Vonast eftir loðnuvertíð í vor Þorgeir Helgason skrifar 13. október 2016 07:00 Útflutningsverðmæti í loðnu 1999-2016 „Þetta kom okkur í sjálfu sér ekki á óvart miðað við fyrri mælingar og fréttir. Þetta eru bara sveiflurnar sem við þurfum að lifa við í þessum bransa. Menn halda í þá von að mæling í janúar muni gefa af sér smá vertíð en við göngum ekki að neinu vísu. Það eru ekki alltaf jól í sjávarútveginum,“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, um ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar og Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Í skýrslu þeirra er lagt til að engin loðna verði veidd á þessu ári. Ísfélag Vestmannaeyja er ein atkvæðamesta útgerðin þegar kemur að loðnuveiðum. Á síðustu vertíð veiddi útgerðin rúm tólf þúsund tonn af loðnu og ljóst er að takmörkunin á loðnuveiðum setur stórt strik í reikning útgerðarinnar.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Mynd/Heiðrún„Þetta kemur verst við þau fyrirtæki sem eru í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski og sýnir enn á ný hvers háttar áhættu sjávarútvegurinn býr við og getur illa varið sig gegn,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Útflutningsverðmæti loðnu hefur verið að meðaltali rúmir tuttugu milljarðar á ári síðustu átján árin. Síðasta djúpa dýfa í loðnuveiðum varð á vertíðinni 2008 til 2009 en þá var ekkert upphafsaflamark á loðnu gefið. Í febrúar 2009 fékkst kvóti fyrir fimmtán þúsund tonnum og var útflutningsverðmætið það ár því um fjórir milljarðar samkvæmt gögnum frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. „Þetta er lægsta mæling sem við höfum séð á ungloðnu síðan við breyttum mælingaraðferðum árið 2010,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Þorsteinn segir samhengi vera á milli þessara ráðlegginga og mælinga á ungloðnunni í fyrra, en eins og í ár þá mældist hún líka mjög lítil þá. Bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins fóru fram á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni dagana 9. september til 5. október síðastliðinn. Magn ungloðnu var víðast hvar mjög lítið, en hún verður að hrygningar- og veiðistofninum á vertíðinni 2017 til 2018. Einungis mældust 88 þúsund tonn af henni eða um níu milljarðar fiska og bendir það til að 2015 árgangurinn sé mjög lítill. Samkvæmt aflareglu þarf fjöldi fiska að vera yfir 50 milljörðum til að hægt sé að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíðina 2017/2018. Ákvörðunin verður endurskoðuð í byrjun nýs árs þegar veiðistofninn hefur verið mældur á ný.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira
„Þetta kom okkur í sjálfu sér ekki á óvart miðað við fyrri mælingar og fréttir. Þetta eru bara sveiflurnar sem við þurfum að lifa við í þessum bransa. Menn halda í þá von að mæling í janúar muni gefa af sér smá vertíð en við göngum ekki að neinu vísu. Það eru ekki alltaf jól í sjávarútveginum,“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, um ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar og Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Í skýrslu þeirra er lagt til að engin loðna verði veidd á þessu ári. Ísfélag Vestmannaeyja er ein atkvæðamesta útgerðin þegar kemur að loðnuveiðum. Á síðustu vertíð veiddi útgerðin rúm tólf þúsund tonn af loðnu og ljóst er að takmörkunin á loðnuveiðum setur stórt strik í reikning útgerðarinnar.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Mynd/Heiðrún„Þetta kemur verst við þau fyrirtæki sem eru í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski og sýnir enn á ný hvers háttar áhættu sjávarútvegurinn býr við og getur illa varið sig gegn,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Útflutningsverðmæti loðnu hefur verið að meðaltali rúmir tuttugu milljarðar á ári síðustu átján árin. Síðasta djúpa dýfa í loðnuveiðum varð á vertíðinni 2008 til 2009 en þá var ekkert upphafsaflamark á loðnu gefið. Í febrúar 2009 fékkst kvóti fyrir fimmtán þúsund tonnum og var útflutningsverðmætið það ár því um fjórir milljarðar samkvæmt gögnum frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. „Þetta er lægsta mæling sem við höfum séð á ungloðnu síðan við breyttum mælingaraðferðum árið 2010,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Þorsteinn segir samhengi vera á milli þessara ráðlegginga og mælinga á ungloðnunni í fyrra, en eins og í ár þá mældist hún líka mjög lítil þá. Bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins fóru fram á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni dagana 9. september til 5. október síðastliðinn. Magn ungloðnu var víðast hvar mjög lítið, en hún verður að hrygningar- og veiðistofninum á vertíðinni 2017 til 2018. Einungis mældust 88 þúsund tonn af henni eða um níu milljarðar fiska og bendir það til að 2015 árgangurinn sé mjög lítill. Samkvæmt aflareglu þarf fjöldi fiska að vera yfir 50 milljörðum til að hægt sé að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíðina 2017/2018. Ákvörðunin verður endurskoðuð í byrjun nýs árs þegar veiðistofninn hefur verið mældur á ný.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira