Viðskipti innlent

Innkalla súkkulaði vegna villandi merkinga

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Í vöruheiti kemur fram að súkkulaðið sé mjólkurlaust en vörunni er pakkað í verksmiðju sem einnig pakkar vörum sem innihalda mjólk.
Í vöruheiti kemur fram að súkkulaðið sé mjólkurlaust en vörunni er pakkað í verksmiðju sem einnig pakkar vörum sem innihalda mjólk. Mynd/Aðsend
Heilsa ehf. hefur ákveðið, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, að innkalla Ihoc „Milkless“ súkkulaði vegna villandi merkinga.

Í vöruheiti kemur fram að súkkulaðið sé mjólkurlaust en vörunni er pakkað í verksmiðju sem einnig pakkar vörum sem innihalda mjólk. Þetta veldur því að krossmengun getur orðið við pökkun.

Varan er í sölu í Gló Fákafeni, Heilsuhúsinu, Samkaupum Nettó og Krambúðinni. Varan er ekki hættuleg nema þeim sem eru með mjólkurofnæmi eða mjólkuróþol. Neytendur sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að skila henni í verslunina þar sem hún var keypt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×