Ólafur stefnir íslenska ríkinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. október 2016 18:30 Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann krefst þess að úrskurður endurupptökunefndar frá því í janúar síðastliðnum, þar sem endurupptöku um þátt hans Al-Thani málinu var hafnað, verði felldur úr gildi og viðurkennt að skilyrði fyrir endurupptöku málsins séu uppfyllt. Ólafur var sakfelldur í Hæstarétti í febrúar 2015 fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun en sýknaður af sakargiftum um hlutdeild í umboðssvikum og um hylmingu og peningaþvætti í Al-Thani málinu. Ólafur hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu og fór þess á leit við endurupptökunefnd í maí 2015 að mál hans yrði endurupptekið en beiðnina byggði hann á tveimur megin þáttum; að Hæstiréttur hefði lagt rangt mat á sönnunargögn í málinu og að tveir dómarar í Hæstarétti hefðu verið vanhæfir vegna vensla. „Þetta er fyrst og fremst tilraun til þess að fá rétta niðurstöðu í mál. Réttan dóm. Þótt Mannréttindadómstóll Evrópu hafi tekið mál, mína kæru til formlegrar skoðunnar þá og ég geri mér vonir um að dómurinn taki málið upp og dæmi ríkið þá skiptir öllu að málið fari aftur til efnismeðferðar fyrir íslenska dómstóla. Ég hins vegar ber ekki traust til dómsins og ég tel að þessi dómur sé rangur. Dómararnir réttilega vanhæfir til þess að fjalla um þetta og því er afar mikilvægt að þetta fari aftur fyrir Hæstarétt,“ sagði Ólafur Ólafsson í samtali við fréttastofu í dag. Í stefnunni, sem Fréttastofan hefur undir höndum og hefur verið afhent Ríkissaksóknara og Innanríkisráðherra, er reynt að skjóta stoðum undir hvoru tveggja. Við meðferð málsins hjá endurupptökunefnd viku tveir nefndarmenn af þremur sæti vegna vanhæfis en deilt var um vanhæfi þriðja nefndarmannsins, sem þó sat áfram og tók þátt í vinnslu og úrskurði nefndarinnar um að hafna erindi Ólafs. Í stefnunni eru færð rök fyrir því að niðurstaða endurupptökunefndar sé efnislega röng, illa rökstudd og ekki í samræmi við gögn sem lögð voru fyrir nefndarmenn. Í samstali við Sigríði Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara og fulltrúa frá innanríkisráðuneytinu í dag kom fram stefnan sé nú til meðferðar hjá ríkislögmanni sem rekur dómsmál fyrir ríkið og stofnanir þess. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann krefst þess að úrskurður endurupptökunefndar frá því í janúar síðastliðnum, þar sem endurupptöku um þátt hans Al-Thani málinu var hafnað, verði felldur úr gildi og viðurkennt að skilyrði fyrir endurupptöku málsins séu uppfyllt. Ólafur var sakfelldur í Hæstarétti í febrúar 2015 fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun en sýknaður af sakargiftum um hlutdeild í umboðssvikum og um hylmingu og peningaþvætti í Al-Thani málinu. Ólafur hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu og fór þess á leit við endurupptökunefnd í maí 2015 að mál hans yrði endurupptekið en beiðnina byggði hann á tveimur megin þáttum; að Hæstiréttur hefði lagt rangt mat á sönnunargögn í málinu og að tveir dómarar í Hæstarétti hefðu verið vanhæfir vegna vensla. „Þetta er fyrst og fremst tilraun til þess að fá rétta niðurstöðu í mál. Réttan dóm. Þótt Mannréttindadómstóll Evrópu hafi tekið mál, mína kæru til formlegrar skoðunnar þá og ég geri mér vonir um að dómurinn taki málið upp og dæmi ríkið þá skiptir öllu að málið fari aftur til efnismeðferðar fyrir íslenska dómstóla. Ég hins vegar ber ekki traust til dómsins og ég tel að þessi dómur sé rangur. Dómararnir réttilega vanhæfir til þess að fjalla um þetta og því er afar mikilvægt að þetta fari aftur fyrir Hæstarétt,“ sagði Ólafur Ólafsson í samtali við fréttastofu í dag. Í stefnunni, sem Fréttastofan hefur undir höndum og hefur verið afhent Ríkissaksóknara og Innanríkisráðherra, er reynt að skjóta stoðum undir hvoru tveggja. Við meðferð málsins hjá endurupptökunefnd viku tveir nefndarmenn af þremur sæti vegna vanhæfis en deilt var um vanhæfi þriðja nefndarmannsins, sem þó sat áfram og tók þátt í vinnslu og úrskurði nefndarinnar um að hafna erindi Ólafs. Í stefnunni eru færð rök fyrir því að niðurstaða endurupptökunefndar sé efnislega röng, illa rökstudd og ekki í samræmi við gögn sem lögð voru fyrir nefndarmenn. Í samstali við Sigríði Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara og fulltrúa frá innanríkisráðuneytinu í dag kom fram stefnan sé nú til meðferðar hjá ríkislögmanni sem rekur dómsmál fyrir ríkið og stofnanir þess.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira