Rússar halda áfram loftárásum á Aleppo Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2016 19:30 Vísir/Getty Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna harmar að Rússar hafi komið í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti að loftárásum á Aleppo í Sýrlandi skyldi hætt. Rússar héldu áfram að varpa sprengjum á borgina í dag. Þrír Sýrlendingar eru hylltir sem hetjur í Þýskalandi eftir að þeir klófestu mann sem var að skipuleggja sprengjutilræði. Rússar beittu neitunarvaldi sínu gegn tillögu Frakka í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag þar sem þess var krafist að loftárásum á borgina Aleppo í Sýrlandi og átökum við borgina yrði hætt. Rússar voru með aðra tillögu um vopnahlé án þess að þar væri tekið fram að loftárásum skyldi hætt. Sú tillaga hlaut ekki nægan stuðning í öryggisráðinu. Rússar, sem berjast með stjórnarhernum í Sýrlandi, hafa haldið sprengjuárásum á suturhluta Aleppo áfram undanfarna daga. Borgin er nánast rústir eina en björgunarsveitir almennings reyna að bjarga fólki úr sprengjurústum upp á hvern einasta dag. Zeid Ra‘Ad Al framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að menn hljóti að spyrja sig fyrir hvern öryggisráðið starfi. „Alla vega ekki til að skapa íbúum Aleppo öryggi,“ sagði framkvæmdastjóri. Talið er að um 300 þúsund manns hafi fallið í borgarastríðinu í Sýrlandi á undanförnum fimm árum þar af þúsundir barna. Hundruð þúsunda eða milljónir manna hafa flúið hörmungarástandið í landinu og hefur mikill fjöldi leitað skjóls í Þýskalandi. Flóttamannastraumurinn hefur reynt á þolrif Þjóðverja en nú er þremur sýrlenskum hælisleitendum í Leipzig fagnað sem hetjum. Þeir leyfðu landa sínum að gista hjá sér en sáu síðan mynd af honum sem þýsk lögregluyfirvöld höfðu sett á Facebook þar sem hann var grunaður um að vera að skipuleggja hryðjuverk. En sprengjuefni höfðu fundist á dvalarstað hans. Þremenningarnir bundu manninn niður með rafmagnssnúru og kölluðu til lögreglus em handtók manninn. Þremenningarinir þora ekki að koma fram undir nafni né sýna andlit sitt. Einn þeirra sem einfaldlega er kallaður Mohamed A sagði í viðtali við þýska sjónvarpsstöð, þar sem hann snér baki í myndavélina: „Ég vil ekki að eitthvað af þessum toga gerist í þessu landi. Enginn hefur tekið eins vel á móti Sýrlendingum og Þjóðverjar. Við berum mikla virðingu fyrir þessu landi, fólkinu þar og lögum landsins,“ sagði Muhamed. Fjöldi manns hefur skorað á þýsk yfirvöld að flýta afgreiðslu á umsókn þremenninganna um hæli í Þýskalandi. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna harmar að Rússar hafi komið í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti að loftárásum á Aleppo í Sýrlandi skyldi hætt. Rússar héldu áfram að varpa sprengjum á borgina í dag. Þrír Sýrlendingar eru hylltir sem hetjur í Þýskalandi eftir að þeir klófestu mann sem var að skipuleggja sprengjutilræði. Rússar beittu neitunarvaldi sínu gegn tillögu Frakka í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag þar sem þess var krafist að loftárásum á borgina Aleppo í Sýrlandi og átökum við borgina yrði hætt. Rússar voru með aðra tillögu um vopnahlé án þess að þar væri tekið fram að loftárásum skyldi hætt. Sú tillaga hlaut ekki nægan stuðning í öryggisráðinu. Rússar, sem berjast með stjórnarhernum í Sýrlandi, hafa haldið sprengjuárásum á suturhluta Aleppo áfram undanfarna daga. Borgin er nánast rústir eina en björgunarsveitir almennings reyna að bjarga fólki úr sprengjurústum upp á hvern einasta dag. Zeid Ra‘Ad Al framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að menn hljóti að spyrja sig fyrir hvern öryggisráðið starfi. „Alla vega ekki til að skapa íbúum Aleppo öryggi,“ sagði framkvæmdastjóri. Talið er að um 300 þúsund manns hafi fallið í borgarastríðinu í Sýrlandi á undanförnum fimm árum þar af þúsundir barna. Hundruð þúsunda eða milljónir manna hafa flúið hörmungarástandið í landinu og hefur mikill fjöldi leitað skjóls í Þýskalandi. Flóttamannastraumurinn hefur reynt á þolrif Þjóðverja en nú er þremur sýrlenskum hælisleitendum í Leipzig fagnað sem hetjum. Þeir leyfðu landa sínum að gista hjá sér en sáu síðan mynd af honum sem þýsk lögregluyfirvöld höfðu sett á Facebook þar sem hann var grunaður um að vera að skipuleggja hryðjuverk. En sprengjuefni höfðu fundist á dvalarstað hans. Þremenningarnir bundu manninn niður með rafmagnssnúru og kölluðu til lögreglus em handtók manninn. Þremenningarinir þora ekki að koma fram undir nafni né sýna andlit sitt. Einn þeirra sem einfaldlega er kallaður Mohamed A sagði í viðtali við þýska sjónvarpsstöð, þar sem hann snér baki í myndavélina: „Ég vil ekki að eitthvað af þessum toga gerist í þessu landi. Enginn hefur tekið eins vel á móti Sýrlendingum og Þjóðverjar. Við berum mikla virðingu fyrir þessu landi, fólkinu þar og lögum landsins,“ sagði Muhamed. Fjöldi manns hefur skorað á þýsk yfirvöld að flýta afgreiðslu á umsókn þremenninganna um hæli í Þýskalandi.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira