Erlent

Ætla að rústa fæðingarstað Hitler

Samúel Karl Ólason skrifar
Húsið sem Adolf Hitler fæddist í.
Húsið sem Adolf Hitler fæddist í. Vísir/AFP
Yfirvöld í Austurríki ætla að rústa húsinu sem Adolf Hitler fæddist í. Hart hefur verið barist um húsið, en eigandi þess hefur ekki viljað selja ríkinu það. Yfirvöld óttast að húsið gæti orðið sameiningartákn nýnasista. 

Ríkið hefur leigt húsið, sem er í bænum Braunau, frá árinu 1972. Þingið í Austurríki mun setja lög, sem munu gera yfirvöldum kleift að taka húsið eignanámi.

Til stendur að byggja nýtt hús á staðnum sem nota á til góðgerðastarfs eða þá að sveitarfélagið noti það.

Adolf Hitler fæddist í húsinu þann 20. apríl árið 1889. Niðurrifi hússins hefur verið mótmælt á þeim grundvelli að það sé varið af minjaverndalögum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×