Erlent

Pólska stjórnin vill enn herða reglur um fóstureyðingar

Atli Ísleifsson skrifar
Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi stjórnarflokksins Laga og réttlætis (PIS).
Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi stjórnarflokksins Laga og réttlætis (PIS). Vísir/AFP
Pólska ríkisstjórnin stefnir enn að því að herða reglur um fóstureyðingar í landinu. Þetta skal gert þrátt fyrir gríðarlega fjölmenn mótmæli í Póllandi og víðar síðustu vikur og ákvörðun pólska þingsins fyrr í vikunni um að fella frumvarp stjórnarinnar um fóstureyðingar.

Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi stjórnarflokksins Laga og réttlætis (PIS), segir í samtali við pólsku fréttastofuna PAP að stjórnin muni áfram vinna að því að fækka verulega fóstureyðingum í landinu.

Kaczynski vill að börn skuli koma í heiminn, verða skírð og jörðuð, sama þótt meðganga sé erfið og vitað að barnið muni að öllum líkingum deyja eða fæðast vanskapað.

Í Póllandi eru fóstureyðingar einungis heimilar verði konan barnhafandi eftir nauðgun eða sifjaspell, ef móður stafar hætta af meðgöngu eða ef fóstrið er alvarlega skaðað.

Löggjöfin er ein sú strangasta sinnar tegundar í Evrópu, en pólska stjórnin vill sem sagt herða hana enn frekar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×