Tæplega fimmtíu vitni koma fyrir dóm við aðra aðalmeðferð Aurum-málsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2016 08:15 Lárus Welding og Jón Ásgeir Jóhannesson eru á meðal ákærðu í Aurum-málinu. vísir/gva Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. Lárus og Magnús eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Jón Ásgeir og Bjarni eru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Málið kemur nú fyrir héraðsdóm í annað sinn en fyrri aðalmeðferð þess fór fram vorið 2014. Fjórmenningarnir voru svo sýknaðir í héraði en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í apríl í fyrra þar sem hann taldi að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar en hann var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Þegar málið hafði verið sent aftur heim í hérað var síðan deilt um hæfi dómsformannsins í málinu, Guðjóns St. Marteinssonar, en Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu taldi dómarann hliðhollan sakborningum, meðal annars vegna þess sem fram kom í blaðagrein sem Guðjón ætlaði að birta í Fréttablaðinu en var aldrei birt. Ólafur Þór fór fram á að Guðjón myndi víkja sæti í dómnum vegna vanhæfis en dómarar meta sjálfir hæfi sitt. Guðjón taldi sig hæfan til að dæma áfram í málinu en Ólafur kærði þá niðurstöðu til Hæstaréttar sem dæmdi Guðón vanhæfan til að sitja áfram í dómnum. Því þurfti að skipa nýjan dómsformann í málinu en auk dómarana var einnig deilt um það hvort að saksóknari fengi að leiða ákveðin vitni fyrir dóm. Nú, tveimur og hálfu ári eftir að sakborningar í málinu voru sýknaðir í héraði, er aftur komið að aðalmeðferð. Tæplega fimmtíu vitni munu gefa skýrslu fyrir dómi en áætlað er aðalmeðferðin standi í um viku. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Meðdómari sem Hæstiréttur mat vanhæfan efast um hæfi Símons „grimma“ Sverrir Ólafsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, bróðir Ólafs Ólafssonar og fyrrverandi meðdómari í Aurum-málinu, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir Símon Sigvaldason, héraðsdómara, harðlega. 2. febrúar 2016 12:18 Aðalmeðferð Aurum-málsins í október Hefst þann 19. október og mun standa í um viku. 17. maí 2016 16:05 Jón Ásgeir efast um óhlutdrægni dómara vegna fréttaflutnings Fréttablaðsins Jón Ásgeir Jóhannesson efast um að dómarinn Símon Sigvaldason sé óhlutdrægur í sinn garð vegna frétta Fréttablaðsins um fyrirtæki eiginkonu dómarans. Eiginkona Jóns Ásgeirs er aðaleigandi 365 miðla sem gefur út Fréttablaðið. 4. febrúar 2016 15:44 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. Lárus og Magnús eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Jón Ásgeir og Bjarni eru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Málið kemur nú fyrir héraðsdóm í annað sinn en fyrri aðalmeðferð þess fór fram vorið 2014. Fjórmenningarnir voru svo sýknaðir í héraði en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í apríl í fyrra þar sem hann taldi að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar en hann var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Þegar málið hafði verið sent aftur heim í hérað var síðan deilt um hæfi dómsformannsins í málinu, Guðjóns St. Marteinssonar, en Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu taldi dómarann hliðhollan sakborningum, meðal annars vegna þess sem fram kom í blaðagrein sem Guðjón ætlaði að birta í Fréttablaðinu en var aldrei birt. Ólafur Þór fór fram á að Guðjón myndi víkja sæti í dómnum vegna vanhæfis en dómarar meta sjálfir hæfi sitt. Guðjón taldi sig hæfan til að dæma áfram í málinu en Ólafur kærði þá niðurstöðu til Hæstaréttar sem dæmdi Guðón vanhæfan til að sitja áfram í dómnum. Því þurfti að skipa nýjan dómsformann í málinu en auk dómarana var einnig deilt um það hvort að saksóknari fengi að leiða ákveðin vitni fyrir dóm. Nú, tveimur og hálfu ári eftir að sakborningar í málinu voru sýknaðir í héraði, er aftur komið að aðalmeðferð. Tæplega fimmtíu vitni munu gefa skýrslu fyrir dómi en áætlað er aðalmeðferðin standi í um viku.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Meðdómari sem Hæstiréttur mat vanhæfan efast um hæfi Símons „grimma“ Sverrir Ólafsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, bróðir Ólafs Ólafssonar og fyrrverandi meðdómari í Aurum-málinu, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir Símon Sigvaldason, héraðsdómara, harðlega. 2. febrúar 2016 12:18 Aðalmeðferð Aurum-málsins í október Hefst þann 19. október og mun standa í um viku. 17. maí 2016 16:05 Jón Ásgeir efast um óhlutdrægni dómara vegna fréttaflutnings Fréttablaðsins Jón Ásgeir Jóhannesson efast um að dómarinn Símon Sigvaldason sé óhlutdrægur í sinn garð vegna frétta Fréttablaðsins um fyrirtæki eiginkonu dómarans. Eiginkona Jóns Ásgeirs er aðaleigandi 365 miðla sem gefur út Fréttablaðið. 4. febrúar 2016 15:44 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Meðdómari sem Hæstiréttur mat vanhæfan efast um hæfi Símons „grimma“ Sverrir Ólafsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, bróðir Ólafs Ólafssonar og fyrrverandi meðdómari í Aurum-málinu, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir Símon Sigvaldason, héraðsdómara, harðlega. 2. febrúar 2016 12:18
Aðalmeðferð Aurum-málsins í október Hefst þann 19. október og mun standa í um viku. 17. maí 2016 16:05
Jón Ásgeir efast um óhlutdrægni dómara vegna fréttaflutnings Fréttablaðsins Jón Ásgeir Jóhannesson efast um að dómarinn Símon Sigvaldason sé óhlutdrægur í sinn garð vegna frétta Fréttablaðsins um fyrirtæki eiginkonu dómarans. Eiginkona Jóns Ásgeirs er aðaleigandi 365 miðla sem gefur út Fréttablaðið. 4. febrúar 2016 15:44