Erlent

Allsherjarþingið samþykkir Guterres sem næsta aðalritara

Atli ÍSleifsson skrifar
António Guterres gegndi embætti yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna á árunum 2005 til 2015.
António Guterres gegndi embætti yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna á árunum 2005 til 2015. Vísir/Getty
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag skipun Portúgalans António Guterres í embætti aðalritara Sameunuðu þjóðanna til næstu fimm ára.

Guterres tekur við embættinu af Suður-Kóreumanninum Ban Ki-moon sem lætur af embætti um áramótin. Guterres verður níundi aðalritari Sameinuðu þjóðanna.

Öryggisráðið tilnefndi hinn 67 ára Guterres fyrr í þessum mánuði, en allsherjarþingið þurfti að staðfesta tilnefninguna.

Guterres var forsætisráðherra Portúgals á árunum 1995 til 2002 en árið 2005 varð hann yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Því embætti gegndi hann til ársins 2015.


Tengdar fréttir

Guterres næsti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna

Antonio Guterres fyrrverandi forsætisráðherra Portúgal verður næsti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Þetta var staðfest á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag en formleg atkvæðagreiðsla um fer þó ekki fram fyrr en á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×