Barátta Emmu gegn hefndarklámi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. október 2016 07:00 Emma Holten hefur að miklu leyti helgað sig baráttunni gegn hefndarklámi eftir að myndum af henni var dreift á klámsíðu. vísir/vilhelm Emma Holten er 25 ára dönsk baráttukona gegn hefndarklámi. Hún er stödd hér á landi til þess að tala um mikilvægi þess að útrýma ofbeldi gegn konum á netinu. Hún var nítján ára gömul þegar einhver hakkaði sig inn á tölvupóstinn hennar og Facebook-síðu og setti myndir af henni á þekkta síðu fyrir hefndarklám. „Einhver hakkaði sig inn í tölvuna mína, tölvupóstinn og Facebook. Einn haustdag árið 2011 breyttist allt líf mitt,“ segir Emma og segist í fyrstu hafa haldið að nektarmyndirnar af henni myndu valda usla á meðal félaga hennar í skólanum um tíma. Það myndi líða hjá. „En það gerði það ekki. Við tók skelfilegur veruleiki og mér fóru að berast hótanir frá strákum og körlum. Að þeir myndu dreifa myndunum áfram, til fólks sem ég þekkti, ef ég myndi ekki senda þeim fleiri myndir, borga þeim eða þaðan af verra,“ segir hún frá. Emma ákvað að snúa vörn í sókn og kom á fót verkefninu Consent. Hún lét þekktan ljósmyndara taka af sér nektarmyndir sem hún birti á eigin forsendum. Verkefnið kom af stað byltingu gegn hefndarklámi. „Mér fannst mikilvægt að minna á samþykkið. Hefndarklám er kynferðisofbeldi, það er án samþykkis. Ég dreifði myndum af mér nakinni, í hversdagslegum aðstæðum og frásögn minni. Þannig fannst mér ég vekja athygli á því að það er ég sem ræð yfir eigin líkama,“ segir Emma. Sex árum síðar verður hún enn fyrir áreiti vegna myndanna. Degi áður en blaðamaður hittir hana fær hún mjög grófa hótun. Henni er sagt að sendi hún viðkomandi ekki fleiri myndir þá muni nektarmyndum af henni verða dreift á vinnustað hennar. Þá er hún líka minnt á að hún sé með ellefu þúsund fylgjendur á Facebook. Hvort hún vilji að þeir sjái þessar myndir? „Ef ég hefði fengið þessa hótun fyrir þremur árum þá hefði það verið mér virkilega erfitt. Og auðvitað er þetta erfitt, en ég er sterkari núna,“ segir hún frá. Emma segir þá karlmenn sem hóta henni jafnvel vera fjölskyldufeður og sumir hafi ekki einu sinni fyrir því að hóta henni undir dulnefni. Þá telur hún að ástæðan fyrir því að þeir skoði myndirnar og kúgi hana sé erfið viðfangs. „Ég held að valdaleysið og þjáning konunnar sé það sem fær þá til að vilja horfa á þessar myndir og ganga svo langt að hóta mér, sumir fá einfaldlega eitthvað út úr því þegar önnur manneskja þjáist.“ Emmu finnst mikilvægt að efla lögreglu í því að vernda fólk á netinu og nota þau refsiúrræði sem til eru. „Í sumum tilfellum þarf vissulega að bæta löggjöfina. Það mikilvægasta er að efla lögregluna til að nota þau úrræði sem eru til staðar. Það þarf stórfellda vitundarvakningu í því og fjármagn. Stjórnmálamenn vilja reyna að leysa þessi mál án þess að kosta miklu til. En það er ekki hægt. Við búum í heimi þar sem kynferðisglæpir eru framdir á netinu og hafa alvarlegar afleiðingar í raunheimum. Lögreglan þarf að geta tekið á móti þolendum og rannsakað mál þeirra af þekkingu,“ segir Emma. Emma minnir á að það er nauðsynlegt að tryggja að ábyrgðinni og sökinni sé ekki skellt á þolendur hefndarkláms, eins og oft vill verða um þolendur kynferðisofbeldis, heldur þá sem dreifa myndefninu og fremja brotin. „Þegar ég varð fyrir því að myndunum var dreift hafði ég samband við lögregluna. Þeir báðu mig um að senda sér link með myndunum sem ég og gerði. Þeir sögðu síðan um nektarmyndirnar, þetta er nú ekki svo slæmt! Ég svaraði bara, það er ykkar skoðun og ekki mín. Svo var mér sagt að vissulega hefði glæpur verið framinn. En það væri lítið hægt að gera. Því er ég ósammála,“ segir Emma. Emma talaði á fundi í gær sem var skipulagður af Samfylkingunni um það hvort jafnréttisbarátta nútímans nái til hins stafræna heims og í dag talar hún á fundi með ungum femínistum á Bryggjunni brugghúsi. Hverju finnst henni þurfa að breyta? „Hættið að segja ungum konum að passa sig. Hættið að kenna þeim um þegar þær eru beittar ofbeldi og kúgunum. Standið með þeim og leggið áherslu á þessu mál hjá löggæslunni.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dreifa hefndarklámi og hafa í hótunum við Emmu Venjulegir karlmenn og fjölskyldufeður eru á meðal þeirra sem dreifa hefndarklámi og hóta Emmu Holten vegna nektarmynda af henni sem voru settar á netið. 14. október 2016 20:00 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Emma Holten er 25 ára dönsk baráttukona gegn hefndarklámi. Hún er stödd hér á landi til þess að tala um mikilvægi þess að útrýma ofbeldi gegn konum á netinu. Hún var nítján ára gömul þegar einhver hakkaði sig inn á tölvupóstinn hennar og Facebook-síðu og setti myndir af henni á þekkta síðu fyrir hefndarklám. „Einhver hakkaði sig inn í tölvuna mína, tölvupóstinn og Facebook. Einn haustdag árið 2011 breyttist allt líf mitt,“ segir Emma og segist í fyrstu hafa haldið að nektarmyndirnar af henni myndu valda usla á meðal félaga hennar í skólanum um tíma. Það myndi líða hjá. „En það gerði það ekki. Við tók skelfilegur veruleiki og mér fóru að berast hótanir frá strákum og körlum. Að þeir myndu dreifa myndunum áfram, til fólks sem ég þekkti, ef ég myndi ekki senda þeim fleiri myndir, borga þeim eða þaðan af verra,“ segir hún frá. Emma ákvað að snúa vörn í sókn og kom á fót verkefninu Consent. Hún lét þekktan ljósmyndara taka af sér nektarmyndir sem hún birti á eigin forsendum. Verkefnið kom af stað byltingu gegn hefndarklámi. „Mér fannst mikilvægt að minna á samþykkið. Hefndarklám er kynferðisofbeldi, það er án samþykkis. Ég dreifði myndum af mér nakinni, í hversdagslegum aðstæðum og frásögn minni. Þannig fannst mér ég vekja athygli á því að það er ég sem ræð yfir eigin líkama,“ segir Emma. Sex árum síðar verður hún enn fyrir áreiti vegna myndanna. Degi áður en blaðamaður hittir hana fær hún mjög grófa hótun. Henni er sagt að sendi hún viðkomandi ekki fleiri myndir þá muni nektarmyndum af henni verða dreift á vinnustað hennar. Þá er hún líka minnt á að hún sé með ellefu þúsund fylgjendur á Facebook. Hvort hún vilji að þeir sjái þessar myndir? „Ef ég hefði fengið þessa hótun fyrir þremur árum þá hefði það verið mér virkilega erfitt. Og auðvitað er þetta erfitt, en ég er sterkari núna,“ segir hún frá. Emma segir þá karlmenn sem hóta henni jafnvel vera fjölskyldufeður og sumir hafi ekki einu sinni fyrir því að hóta henni undir dulnefni. Þá telur hún að ástæðan fyrir því að þeir skoði myndirnar og kúgi hana sé erfið viðfangs. „Ég held að valdaleysið og þjáning konunnar sé það sem fær þá til að vilja horfa á þessar myndir og ganga svo langt að hóta mér, sumir fá einfaldlega eitthvað út úr því þegar önnur manneskja þjáist.“ Emmu finnst mikilvægt að efla lögreglu í því að vernda fólk á netinu og nota þau refsiúrræði sem til eru. „Í sumum tilfellum þarf vissulega að bæta löggjöfina. Það mikilvægasta er að efla lögregluna til að nota þau úrræði sem eru til staðar. Það þarf stórfellda vitundarvakningu í því og fjármagn. Stjórnmálamenn vilja reyna að leysa þessi mál án þess að kosta miklu til. En það er ekki hægt. Við búum í heimi þar sem kynferðisglæpir eru framdir á netinu og hafa alvarlegar afleiðingar í raunheimum. Lögreglan þarf að geta tekið á móti þolendum og rannsakað mál þeirra af þekkingu,“ segir Emma. Emma minnir á að það er nauðsynlegt að tryggja að ábyrgðinni og sökinni sé ekki skellt á þolendur hefndarkláms, eins og oft vill verða um þolendur kynferðisofbeldis, heldur þá sem dreifa myndefninu og fremja brotin. „Þegar ég varð fyrir því að myndunum var dreift hafði ég samband við lögregluna. Þeir báðu mig um að senda sér link með myndunum sem ég og gerði. Þeir sögðu síðan um nektarmyndirnar, þetta er nú ekki svo slæmt! Ég svaraði bara, það er ykkar skoðun og ekki mín. Svo var mér sagt að vissulega hefði glæpur verið framinn. En það væri lítið hægt að gera. Því er ég ósammála,“ segir Emma. Emma talaði á fundi í gær sem var skipulagður af Samfylkingunni um það hvort jafnréttisbarátta nútímans nái til hins stafræna heims og í dag talar hún á fundi með ungum femínistum á Bryggjunni brugghúsi. Hverju finnst henni þurfa að breyta? „Hættið að segja ungum konum að passa sig. Hættið að kenna þeim um þegar þær eru beittar ofbeldi og kúgunum. Standið með þeim og leggið áherslu á þessu mál hjá löggæslunni.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dreifa hefndarklámi og hafa í hótunum við Emmu Venjulegir karlmenn og fjölskyldufeður eru á meðal þeirra sem dreifa hefndarklámi og hóta Emmu Holten vegna nektarmynda af henni sem voru settar á netið. 14. október 2016 20:00 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Dreifa hefndarklámi og hafa í hótunum við Emmu Venjulegir karlmenn og fjölskyldufeður eru á meðal þeirra sem dreifa hefndarklámi og hóta Emmu Holten vegna nektarmynda af henni sem voru settar á netið. 14. október 2016 20:00