Innlent

Sigurður Ingi og Sigmundur hafa talað saman

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa átt í samskiptum undanfarna daga en andað hefur köldu á milli þeirra eftir flokksþing Framsóknarflokksins í byrjun mánaðar.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa átt í samskiptum undanfarna daga en andað hefur köldu á milli þeirra eftir flokksþing Framsóknarflokksins í byrjun mánaðar. Vísir/Anton
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins, hafa átt í samskiptum síðustu daga, að því er greint er frá í Morgunblaðinu í dag.

Andað hefur köldu milli Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs eftir flokksþing Framsóknarflokksins sem haldið var dagana 1. og 2. október.  Sigurður Ingi sagðist, í samtali við RÚV, degi eftir að hann var kjörinn formaður að hann hefði sent Sigmundi Davíð skilaboð en engin svör fengið. Þá sagði hann í Forystusætinu á þriðjudag að þeir hefðu enn ekki rætt saman.

Sigurður Ingi segir í Morgunblaðinu að um sé að ræða trúnaðarsamtöl og muni hann því ekki gefa upp hvað fór þeim á milli. Næstu skref séu að halda kosningabaráttunni áfram og reyna að auka fylgi Framsóknarflokksins.


Tengdar fréttir

Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð hafa enn ekki rætt saman

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður flokksins og oddviti hans í Norðausturkjördæmi hafa ekki enn talað saman eftir flokksþingið sem haldið var 1. og 2. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×