IKEA jólageitin komin upp Anton Egilsson skrifar 16. október 2016 19:15 Hún er stór og mikilfengleg jólageitin sem prýðir lóðina fyrir utan IKEA. Vísir/Tinni Eflaust frægasta geit landsins, jólageit IKEA, er löngu orðin fastagestur í Kauptúninu á þessum árstíma þar sem hún stendur keik vaktina á hólnum sínum til áramóta. Er þetta í áttunda sinn sem jólageitinni er stillt upp fyrir utan verslun IKEA í Garðabæ. Geitin er strágeit og tilheyrir sænskri jólahefð sem kallast Gävlebocken. Gävle, borið fram sem Jevle, er bær í Svíþjóð. Geitin þar í bæ er sú frægasta en hún hlýtur oftast þau örlög að verða brennuvörgum að bráð. Íslenskir brennuvargar hafa eins og þeir sænsku verið duglegir að kveikja í henni á seinustu árum.Jólageitin í ljósum logum eftir að hafa „tortímt sjálfri sér".Mynd: Bylgja GuðjónsdóttirMikið gengið á síðan geitin fór fyrst uppJólageitin hefur eins og áður segir verið sett upp árlega seinustu átta ár en oftar en ekki hefur líftími hennar verið styttri en ætlast var til. Árið 2010 var greint frá því að kveikt hefði verið í jólageitinni. Slökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Forsvarsmenn IKEA buðu mönunum þó það sáttatilboð að sleppa þeim við kæru ef þeir tækju til eftir ósköpin. Árið 2011 féll jólageitin í miklu óveðri sem þá reið yfir. Geitin skemmdist þó einungis lítillega í óveðrinu og var reist aftur við. Árið 2012 var jólageitin brennd til kaldra kola öðru sinni. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, sagði í samtali við fréttastofu að tjónið væri metið á eina milljón króna.Árið 2013 var frá því greint að veðrið hafi leikið jólageitina grátt. Mikið rok hafði verið á höfuðborgarsvæðinu og fór sökum þess svo að geitin féll á aðra hliðina. Í fyrra sagði framkvæmdarstjóri IKEA í samtali við Vísi að sólarhringsgæsla væri í kringum geitina til að verja hana frá óprúttnum aðilum.Það var þó ekki nóg til að bjarga geitinni frá vofveiflegum örlögum sínum en seinna í sama mánuði var greint frá því að jólageitin hefði tortímt sjálfri sér. Kviknaði þá í geitinni út frá útiseríu sem umvafði hana en geitin fuðraði upp á einungis nokkrum sekúndum í kjölfarið. Við skulum því vona að jólageitin sem nú hefur verið sett upp fyrir utan IKEA fái að standa óhögguð fram til áramóta eins og til hennar er ætlast. Tengdar fréttir Jólageit Ikea brennd Óprúttnir aðilar kveiktu í sex metra hárri jólageit sem stóð fyrir utan Ikea í Garðabæ í nótt. Slökkviliðið kom á vettvang um þrjúleytið og réði niðurlögum eldsins á skömmum tíma en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Ekki er vitað hver var að verki en geitin, sem var úr hálmi á trégrind er gjörónýt. Þetta er í annað sinn sem strágeit IKEA hlýtur þessi örlög en hún var einnig brennd árið 2010. 1. desember 2012 09:25 Jólageitin féll í óveðrinu Jólageit Ikea féll á hliðina í óveðrinu sem gekk yfir í gærkvöld og í nótt. Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri Ikea, segir að geitin sé ekki mikið skemmd. Hún verði reist aftur um leið og veður leyfi, vonandi fyrir hádegi á morgun. Það á ekki af geitinni að ganga því að í fyrra var kveikt í henni. 8. nóvember 2011 13:19 Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. 16. október 2015 22:00 Kveiktu í jólageitinni fyrir utan Ikea Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. 23. desember 2010 19:19 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Eflaust frægasta geit landsins, jólageit IKEA, er löngu orðin fastagestur í Kauptúninu á þessum árstíma þar sem hún stendur keik vaktina á hólnum sínum til áramóta. Er þetta í áttunda sinn sem jólageitinni er stillt upp fyrir utan verslun IKEA í Garðabæ. Geitin er strágeit og tilheyrir sænskri jólahefð sem kallast Gävlebocken. Gävle, borið fram sem Jevle, er bær í Svíþjóð. Geitin þar í bæ er sú frægasta en hún hlýtur oftast þau örlög að verða brennuvörgum að bráð. Íslenskir brennuvargar hafa eins og þeir sænsku verið duglegir að kveikja í henni á seinustu árum.Jólageitin í ljósum logum eftir að hafa „tortímt sjálfri sér".Mynd: Bylgja GuðjónsdóttirMikið gengið á síðan geitin fór fyrst uppJólageitin hefur eins og áður segir verið sett upp árlega seinustu átta ár en oftar en ekki hefur líftími hennar verið styttri en ætlast var til. Árið 2010 var greint frá því að kveikt hefði verið í jólageitinni. Slökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Forsvarsmenn IKEA buðu mönunum þó það sáttatilboð að sleppa þeim við kæru ef þeir tækju til eftir ósköpin. Árið 2011 féll jólageitin í miklu óveðri sem þá reið yfir. Geitin skemmdist þó einungis lítillega í óveðrinu og var reist aftur við. Árið 2012 var jólageitin brennd til kaldra kola öðru sinni. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, sagði í samtali við fréttastofu að tjónið væri metið á eina milljón króna.Árið 2013 var frá því greint að veðrið hafi leikið jólageitina grátt. Mikið rok hafði verið á höfuðborgarsvæðinu og fór sökum þess svo að geitin féll á aðra hliðina. Í fyrra sagði framkvæmdarstjóri IKEA í samtali við Vísi að sólarhringsgæsla væri í kringum geitina til að verja hana frá óprúttnum aðilum.Það var þó ekki nóg til að bjarga geitinni frá vofveiflegum örlögum sínum en seinna í sama mánuði var greint frá því að jólageitin hefði tortímt sjálfri sér. Kviknaði þá í geitinni út frá útiseríu sem umvafði hana en geitin fuðraði upp á einungis nokkrum sekúndum í kjölfarið. Við skulum því vona að jólageitin sem nú hefur verið sett upp fyrir utan IKEA fái að standa óhögguð fram til áramóta eins og til hennar er ætlast.
Tengdar fréttir Jólageit Ikea brennd Óprúttnir aðilar kveiktu í sex metra hárri jólageit sem stóð fyrir utan Ikea í Garðabæ í nótt. Slökkviliðið kom á vettvang um þrjúleytið og réði niðurlögum eldsins á skömmum tíma en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Ekki er vitað hver var að verki en geitin, sem var úr hálmi á trégrind er gjörónýt. Þetta er í annað sinn sem strágeit IKEA hlýtur þessi örlög en hún var einnig brennd árið 2010. 1. desember 2012 09:25 Jólageitin féll í óveðrinu Jólageit Ikea féll á hliðina í óveðrinu sem gekk yfir í gærkvöld og í nótt. Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri Ikea, segir að geitin sé ekki mikið skemmd. Hún verði reist aftur um leið og veður leyfi, vonandi fyrir hádegi á morgun. Það á ekki af geitinni að ganga því að í fyrra var kveikt í henni. 8. nóvember 2011 13:19 Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. 16. október 2015 22:00 Kveiktu í jólageitinni fyrir utan Ikea Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. 23. desember 2010 19:19 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Jólageit Ikea brennd Óprúttnir aðilar kveiktu í sex metra hárri jólageit sem stóð fyrir utan Ikea í Garðabæ í nótt. Slökkviliðið kom á vettvang um þrjúleytið og réði niðurlögum eldsins á skömmum tíma en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Ekki er vitað hver var að verki en geitin, sem var úr hálmi á trégrind er gjörónýt. Þetta er í annað sinn sem strágeit IKEA hlýtur þessi örlög en hún var einnig brennd árið 2010. 1. desember 2012 09:25
Jólageitin féll í óveðrinu Jólageit Ikea féll á hliðina í óveðrinu sem gekk yfir í gærkvöld og í nótt. Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri Ikea, segir að geitin sé ekki mikið skemmd. Hún verði reist aftur um leið og veður leyfi, vonandi fyrir hádegi á morgun. Það á ekki af geitinni að ganga því að í fyrra var kveikt í henni. 8. nóvember 2011 13:19
Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. 16. október 2015 22:00
Kveiktu í jólageitinni fyrir utan Ikea Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. 23. desember 2010 19:19