Ancelotti ósáttur og ætlar að breyta til Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 11:00 Carlo Ancelotti var ósáttur með sína menn eftir leikinn gegn Frankfurt. Vísir/Getty Carlo Ancelotti þjálfari Bayern var ósáttur með hugarfar sinna manna eftir jafnteflið gegn Frankfurt í þýsku deildinni í gær. Bayern er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar en missti niður 2-1 forystu gegn Frankfurt og það þrátt fyrir að liðið væri einum leikmanni fleiri inni á vellinum. „Við spiluðum ekki vel, við sýndum ekki gott hugarfar og lékum einfaldlega gegn liði sem var grimmara en við og nálgaðist leikinn á betri hátt," sagði Ancelotti við fjölmiðla eftir leik. „Við vorum sofandi í næstum því 45 mínútur. Seinni hálfleikurinn var örlítið betri en úrslitin voru sanngjörn fyrir bæði lið,“ bætti ítalinn snjalli við en hann þurfti að grípa í taumana og fara inn á völlinn þegar leikmönnum liðanna lenti saman eftir að leikmaður Frankfurt fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik. „Ég vildi róa mína leikmenn niður. Ég vil auðvitað að þeir haldi sér frá svona atvikum. En atvikið sýndi að mínir leikmenn voru ekki með einbeitinguna í lagi í dag.“ Ancelotti er ósáttur með að Bayern hefur átt langa kafla í leikjum tímabilsins þar sem liðið spilar ekki vel. Hann segist þurfa að gera breytingar til að laga það sem ekki er í lagi. „Við höfum verið sofandi í 45 mínútur í hverjum einasta leik á tímabilinu og það er of mikið. Það er kannski hægt að sleppa með að missa einbeitingu í 10 mínútur - en 45 mínútur er of mikið.“ „Ég verð ekki reiður þegar liðið mitt spilar illa. Það eina sem gerir mig reiðan er ef hugarfar leikmanna minna er rangt. Ég þarf að gera breytingar því ég vil ekki að liðið mitt sýni svona hugarfar,“ sagði Ancelotti að lokum, hundfúll með leikmenn sína. Erlendar Fótbolti Íþróttir Þýski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Carlo Ancelotti þjálfari Bayern var ósáttur með hugarfar sinna manna eftir jafnteflið gegn Frankfurt í þýsku deildinni í gær. Bayern er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar en missti niður 2-1 forystu gegn Frankfurt og það þrátt fyrir að liðið væri einum leikmanni fleiri inni á vellinum. „Við spiluðum ekki vel, við sýndum ekki gott hugarfar og lékum einfaldlega gegn liði sem var grimmara en við og nálgaðist leikinn á betri hátt," sagði Ancelotti við fjölmiðla eftir leik. „Við vorum sofandi í næstum því 45 mínútur. Seinni hálfleikurinn var örlítið betri en úrslitin voru sanngjörn fyrir bæði lið,“ bætti ítalinn snjalli við en hann þurfti að grípa í taumana og fara inn á völlinn þegar leikmönnum liðanna lenti saman eftir að leikmaður Frankfurt fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik. „Ég vildi róa mína leikmenn niður. Ég vil auðvitað að þeir haldi sér frá svona atvikum. En atvikið sýndi að mínir leikmenn voru ekki með einbeitinguna í lagi í dag.“ Ancelotti er ósáttur með að Bayern hefur átt langa kafla í leikjum tímabilsins þar sem liðið spilar ekki vel. Hann segist þurfa að gera breytingar til að laga það sem ekki er í lagi. „Við höfum verið sofandi í 45 mínútur í hverjum einasta leik á tímabilinu og það er of mikið. Það er kannski hægt að sleppa með að missa einbeitingu í 10 mínútur - en 45 mínútur er of mikið.“ „Ég verð ekki reiður þegar liðið mitt spilar illa. Það eina sem gerir mig reiðan er ef hugarfar leikmanna minna er rangt. Ég þarf að gera breytingar því ég vil ekki að liðið mitt sýni svona hugarfar,“ sagði Ancelotti að lokum, hundfúll með leikmenn sína.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Þýski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira