Erlent

Guðni sendir heillaóskir til nýkjörins forseta Eistlands

Atli ísleifsson skrifar
Eistneska þingið kýs forseta landsins.
Eistneska þingið kýs forseta landsins. Vísir/AFP
Guðni Th. Jóhannesson forseti sendi í dag heillaóskir sínar og íslensku þjóðarinnar til Kersti Kaljulaid, nýkjörins forseta Eistlands.

Kaljulaid er fyrsta konan sem gegnir embættinu.

Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að forsetinn hafi í kveðju sinni getið þess að gott samband og samstarf hefði lengi verið á milli Íslands og Eistlands og hefði hann, svo dæmi sé tekið, átt fund með utanríkisráðherra landsins sem staddur var á Íslandi nýlega.

„Forseti lýsti þeirri von sinni að hann gæti átt þátt í að styrkja hin góðu tengsl landanna enn frekar í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Fyrsti kvenforseti Eistlands

Kaljulaid, 46 ára gömul, starfaði áður sem endurskoðandi reikninga Evrópusambandsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×