Stefán Karl svaraði spurningum á Reddit úr sjúkrarúminu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. október 2016 10:28 Stefán Karl svaraði spurningum frá Reddit notendum úr sjúkrarúminu. Vísir/Reddit Stefán Karl Stefánsson svaraði spurningum aðdáenda á vefsíðunni Reddit í gær. Um var að ræða svokallað AMA (Ask Me Anything) þar sem notendur geta sent inn spurningar til frægra einstaklinga. Stefán Karl birti mynd af sér úr sjúkrarúminu því til sönnunar að um hann væri raunverulega að ræða. Ljóst er að Stefán Karl á marga aðdáendur úti í heimi og óskuðu þeir honum góðs bata og spurðu hann spjörunum úr um Glanna Glæp, leiklistina og veikindin. Einn notandi sagðist hafa frekar haldið með Glanna Glæp í þáttunum heldur en öðrum persónum og spurði hvort hann yrði oft var við það viðhorf. „Að halda með skúrknum sýnir að þú þorir. Aðrir krakkar kunnu vel við Glanna vegna þess að hann var hrekkjóttur en við pössuðum alltaf að sýna að hann þurfti að taka afleiðingunum fyrir þá hegðun. Nú virðist hann vera vinsæll því hann var kjánalegur, en það er erfitt að segja hvers vegna hann er dáðari en aðrar persónur,“ svaraði Stefán Karl.Mikilvægt að vera vongóður Annar spurði Stefán Karl hvort að lífsviðhorf hans hefði breyst eftir að hann var greindur með krabbamein, hvað hann hugsi um og hvað fólki fannst þegar hann sagðist vera í Latabæ. „Að greinast með krabbamein er ógnvekjandi. Ég er búin að fara í ágenga aðgerð sem heppnaðist vel og ég er vongóður um að ég komist í gegnum þetta. Takk fyrir að spyrja. Ég hugsa um hvað er mikilvægt í lífinu og hvað ekki. Ég óttast ekki dauðan því ég met lífið of mikils,“ skrifaði Stefán Karl og sagði jafnframt að börn hafi verið fyndin þegar þau áttuðu sig á því að hann léki Glanna og yrðu stundum pínu hrædd. Þá sagði einn notandi frá því að faðir hans hefði greinst með krabbamein í brisi fyrir tveim mánuðum síðan og spurði hvaða ráð Stefán Karl hefði handa honum svo hann gæti veitt föður sínum stuðning. „Ó hvað þetta er leitt að heyra. Ég og fjölskylda mín höfum aðeins haft tæpan mánuð til að venjast hugmyndinni um að ég sé með krabbamein. Ég fór í aðgerð þann fjórða og er að jafna mig ótrúlega vel. Ég og eiginkonan mín höfum átt löng samtöl um þessar aðstæður og erum raunsæ um allar mögulegar útkomur. Þú verður að vera jákvæður og vongóður og hugsa um sjálfan þig svo þú getir stutt pabba þinn. Hann mun þarfnast þess. Ekki vera leiður á svip, njóttu hvers augnabliks eins vel og þ ú getur og reyndu að tala við einhvern. Við verðum að lifa lífinu til fullnustu alltaf, jafnvel á erfiðum tímum. Ég vona að allt fari vel með pabba þinn. Ást til þín og fjölskyldu þinnar.“Eitt Latabæjarmeme.Vísir/RedditGlanni myndarlegri en Morrissey Ekki voru allar spurningarnar á alvarlegu nótunum og spurði einn hvort að Stefán Karl spili enn á harmonikku. „Já, þegar ég er í stuði,“ var svarið. Þá spurði annar hvort að honum fyndist Glanni vera líkur söngvaranum Morrissey og sagði Stefán Karl að það væru vissulega líkindi, en að Glanni væri myndarlegri. Þá gaf hann upprennandi grínleikara þau ráð að horfa á Buster Keaton, Charlie Chaplin. Harold Lloyd og Wile E. Coyote. Við spurningu um hvað Glanni hugsaði raunverulega um íbúa Latabæjar var svarið „Ég vildi að ég gæti verið vinur þeirra.“ Þá var Stefán Karl einnig spurður hvort hann hefð séð svokölluð Latabæjar meme. Meme er athæfi, hugmynd, frasi eða einhvers konar mynd, texti, myndband sem dreifist um internetið og líkt er eftir og sett í alls kyns útgáfur hér og þar. Stefán Karl virðist vera hæstánægður með þetta uppátæki. „Já ég hef séð þau upp á síðkastið. Það er skemmtilegt að þau hafi aðra merkingu en þegar atriðin voru tekin upp. Ég tek þessu sem hrósi, þetta þýðir að þátturinn okkar hefur haft merkingu fyrir fólk.“ Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Stefán Karl Stefánsson svaraði spurningum aðdáenda á vefsíðunni Reddit í gær. Um var að ræða svokallað AMA (Ask Me Anything) þar sem notendur geta sent inn spurningar til frægra einstaklinga. Stefán Karl birti mynd af sér úr sjúkrarúminu því til sönnunar að um hann væri raunverulega að ræða. Ljóst er að Stefán Karl á marga aðdáendur úti í heimi og óskuðu þeir honum góðs bata og spurðu hann spjörunum úr um Glanna Glæp, leiklistina og veikindin. Einn notandi sagðist hafa frekar haldið með Glanna Glæp í þáttunum heldur en öðrum persónum og spurði hvort hann yrði oft var við það viðhorf. „Að halda með skúrknum sýnir að þú þorir. Aðrir krakkar kunnu vel við Glanna vegna þess að hann var hrekkjóttur en við pössuðum alltaf að sýna að hann þurfti að taka afleiðingunum fyrir þá hegðun. Nú virðist hann vera vinsæll því hann var kjánalegur, en það er erfitt að segja hvers vegna hann er dáðari en aðrar persónur,“ svaraði Stefán Karl.Mikilvægt að vera vongóður Annar spurði Stefán Karl hvort að lífsviðhorf hans hefði breyst eftir að hann var greindur með krabbamein, hvað hann hugsi um og hvað fólki fannst þegar hann sagðist vera í Latabæ. „Að greinast með krabbamein er ógnvekjandi. Ég er búin að fara í ágenga aðgerð sem heppnaðist vel og ég er vongóður um að ég komist í gegnum þetta. Takk fyrir að spyrja. Ég hugsa um hvað er mikilvægt í lífinu og hvað ekki. Ég óttast ekki dauðan því ég met lífið of mikils,“ skrifaði Stefán Karl og sagði jafnframt að börn hafi verið fyndin þegar þau áttuðu sig á því að hann léki Glanna og yrðu stundum pínu hrædd. Þá sagði einn notandi frá því að faðir hans hefði greinst með krabbamein í brisi fyrir tveim mánuðum síðan og spurði hvaða ráð Stefán Karl hefði handa honum svo hann gæti veitt föður sínum stuðning. „Ó hvað þetta er leitt að heyra. Ég og fjölskylda mín höfum aðeins haft tæpan mánuð til að venjast hugmyndinni um að ég sé með krabbamein. Ég fór í aðgerð þann fjórða og er að jafna mig ótrúlega vel. Ég og eiginkonan mín höfum átt löng samtöl um þessar aðstæður og erum raunsæ um allar mögulegar útkomur. Þú verður að vera jákvæður og vongóður og hugsa um sjálfan þig svo þú getir stutt pabba þinn. Hann mun þarfnast þess. Ekki vera leiður á svip, njóttu hvers augnabliks eins vel og þ ú getur og reyndu að tala við einhvern. Við verðum að lifa lífinu til fullnustu alltaf, jafnvel á erfiðum tímum. Ég vona að allt fari vel með pabba þinn. Ást til þín og fjölskyldu þinnar.“Eitt Latabæjarmeme.Vísir/RedditGlanni myndarlegri en Morrissey Ekki voru allar spurningarnar á alvarlegu nótunum og spurði einn hvort að Stefán Karl spili enn á harmonikku. „Já, þegar ég er í stuði,“ var svarið. Þá spurði annar hvort að honum fyndist Glanni vera líkur söngvaranum Morrissey og sagði Stefán Karl að það væru vissulega líkindi, en að Glanni væri myndarlegri. Þá gaf hann upprennandi grínleikara þau ráð að horfa á Buster Keaton, Charlie Chaplin. Harold Lloyd og Wile E. Coyote. Við spurningu um hvað Glanni hugsaði raunverulega um íbúa Latabæjar var svarið „Ég vildi að ég gæti verið vinur þeirra.“ Þá var Stefán Karl einnig spurður hvort hann hefð séð svokölluð Latabæjar meme. Meme er athæfi, hugmynd, frasi eða einhvers konar mynd, texti, myndband sem dreifist um internetið og líkt er eftir og sett í alls kyns útgáfur hér og þar. Stefán Karl virðist vera hæstánægður með þetta uppátæki. „Já ég hef séð þau upp á síðkastið. Það er skemmtilegt að þau hafi aðra merkingu en þegar atriðin voru tekin upp. Ég tek þessu sem hrósi, þetta þýðir að þátturinn okkar hefur haft merkingu fyrir fólk.“
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira