Lífið

Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Félagarnir skála.
Félagarnir skála. Mynd/Jason Momoa
Leikarinn Jason Momoa, best þekktur sem Khal Drogo úr Game of Thrones hefur verið duglegur að mynda Íslandsdvöl sína en hér hefur hann verið staddur á Djúpavík á Ströndum við tökur á stórmyndinni Justice League.

Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær og þar var enginn annar en stórleikarinn Ben Affleck mættur en hann fer með hlutverk Batman í myndinni.

Á myndinni sjást þeir félagar skála í Guinnes-bjór en fleiri myndir úr gleðskapnum má sjá hér að neðan. Djúpavík hefur verið undirlögð tökuliði og stjörnum en Willem Dafoe og Amber Heard voru stödd hér á landi við tökur á myndinni.

Love u guys Mahalo for all your hardwork

A photo posted by Jason Momoa (@prideofgypsies) on


Tengdar fréttir

Ofurhetjurnar komnar í Djúpavík

Tökur hefjast í Djúpavík í dag á stórmyndinni Justice League. Tvær Hollywood stórstjörnur eru þegar komnar en ekki er enn vitað hvenær Ben Affleck, sem leikur Batman, kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×