Borga ekki krónu fyrir gamla hafnargarðinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. október 2016 07:00 Hafnargarður frá 1928, sem kom i ljós við framkvæmdir við nýtt verslunarhús nærri Reykjavíkurhöfn, er geymdur í Örfirisey. vísir/gva „Við erum að klára málið, það er ekki í neinum vandræðum,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, um lyktir ágreinings um kostnað vegna varðveislu gamals hafnargarðs á framkvæmdasvæði ofan við höfnina í Reykjavík. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 þann 20. ágúst í sumar barst Minjastofnun 600 milljóna króna reikningur frá lóðarhafanum, Reykjavik Development, vegna ýmiss kostnaðar af hafnargarðinum sem var skyndifriðaður af Minjastofnun í fyrra eftir að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafði afskipti af málinu. Minjastofnun hafnaði því að borga reikninginn. „Ástæður þess er fjölþættar. Það er einfaldlega lögbundið sem framkvæmdaaðilinn þarf að gera og við höfnuðum ýmsum liðum á þeirri forsendu. En þetta mál er að leysast í góðri samvinnu og er ekkert vandmál lengur,“ segir forstöðumaðurinn sem kveður „boltann“ vera hjá framkvæmdaaðilanum. „En við erum að vinna að lausn á varðveislu garðanna í sameiningu.“Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar .vísir/anton brinkSteinarnir eru enn í geymslu á lóð hafnaryfirvalda í Örfirisey og liggja þar númeraðir og tilbúnir fyrir frekari notkun. „En þeir fara að koma í húsin og á lóðina. Þessu verður að hluta til komið fyrir í kjallaranum og svo er starfsfólk hér að vinna með starfsfólki framkvæmdaaðila að lausn málsins,“ segir Kristín. Aðspurð hvort Minjastofnun þurfi örugglega ekki að bera kostnað vegna málsins segir Kristín ekki svo vera. „Ekki nema kostnað vegna starfsfólksins,“ tekur hún þó fram. Byggingin sem rís á lóðinni mun hýsa verslanir og þjónustustarfsemi. Meðal annars verslun H&M.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Við erum að klára málið, það er ekki í neinum vandræðum,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, um lyktir ágreinings um kostnað vegna varðveislu gamals hafnargarðs á framkvæmdasvæði ofan við höfnina í Reykjavík. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 þann 20. ágúst í sumar barst Minjastofnun 600 milljóna króna reikningur frá lóðarhafanum, Reykjavik Development, vegna ýmiss kostnaðar af hafnargarðinum sem var skyndifriðaður af Minjastofnun í fyrra eftir að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafði afskipti af málinu. Minjastofnun hafnaði því að borga reikninginn. „Ástæður þess er fjölþættar. Það er einfaldlega lögbundið sem framkvæmdaaðilinn þarf að gera og við höfnuðum ýmsum liðum á þeirri forsendu. En þetta mál er að leysast í góðri samvinnu og er ekkert vandmál lengur,“ segir forstöðumaðurinn sem kveður „boltann“ vera hjá framkvæmdaaðilanum. „En við erum að vinna að lausn á varðveislu garðanna í sameiningu.“Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar .vísir/anton brinkSteinarnir eru enn í geymslu á lóð hafnaryfirvalda í Örfirisey og liggja þar númeraðir og tilbúnir fyrir frekari notkun. „En þeir fara að koma í húsin og á lóðina. Þessu verður að hluta til komið fyrir í kjallaranum og svo er starfsfólk hér að vinna með starfsfólki framkvæmdaaðila að lausn málsins,“ segir Kristín. Aðspurð hvort Minjastofnun þurfi örugglega ekki að bera kostnað vegna málsins segir Kristín ekki svo vera. „Ekki nema kostnað vegna starfsfólksins,“ tekur hún þó fram. Byggingin sem rís á lóðinni mun hýsa verslanir og þjónustustarfsemi. Meðal annars verslun H&M.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira