Innlent

Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega

Samúel Karl Ólason skrifar
Lokað var á síðurnar Deildu.net og Piratebay árið 2014.
Lokað var á síðurnar Deildu.net og Piratebay árið 2014. Vísir
Fjarskiptafélagið Hringiðan segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu á lögbanni gegn Deildu og Piratebay vera óskiljanlega. Útfærsla hennar geri netið óöruggara fyrir notendur íslenskra fjarskiptafélaga.

Fyrirtækið telur málið skapa verulega vafasamt fordæmi og það gæti haft neikvæð áhrif á rekstur Hringiðunnar og annarra íslenskra fjarskiptafélaga sem gert sé að lúta lögbanninu.

Sjá einnig: Lögbann á Deildu.net og PirateBay staðfest

Hringiðan telur að þar sem að um prófmál sé að ræða hefði verið betra að fleiri fjarskiptafélög en Hringiðan og Símafélagið hefðu tekið tekið þátt í málaferlinu. 

„Hagsmunir minni fjarskiptafyrirtækja er ekki endilega þeir sömu og þeirra stærri sem einnig selja aðgang að höfundarvörðu efni, eins og nefnt er í dómnum. Þar sem þau hafa ekki gert það sá Hringiðan sér ekki annan kost en láta reyna á lögmæti lögbannsins. Verið er að skoða með lögmönnum félagsins hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar,“ segir í tilkynningu frá Hringiðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×