Vonast eftir loðnuvertíð í vor Þorgeir Helgason skrifar 13. október 2016 07:00 Útflutningsverðmæti í loðnu 1999-2016 „Þetta kom okkur í sjálfu sér ekki á óvart miðað við fyrri mælingar og fréttir. Þetta eru bara sveiflurnar sem við þurfum að lifa við í þessum bransa. Menn halda í þá von að mæling í janúar muni gefa af sér smá vertíð en við göngum ekki að neinu vísu. Það eru ekki alltaf jól í sjávarútveginum,“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, um ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar og Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Í skýrslu þeirra er lagt til að engin loðna verði veidd á þessu ári. Ísfélag Vestmannaeyja er ein atkvæðamesta útgerðin þegar kemur að loðnuveiðum. Á síðustu vertíð veiddi útgerðin rúm tólf þúsund tonn af loðnu og ljóst er að takmörkunin á loðnuveiðum setur stórt strik í reikning útgerðarinnar.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Mynd/Heiðrún„Þetta kemur verst við þau fyrirtæki sem eru í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski og sýnir enn á ný hvers háttar áhættu sjávarútvegurinn býr við og getur illa varið sig gegn,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Útflutningsverðmæti loðnu hefur verið að meðaltali rúmir tuttugu milljarðar á ári síðustu átján árin. Síðasta djúpa dýfa í loðnuveiðum varð á vertíðinni 2008 til 2009 en þá var ekkert upphafsaflamark á loðnu gefið. Í febrúar 2009 fékkst kvóti fyrir fimmtán þúsund tonnum og var útflutningsverðmætið það ár því um fjórir milljarðar samkvæmt gögnum frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. „Þetta er lægsta mæling sem við höfum séð á ungloðnu síðan við breyttum mælingaraðferðum árið 2010,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Þorsteinn segir samhengi vera á milli þessara ráðlegginga og mælinga á ungloðnunni í fyrra, en eins og í ár þá mældist hún líka mjög lítil þá. Bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins fóru fram á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni dagana 9. september til 5. október síðastliðinn. Magn ungloðnu var víðast hvar mjög lítið, en hún verður að hrygningar- og veiðistofninum á vertíðinni 2017 til 2018. Einungis mældust 88 þúsund tonn af henni eða um níu milljarðar fiska og bendir það til að 2015 árgangurinn sé mjög lítill. Samkvæmt aflareglu þarf fjöldi fiska að vera yfir 50 milljörðum til að hægt sé að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíðina 2017/2018. Ákvörðunin verður endurskoðuð í byrjun nýs árs þegar veiðistofninn hefur verið mældur á ný.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
„Þetta kom okkur í sjálfu sér ekki á óvart miðað við fyrri mælingar og fréttir. Þetta eru bara sveiflurnar sem við þurfum að lifa við í þessum bransa. Menn halda í þá von að mæling í janúar muni gefa af sér smá vertíð en við göngum ekki að neinu vísu. Það eru ekki alltaf jól í sjávarútveginum,“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, um ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar og Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Í skýrslu þeirra er lagt til að engin loðna verði veidd á þessu ári. Ísfélag Vestmannaeyja er ein atkvæðamesta útgerðin þegar kemur að loðnuveiðum. Á síðustu vertíð veiddi útgerðin rúm tólf þúsund tonn af loðnu og ljóst er að takmörkunin á loðnuveiðum setur stórt strik í reikning útgerðarinnar.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Mynd/Heiðrún„Þetta kemur verst við þau fyrirtæki sem eru í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski og sýnir enn á ný hvers háttar áhættu sjávarútvegurinn býr við og getur illa varið sig gegn,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Útflutningsverðmæti loðnu hefur verið að meðaltali rúmir tuttugu milljarðar á ári síðustu átján árin. Síðasta djúpa dýfa í loðnuveiðum varð á vertíðinni 2008 til 2009 en þá var ekkert upphafsaflamark á loðnu gefið. Í febrúar 2009 fékkst kvóti fyrir fimmtán þúsund tonnum og var útflutningsverðmætið það ár því um fjórir milljarðar samkvæmt gögnum frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. „Þetta er lægsta mæling sem við höfum séð á ungloðnu síðan við breyttum mælingaraðferðum árið 2010,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Þorsteinn segir samhengi vera á milli þessara ráðlegginga og mælinga á ungloðnunni í fyrra, en eins og í ár þá mældist hún líka mjög lítil þá. Bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins fóru fram á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni dagana 9. september til 5. október síðastliðinn. Magn ungloðnu var víðast hvar mjög lítið, en hún verður að hrygningar- og veiðistofninum á vertíðinni 2017 til 2018. Einungis mældust 88 þúsund tonn af henni eða um níu milljarðar fiska og bendir það til að 2015 árgangurinn sé mjög lítill. Samkvæmt aflareglu þarf fjöldi fiska að vera yfir 50 milljörðum til að hægt sé að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíðina 2017/2018. Ákvörðunin verður endurskoðuð í byrjun nýs árs þegar veiðistofninn hefur verið mældur á ný.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira