Körfubolti

Ólafur: Erum miklu betri en allir hafa spáð okkur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Grindavík er með fjögur stig eftir tvo leiki.
Grindavík er með fjögur stig eftir tvo leiki. vísir/ernir
„Við ætluðum að spila eins og við gerðum tvo leikhlutana síðast, en við byrjuðum ekki vel og náðum svo að kveikja á þessu,”  sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í kvöld.

„Þetta var svipað og í síðasta leik. Við vorum ekki búnir að kveikja í byrjun og komum sterkir til baka. Við unnum þetta sterka Hauka-lið sem voru mjög góðir í dag.”

Ólafur átti góðan leik í liði Grindavíkur. Hann skoraði 18 stig og var næststigahæstur ásamt Ómari Sævarssyni, en Earnest Lewis Clinch Jr. var stigahæstur með 29 stig.

Sjá einnig:Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 92-88 | Grindvíkingar unnu í framlengingu

„Ég var ánægður með síðari hálfleikinn, en það er margt sem við getum lagað. Við erum enn að laga okkar hluti og það er margt sem við eigum eftir að fínpússa og verða betri og betri með hverjum deginum.”

Byrjunin er góð hjá Grindavík sem er með fjögur stig efitr fyrstu tvo leikina, en Ólafur segir að þeir séu að gefa spámönnum langt nef.

„Við erum pressulausir, okkur er ekki spáð neinu. Við erum miklu betri en allir hafa spáð okkur,” sagði Ólafur að lokum við íþróttadeild, en hann átti góðan leik í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×