Erlent

Gerðu árásir í Jemen í fyrsta sinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldflaugum var skotið frá skipinu USS Nitze.
Eldflaugum var skotið frá skipinu USS Nitze. Vísir/Getty
Bandaríkin gerðu árásir á þrjár ratsjárstöðvar í Jemen í nótt. Það var gert eftir að eldflaugum var minnst tvisvar skotið að bandarísku herskipi, USS Mason. Ratsjárstöðvarnar voru allar á yfirráðasvæði Húta, en þeir þvertaka fyrir að skotið eldflaugunum.

Embættismenn Bandaríkjanna segjast þó vissir í sinni sök en um fyrstu árásir þeirra í landinu er að ræða. Sádar leiða bandalag annarra Mið-austurlandaríkja gegn Hútum, sem studdir eru af Íran.

Minnst 140 létu lífið í loftárás bandalags Sáda á líkvöku í Jemen í síðustu viku og minnst 500 særðust.

Sádar hafa viðurkennt að árásin hafi verið gerð af meðlimi bandalagsins, en önnur árás var svo gerð þegar björgunarmenn voru mættir á vettvang. Árásinni hefur verið lýst sem stríðsglæp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×