarf fyrirfram Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2016 19:35 Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi Viðreisnar. vísir/gva Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður, segir Viðreisn ekki hafa afneitað samstarf við neinn einstakan flokk sem nú er líklegur til að ná manni inn á þing. Þorsteinn ræddi stefnumál Viðreisnar og stöðuna í pólitíkinni í Reykjavík síðdegis í dag. „Við höfum sagt að inn í þetta stjórnarsamstarf [Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks] færum við ekki. Við höfum engan áhuga á því að vera þriðja hjólið undir vagni þessarar ríkisstjórnar. Við teljum raunar mjög eðlilegt miðað við þá gerjun sem hefur verið á pólitíska sviðinu að undanförnu að kannski komi stjórnarmyndunin frá miðjunni í þetta skiptið,“ segir Þorsteinn. Hann segir Viðreisn því ekki útiloka samstarf, hvorki til hægri né vinstri. Flokkurinn telji eðlilegt að flokkarnir á miðjunni reyni fyrst að ná saman og líti svo annað hvort lengra til hægri eða vinstri ef til tekst. Þorsteinn ræddi í þættinum orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, í Harmageddon í morgun þar sem hann útilokaði þann möguleika að Viðreisn myndi stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að loknum kosningum. Þorsteinn sagði í viðtalinu að það væri ekkert launungamál að Viðreisn eigi margt sameiginlegt með Bjartri framtíð. „Báðir þessir flokkar skilgreina sig sem frjálslyndir flokkar. Við erum með mjög víðtækar hugmyndir um miklar kerfisbreytingar, varðandi hvernig við náum vaxtastiginu niður og höfum gengið stöðugra en það hefur verið, hvernig við leysum þennan ágreining varðandi sjávarútveginn og hvernig náum við að færa landbúnaðinn meira til nútíma og láta bæði bændur og neytendur njóta góðs af þeim styrkjum sem þangað eru að renna.“ Hann segir alveg ljóst að það sé töluverður munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum. „Þegar við horfum á þær áherslur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar saman eins og þær hafa birst í þessari ríkisstjórn þá eiga þær enga samleið með okkar áherslum.“ Í færslu á Facebook-vegg sínum segir Þorsteinn svo að það væri „ekki klókt af miðjuflokki líkt og Viðreisn að útiloka fyrirfram samstarf, hvort heldur sem er til hægri eða vinstri. Það er samt gaman að sjá hvað allir flokkir vilja vinna með Viðreisn,“ segir Þorsteinn. Hlusta má á viðtalið við Þorstein í heild sinni í spilaranum að ofan. Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður, segir Viðreisn ekki hafa afneitað samstarf við neinn einstakan flokk sem nú er líklegur til að ná manni inn á þing. Þorsteinn ræddi stefnumál Viðreisnar og stöðuna í pólitíkinni í Reykjavík síðdegis í dag. „Við höfum sagt að inn í þetta stjórnarsamstarf [Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks] færum við ekki. Við höfum engan áhuga á því að vera þriðja hjólið undir vagni þessarar ríkisstjórnar. Við teljum raunar mjög eðlilegt miðað við þá gerjun sem hefur verið á pólitíska sviðinu að undanförnu að kannski komi stjórnarmyndunin frá miðjunni í þetta skiptið,“ segir Þorsteinn. Hann segir Viðreisn því ekki útiloka samstarf, hvorki til hægri né vinstri. Flokkurinn telji eðlilegt að flokkarnir á miðjunni reyni fyrst að ná saman og líti svo annað hvort lengra til hægri eða vinstri ef til tekst. Þorsteinn ræddi í þættinum orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, í Harmageddon í morgun þar sem hann útilokaði þann möguleika að Viðreisn myndi stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að loknum kosningum. Þorsteinn sagði í viðtalinu að það væri ekkert launungamál að Viðreisn eigi margt sameiginlegt með Bjartri framtíð. „Báðir þessir flokkar skilgreina sig sem frjálslyndir flokkar. Við erum með mjög víðtækar hugmyndir um miklar kerfisbreytingar, varðandi hvernig við náum vaxtastiginu niður og höfum gengið stöðugra en það hefur verið, hvernig við leysum þennan ágreining varðandi sjávarútveginn og hvernig náum við að færa landbúnaðinn meira til nútíma og láta bæði bændur og neytendur njóta góðs af þeim styrkjum sem þangað eru að renna.“ Hann segir alveg ljóst að það sé töluverður munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum. „Þegar við horfum á þær áherslur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar saman eins og þær hafa birst í þessari ríkisstjórn þá eiga þær enga samleið með okkar áherslum.“ Í færslu á Facebook-vegg sínum segir Þorsteinn svo að það væri „ekki klókt af miðjuflokki líkt og Viðreisn að útiloka fyrirfram samstarf, hvort heldur sem er til hægri eða vinstri. Það er samt gaman að sjá hvað allir flokkir vilja vinna með Viðreisn,“ segir Þorsteinn. Hlusta má á viðtalið við Þorstein í heild sinni í spilaranum að ofan.
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira