Rússar halda áfram loftárásum á Aleppo Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2016 19:30 Vísir/Getty Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna harmar að Rússar hafi komið í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti að loftárásum á Aleppo í Sýrlandi skyldi hætt. Rússar héldu áfram að varpa sprengjum á borgina í dag. Þrír Sýrlendingar eru hylltir sem hetjur í Þýskalandi eftir að þeir klófestu mann sem var að skipuleggja sprengjutilræði. Rússar beittu neitunarvaldi sínu gegn tillögu Frakka í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag þar sem þess var krafist að loftárásum á borgina Aleppo í Sýrlandi og átökum við borgina yrði hætt. Rússar voru með aðra tillögu um vopnahlé án þess að þar væri tekið fram að loftárásum skyldi hætt. Sú tillaga hlaut ekki nægan stuðning í öryggisráðinu. Rússar, sem berjast með stjórnarhernum í Sýrlandi, hafa haldið sprengjuárásum á suturhluta Aleppo áfram undanfarna daga. Borgin er nánast rústir eina en björgunarsveitir almennings reyna að bjarga fólki úr sprengjurústum upp á hvern einasta dag. Zeid Ra‘Ad Al framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að menn hljóti að spyrja sig fyrir hvern öryggisráðið starfi. „Alla vega ekki til að skapa íbúum Aleppo öryggi,“ sagði framkvæmdastjóri. Talið er að um 300 þúsund manns hafi fallið í borgarastríðinu í Sýrlandi á undanförnum fimm árum þar af þúsundir barna. Hundruð þúsunda eða milljónir manna hafa flúið hörmungarástandið í landinu og hefur mikill fjöldi leitað skjóls í Þýskalandi. Flóttamannastraumurinn hefur reynt á þolrif Þjóðverja en nú er þremur sýrlenskum hælisleitendum í Leipzig fagnað sem hetjum. Þeir leyfðu landa sínum að gista hjá sér en sáu síðan mynd af honum sem þýsk lögregluyfirvöld höfðu sett á Facebook þar sem hann var grunaður um að vera að skipuleggja hryðjuverk. En sprengjuefni höfðu fundist á dvalarstað hans. Þremenningarnir bundu manninn niður með rafmagnssnúru og kölluðu til lögreglus em handtók manninn. Þremenningarinir þora ekki að koma fram undir nafni né sýna andlit sitt. Einn þeirra sem einfaldlega er kallaður Mohamed A sagði í viðtali við þýska sjónvarpsstöð, þar sem hann snér baki í myndavélina: „Ég vil ekki að eitthvað af þessum toga gerist í þessu landi. Enginn hefur tekið eins vel á móti Sýrlendingum og Þjóðverjar. Við berum mikla virðingu fyrir þessu landi, fólkinu þar og lögum landsins,“ sagði Muhamed. Fjöldi manns hefur skorað á þýsk yfirvöld að flýta afgreiðslu á umsókn þremenninganna um hæli í Þýskalandi. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna harmar að Rússar hafi komið í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti að loftárásum á Aleppo í Sýrlandi skyldi hætt. Rússar héldu áfram að varpa sprengjum á borgina í dag. Þrír Sýrlendingar eru hylltir sem hetjur í Þýskalandi eftir að þeir klófestu mann sem var að skipuleggja sprengjutilræði. Rússar beittu neitunarvaldi sínu gegn tillögu Frakka í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag þar sem þess var krafist að loftárásum á borgina Aleppo í Sýrlandi og átökum við borgina yrði hætt. Rússar voru með aðra tillögu um vopnahlé án þess að þar væri tekið fram að loftárásum skyldi hætt. Sú tillaga hlaut ekki nægan stuðning í öryggisráðinu. Rússar, sem berjast með stjórnarhernum í Sýrlandi, hafa haldið sprengjuárásum á suturhluta Aleppo áfram undanfarna daga. Borgin er nánast rústir eina en björgunarsveitir almennings reyna að bjarga fólki úr sprengjurústum upp á hvern einasta dag. Zeid Ra‘Ad Al framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að menn hljóti að spyrja sig fyrir hvern öryggisráðið starfi. „Alla vega ekki til að skapa íbúum Aleppo öryggi,“ sagði framkvæmdastjóri. Talið er að um 300 þúsund manns hafi fallið í borgarastríðinu í Sýrlandi á undanförnum fimm árum þar af þúsundir barna. Hundruð þúsunda eða milljónir manna hafa flúið hörmungarástandið í landinu og hefur mikill fjöldi leitað skjóls í Þýskalandi. Flóttamannastraumurinn hefur reynt á þolrif Þjóðverja en nú er þremur sýrlenskum hælisleitendum í Leipzig fagnað sem hetjum. Þeir leyfðu landa sínum að gista hjá sér en sáu síðan mynd af honum sem þýsk lögregluyfirvöld höfðu sett á Facebook þar sem hann var grunaður um að vera að skipuleggja hryðjuverk. En sprengjuefni höfðu fundist á dvalarstað hans. Þremenningarnir bundu manninn niður með rafmagnssnúru og kölluðu til lögreglus em handtók manninn. Þremenningarinir þora ekki að koma fram undir nafni né sýna andlit sitt. Einn þeirra sem einfaldlega er kallaður Mohamed A sagði í viðtali við þýska sjónvarpsstöð, þar sem hann snér baki í myndavélina: „Ég vil ekki að eitthvað af þessum toga gerist í þessu landi. Enginn hefur tekið eins vel á móti Sýrlendingum og Þjóðverjar. Við berum mikla virðingu fyrir þessu landi, fólkinu þar og lögum landsins,“ sagði Muhamed. Fjöldi manns hefur skorað á þýsk yfirvöld að flýta afgreiðslu á umsókn þremenninganna um hæli í Þýskalandi.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent